Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 15
að hann renndi sér niður. Drengirnir skelli- hlógu. — Þorir þú ekki að klifra hærra? sagði einn þeirra með fyrirlitningu í róminum. — Reyndu bara aftur, sagði kennarinn uppörvandi. Óli greip í kaðalinn, en í sama bili fann hann, að honum varð flökurt. — Flýttu þér fram á salernið, sagði kenn- arinn. — Uss, það er bara af því, að hann er hræddur við að klifra, heyrðist sagt í hæðnis- rómi á eftir honum. Þegar Óli var kominn inn aftur, gekk Gunnar til hans. — Úff, hvað þú ert ragur, sagði hann með ískulda í málróminum. — Ég er ekki ragur, stamaði Óli, það var bara — rétt, þegar ég var þarna uppi, — þá fékk ég svima. — Já, þú varðst hræddur um að detta nið- ur. En ég vil ekki hafa svona heybrók með í bátnum. — Ég er aldrei hræddur í bátnum, and- mælti Óli. — Jæja, ekki það! En ég vil nú samt ekki hafa þig með. Óli reyndi ekki að verja sig meira. Það var ranglátt af Gunnari að halda, að hann mundi verða hræddur í bátnum, þó að hann þyldi ekki að klifra, en það var ekkert við því að gera. Óli var mjög óhamingjusamur. Hann hafði verið mjög glaður yfir að vera vinur Gunnars, en nú var því lokið. Það var honum full-ljóst. Gunnari leiddist það líka. Á morgun var nefnilega sunnudagur, og hann hafði gert miklar áætlanir, sem hann hafði einmitt ætl- að að fara að tala við Óla um. Pabbi og mamma Gunnars ætluðu að fara í eitthvert fjölskylduboð, og hann mátti velja á milli, hvort hann vildi heldur fara með þeim eða vera einn heima. Hann hafði kosið að vera heima, því að mamma hans ætlaði að smyrja handa honum í stóran nestisböggul, og kvöld- mat gat hann annað hvort fengið hjá föður- systur sinni eða móður Óla. — Hann gat komið og farið á báðum stöðum, alveg eftir geðþótta. Það hefði getað orðið mikill hátíð- isdagur fyrir hann og Óla, og þeir hefðu getað LJPBBERINN gert mikið úti í eynni. Nú yrði það alls ekki eins, ef hann væri einn. En það var ekkert við því að gera, og á sunnudagsmorguninn lagði hann af stað með nestisböggulinn sinn. Það var bezta veður, og hann tók með sér veiðarfæri. Þar sem Óli var ekki með, varð hann að veiða úr landi, og það var gremjulegt, því að líkurnar fyrir veiði voru ekki eins miklar. Hann gat ekki heldur notað seglið, heldur varð hann að róa þangað út á móti straumi í stað þess að sigla beitivind með Óla við stýrið. Úff, hvað hann gat verið reiður út í hann! Gunnar batt bátinn þar, sem hann taldi vera góðan veiðistað. Ef hann veiddi eitthvað, ætlaði hann að steikja einn eða tvo fiska á báli, þá hefði hann nógan mat fyrir allan daginn og þurfti ekki einu sinni að fara til föðursystur sinnar fremur en hann vildi. Hann settist niður með veiðistöngina sína og var svo heppinn, að fiskur beit fljótlega á hjá honum. Tíminn leið, og allt í einu fann hann, að hann var orðinn glorhungraður. Hann leit á armbandsúrið sitt og sá, að klukk- an var orðin yfir 12, svo að það var ekkert undarlegt. Það var indælt nesti, sem mamma hafði látið hann fá, og þegar hann hafði lok- ið við að snæða, lagðist hann endilangur og starði upp í bláan himininn. Klukkan var ekki meira en eitt, og hann hafði ágætan tíma til þess að halda áfram byggingu skál- ans. Eiginlega allt of góðan tíma. Það hefði verið ágætt að hafa einhvern til þess að tala við um hlutina. Það var eiginlega reglulega heimskulegt af honum að hafa nokkurn tíma haft Óla með sér hingað út, því að hann hefði aldrei sakn- að þess, ef hann hefði aldrei vanið sig á það. Jæja, það dugði ekki að ergja sig yfir því. Nú ætlaði hann að fara niður að bátnum og róa til skálans. En þegar hann kom niður að sjónum, gat hann ekki komið auga á nokkurn bát! Fyrst vildi hann ekki trúa því, en brátt varð hon- um ljóst, að hann var í raun og veru horf- inn. Hann skildi ekki, hvernig það hafði get- að viljað til, en ef til vill var það af því að greinin, sem hann hafði bundið hann við, hafði ekki verið nógu sterk og hafði brotnað við það, að vindurinn eða straumurinn hafði kippt í bátinn. Það var allhvasst, og straum- 79

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.