Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 14
að eiga svona mikilvægt leyndarmál með Gunnari, sem hann dáði svo mjög. Bátur Lárusar fiskimanns lá þannig, að það var hægt að taka hann, án þess að nokk- ur yrði þess var. Hann var í svolítilli vík, rétt við húsið hans, sem stóð eitt út af fyrir sig nokkurn spöl fyrir utan bæinn, og það var sjaldgæft, að nokkur færi þar hjá. Fyrstu tvo dagana gekk þetta líka ágæt- lega. Það kom í ljós, framar öllum vonum, að Óli var góður að stýra. Og í annað skiptið, sem þeir fóru út, brugðu þeir sér út í Skóg- arhólmann. Það var lítil eyja, sem var alveg úti í fjarðarmynninu. En þar var fjörðurinn svo breiður, að það var nær því eins og að vera kominn út á haf. Þangað kom aldrei neinn. Eyjan var vax- in þéttum runnum, og Gunnar hafði lengi hugsað sér, að þarna væri hægt að gera margt. — Við skulum leika Róbinson, sagði hann. Ég vil vera Róbinson, og þú átt að vera Frjá- dagur. Villtu það ekki? — Jú, það vil ég mjög gjarna, sagði Óli ákafur. — Við skulum búa til laufskála til þess að búa í, og við getum áreiðanlega veitt þyrsk- linga hérna úti. Við steikjum þá á báli — Oh, hvað það verður gaman. Óli var yfir sig hrifinn. Þeir höfðu engin verkfæri með sér, en þeir fóru strax að brjóta af greinar. Þeir söfn- uðu visnuðu greinunum saman í bálköst, lif- andi greinarnar ætluðu þeir að nota í skál- ann. Næsta dag tóku þeir með sér verkfæri, sög og tvo beitta hnífa, enn fremur veiði- stöng og færi. Þeir veiddu ekkert þann dag, því að þeir voru önnum kafnir við skála- bygginguna, og verkinu miðaði vel. Óli var allhandlaginn og duglegur að vinna eftir leið- sögn Gunnars. — Ég er mjög glaður yfir því, að þú tókst mig með, Gunnar, sagði hann, ég hef aldrei skemmt mér jafnvel. Gunnar svaraði ekki. Hann kinkaði aðeins kolli. Hann var vel ánægður með Óla, en hann sagði það ekki með berum orðum. — Ef við höfum farið vel með bátinn nú, sagði hann skömmu síðar, getur vel verið, að Lárus fiskimaður láni okkur hann aftur — svona við og við. — Oh, já, bara, að hann vildi gera það, þá gætum við komizt út í skálann okkar, sagði Óli. -----Já, Gunnar hafði í raun og veru ver- ið ánægður með Óla og blátt áfram verið montinn af honum. Þvi að Óli var ekki leng- ur feiminn og kjánalegur í skólanum, og hin- ir drengirnir gátu vel séð, að það var ekkert vitlaust við það að vera vinur hans. Það þurfti ekkert að skammast sín fyrir hann. En svo gerðist nokkuð í leikfimitímanum, sem olli því, að Gunnar breytti um álit á Óla. Það var í fyrsta leikfimitímanum eftir leyfið, því að veðrið hafði verið svo óvenjulega gott þetta sumar, að þeir höfðu haft útiíþróttir, knattspyrnu og handknattleik. Það átti að klifra í köðlum, og drengirnir voru í sjöunda himni af hrifningu. Þegar þeir fyrstu voru uppi í köðlunum, stóðu þeir næstu og biðu með óþolinmæði eftir því, að þeir kæmu niður aftur. Svo kom röðin að Óla. Honum var illa við að klifra, því að hann fékk alltaf svima, þeg- ar hann kom svolítið upp. Hann stóð kyrr og hugsaði sig um. — Jæja, Óli, nú er röðin komin að þér, sagði kennarinn. — Ég hef aldrei klifrað í köðlum fyrr, stamaði Óli, ég hafði frí í leikfimi í tvö ár, af því að ég hef verið veikur. — Jæja, en þá verður þú að æfa þig núna, sagði kennarinn. Óli tók hikandi tökum á kaðlinum. — Átti hann að segja, að hann fengi svima? — Þú ert þó ekki hræddur, hvíslaði Gunn- ar, sem stóð við hlið honum. — Nei, — ég fæ bara svima. — Hvaða bull, — ef þú klifrar ekki upp, verðum við ekki vinir lengur, sagði Gunnar ógnandi. Óli leit örvilnaður á hann. Hann vildi ekki missa vináttu hans. Hann greip utan um kað- alinn og tók að klifra upp. Það gekk allvel, því að hann var handleggjasterkur. — Þetta gengur ágætlega, Óli, sagði kenn- arinn uppörvandi. En svo vildi það til, að Óli leit niður fyrir sig, og í sömu andrá fór allt út um þúfur. Hann svimaði, hann hélt dauðahaldi í kaðal- inn, en hann gat ekki klifrað hærra upp, svo 7» LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.