Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 13
r vinur Scu^a e^tir Jall Æo'/ Sannur L___________________________ — Gunnar, gætir þú ekki tekið hann Óla Smidt svolítið að þér? — Mig langar ekki mikið til þess, mamma, svaraði Gunnar. Óli er svo leiðinlegur strák- ur, og þar að auki er hann heigull. — Ég vildi mjög gjarna, að þú reyndir. Ég fór að tala við mömmu hans af tilviljun, — þau eru nýlega flutt hingað, og þá kom í ljós, að frænka hennar var bezta vinkona mín. Mamma hans sagði, að sér þætti mjög leitt, að hann gæti ekki almennilega samlagazt börnunum í skólanum. Ég vorkenndi drengn- um, hann er svo grannur og feimnislegur út- lits. Og svo datt mér í hug, að þú gætir ef til vill — ja, orðið vinur hans. — Huh, svona mömmudrengur, hann hef- ur auðvitað kjaftað frá því heima, að enginn nennti að leika sér við hann. — Það veit ég ekki. En mér finnst líka, að þú hefðir sjálfur gott af að eignast regluleg- an vin. — Ég á nóga vini, ég er vinur þeirra allra. — Já, ég hef einmitt tekið eftir því. Þú ert víst eins konar foringi þeirra, en áttu það, sem ég kalla reglulegan vin? — Ne-ei, ég kæri mig ekkert um það. — En ég held, að það sé misskilningur. Ég vildi, að þú ættir einhvern, sem þú kallaðir „bezta vin“ þinn, sem þú gætir tekið almenni- lega að þér -—- þú, sem ert svo stór og sterkur. Gunnar hugsaði sig svolítið um. — Jæja, ég skal þá gera það, úr því að þér er svona umhugað um það, mamma. Gunnar efndi líka loforð sitt, þótt honum þætti ekki gaman að því. Hann fann á sér, að Óli væri hræddur við hann. Að minnsta kosti var hann svo feiminn og kjánalegur, að það var ekki vitund gaman að hafa saman við hann að sælda. En svo gerðist dálítið, sem olli því, að hann hafði blátt áfram þörf fyrir Óla. Lárus ____________________________________________J gamli fiskimaður ætlaði að fara í silfurbrúð- kaup í höfuðborginni, og þar sem honum geðjaðist vel að Gunnari, bauð hann honum að lána honum bátinn sinn þennan vikutíma, sem hann yrði fjarverandi. — Ég treysti þér, af því að þú ert skyn- samur drengur, en þú skalt ekki segja það of mörgum. Margir hinna strákanna eru svo miklir ærslabelgir, og ég vil ekki láta eyði- leggja bátinn minn, þó að ég noti hann mest mér til skemmtunar. — Ég skal gæta hans vel, sagði Gunnar. Hann var ákaflega glaður yfir að hafa bátinn, og nú gat hann í raun og veru sjálf- ur haft gleði af vináttunni við Óla. Hann hafði blátt áfram þörf fyrir hann, því að það var gott að hafa einhvern með til þess að gæta að stýrinu, þegar hann hafði seglið uppi, eða að árunum, þegar hann var að veiða. — Heyrðu, Óli, sagði hann, ég ætla að segja þér dálítið, en þú mátt ekki segja það einum einasta manni. — Ég skal ekki gera það, sagði Óli hálf- skelkaður. Svo sagði Gunnar honum frá bátnum, og Óli varð frá sér numinn af hrifningu. — Ég get vel gætt að stýri, sagði hann hreykinn. Því að þar, sem við bjuggum áð- ur, höfðum við bát, og ég fór oft út með pabba. Ég get líka róið svolítið. — Það er ágætt, þá þarf ég ekki að kenna þér það, sagði Gunnar ánægður. Hann langaði mjög til þess að segja móð- ur sinni, hve lánið léki við hann, en hann gerði það ekki. Það gat viljað til, að hún talaði af sér, svo að það var bezt að þegja. — Það eru aðeins við tveir, sem vitum það, Óli, bætti hann við. — Og ég skal ekki segja neinum það, þú mátt reiða þig á það, sagði Óli aftur. Báðir drengirnir tóku þetta mjög hátíð- lega, og Óli var að springa af monti yfir því LJ QSB^RINN 77

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.