Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 9
svaraði smiðurinn brosandi, en það var þó enn þá betra, að þú skyldir vera nógu snar- ráður til að senda Maríus heim og klifra sjálf- ur niður og ná Óla. Eins var það gott, að ég átti erindi heim til þín einmitt á réttri stundu. Það hefði orðið nógu erfitt fyrir hana mömmu þína að draga ykkur upp. Þú ert sannkölluð hetja, Leifur! Og það ert meira að segja þú, sem félagarnir í skólanum kalla raggeit. Það er nú öðru nær. Ef þú hefðir ekki verið svona ákveðinn og snarráður, þá hefði Óli drukkn- að, en nú skulum við flýta okkur heim. Óli skelfur eins og hrísla eftir kalda baðið. Þessu næst tók hann Óla í fangið og hljóp áleiðis heim til Óla með alla halarófuna á eftir sér. Móðir Óla varð dauðskelkuð, þegar hún sá smiðinn koma með Óla rennvotan. — Það munaði litlu núna, sagði smiðurinn. Óli datt í pyttinn og þú getur þakkað Leifi, að hann skuli vera lifandi núna. Jæja, annars er enginn tími til að tala um þetta núna. Móð- ir Óla flýtti sér nú að klæða Óla úr fötunum, en smiðurinn hringdi í snatri í lækninn. Skömmu seinna kom læknirinn og rannsak- aði Óla, sem ekki var búinn að jafna sig eftir kalda baðið, en læknirinn gat huggað móð- urina með því, að Óli mundi fljótt verða jafn hress aftur. Að lokum kom sagan um afrek Leifs. — Vel af sér vikið, vel af sér vikið, sagði hann brosandi og klappaði Leifi á kinnina. Þú ert heilmikil hetja, Leifur! Vel af hendi leyst! Þú átt skilið að fá verðlaun. Læknirinn lét ekki heldur sitja við orðin tóm. Hann lét stjórn Carnegiessjóðsins fá vitneskju um af- rek Leifs. Orðrómurinn um afrekið barst fljótt út meðal þorpsbúa, sem töluðu um þetta í marga daga á eftir. Þegar Leifur kom í skólann næsta dag, bað Lund kennari hann um að koma upp að kennaraborðinu, klappaði honum á öxlina og sagði út yfir bekkinn: — Þið vitið öll hvað Leifur hefur gert, það þarf ég ekki að segja ykkur. Aðeins eitt ætla ég að segja: Leifur er hetja. Frá þessum degi stríddi enginn Leifi. Nokkrum mánuðum seinna var Leifur aft- ur kallaður upp að kennaraborðinu til Lunds kennara. Lund hélt á bréfi í hendinni og sagði eftirfarandi orð: Börnin syngja Ég er lítill drengur, en ég verö máske stór. Eg vil ganga á fjöllin, þótt landiö hylji snjór. En eitt er bezt aö vera og eignast það sem fyrst. ÞaÖ er Guösbarn og trúa á Drottin Jesúm Krist. Ég er lítil stúlka, og ég á fínan kjól. Eg fer út aö hlaupa, er blómin skreyta hól. En eitt er bezt aö vera og eignast þaö sem fyrst. ÞaÖ er Guðsbam og trúa á Drottin Jesúm Krist. Drottinn gefur blómin, og Drottinn gefur snjó, Drottinn veitir mönnunum gleöi og sálarró. Þaö gleöur mest mitt hjarta, aö Guö er faöir minn, og GuÖssonur minn bróöir og eini frelsarinn. Guðrún GuÖmundsdóttir frá MelgerÖi. -_______________________________________/ Fyrir allmörgum árum bjó í Ameríku rík- ur maður að nafni Carnegie. Hann stofnaði verðlaunasjóð fyrir fólk, sem vinnur afreks- verk. Úr þessum sjóði er Leifi Knutsen út- hlutað 400 kr. vegna þess, hve snarráður hann var að láta sækja hjálp, þegar Óli Bæk- gaard féll í vatnið, enn fremur vegna þess, að hann hafði hugrekki til að klifra fram af brúninni til að bjarga Óla. Næst las kennar- inn upp bréfið frá Carnegiessjóðnum og lauk svo máli sínu á þessa leið: „Þið vitið vel öll saman, hvað mér fellur verst. Það er stríðni og að uppnefna aðra. Ó, hve okkur mönnun- um skjátlast oft hrapallega, þegar við dæm- um aðra. Dómar okkar geta verið svo fjarri lagi, að sá, sem við teljum raggeit, getur í raun og veru verið hetja. Munið eftir því!“ Kennarinn lagði hendina mjúklega á koll- inn á Leifi. LJDSBERINN 73

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.