Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 3
dtaluriHH ♦ ♦ ♦ Ævintýraleg frásaga um afrek kristniboða á ftlýju Guineu dlafur Ölafsson endursagði. Nýja Guinea heitir stórt eyland skammt norður af Ástralíu, að minnsta kosti átta sinnum stærra en ísland. Þar fannst fyrir fáum árum alveg ókunnur þjóðflokkur, á af- skekktum stað í hálendinu. Staðurinn heitir Sangrí La og er 65 km langur og 25 km breið- ur dalur handan við afar há fjöll, yfirleitt helmingi hærri en hæsta fjall íslands. Þjóð- flokkurinn nefnist Daníar. Það var 20. apríl 1954, að bandaríski kristni- boðinn Einar Mikkelsson og Van Stone, félagi hans, settust inn í litla flugvél ásamt þaul- vönum flugmanni, með það í huga að fljúga yfir fjöllin háu skemmstu leið til Sangrí La. Þeir félagar höfðu áður stofnað margar kristniboðsstöðvar á stöðum, sem voru svo einangraðir og erfiðir yfirferðar, að íbúar þeirra voru nánast villimenn, af því að sið- aðir menn höfðu ekki hætt sér þangað. Flogið var eina klukkustund yfir óbyggð- um, fenjasvæðum og frumskógum. Þá hækk- uðu þeir flugið og stefndu upp í skarð á fjall- garðinum. Skarðið sjálft var 2500 m yfir sjáv- armál, en f jöllin báðum megin skarðsins voru þó helmingi hærri. Flugvélin lét mjög illa, vegna mikils uppstreymis, eins og skip í stór- sjó. Hættulegri var þó þokan, sem hvíldi yfir dalnum mikla, handan fjallgarðsins. Enn flugu þeir heila klukkustund, ýmist undir eða yfir þokunni. Síðasta áfangann val' flogið lágt yfir breiðu fljóti. Beggja vegna fljótsins var gróður, ákaflega mikill og fjölskrúðugur. Þar var stutt á milli mannabústaða, stráskýla, er voru þakin pálmagreinum. Milli húsaþyrp- inganna og uppeftir hlíðunum voru vel hirtir akrar. Yfir byggðinni gnæfðu hamrar sund- urtættir af skorningum og djúpum giljum. Óðar en flugvélin lenti á fljótinu þusti þar að múgur og margmenni. í Sangrí La eru búsettar yfir 60 þús. manna. Þarna gaf að líta allmarga fulltrúa þeirra. Þeir höfðu margs konar skraut í hárinu, nefhringa, hálsbönd gerð úr kuðungum, kinnar málaðar með rauð- um og bláum leir. Annars voru þeir naktir, en höfðu smurt líkamann með svínafeiti. Vit- að var, að Daníar hafa óljósar hugmyndir um greinarmun góðs og ills, eru óábyggilegir og slægir, miskunnarlausir og hefnigjarnir. Áhöld hafa þeir ekki miklu fullkomnari en steinaldarmenn höfðu. Þegar komumenn höfðu skipað farangri sínum öllum á land, en flugmaður sneri aft- ur með vélina, var manngrúinn allur á bak og burt. Óhugnanleg kyrrð ríkti það, sem eftir var dagsins, líkast því, þegar óveður eða árás er í aðsigi. Daginn eftir sást til mannaferða uppi í fjallshlíðum. Mikill fjöldi karlmanna hafði safnazt saman á hæð einni og bar spjót þeirra við himin. — Þeir gerðu vart við sig á þriðja degi. Þá f jölmenntu þeir og komu jafn skyndi- lega og þeir höfðu horfið hinn fyrsta dag. Þeir báru spjót, 4—5 m löng, boga og örvar, en höfðu þunga steinöx um öxl sér. Foringi einn gaf fyrirskipun. Þá beindu allir spjótum sínum og bogum til jarðar og sögðu: Napp! Napp! Þannig bjóða Daníar gesti velkomna. Þeir voru vingjarnir, en nærgöngulir af ein- LJDSBERINN 67

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.