Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 19
honum, aS bíllinn mundi þá og þegar velta Það var víst óþarfa hræðsla. Það hlýnaði í lofti eftir því, sem neðar dró. Abebe þurfti ekki lengur á ullarteppi að halda, en Steinn fór úr jakkanum. Það tók þá fulla klukkustund að aka niður í dal. Steinn fór að hugsa um hvernig þeim mundi ganga að aka upp þennan bratta veg á heim- leiðinni. — Heldur þú, Beljato, að bíllinn dragi upp þetta brattan veg? spurði hann. — Því ekki það, ef hann vill, svaraði Bel- atjo. Niðri í dalnum var mikill og óhrjálegur gróður. Hér og þar gnæfðu risatré. Meðfram ánni sums staðar var talsverður skógur. Trjá- krónurnar slúttu yfir veginn og strukust við bílþakið. Bíllinn snarstanzaði. Þeir voru komnir að ánni. Þetta var ekki sú smáspræna, sem kristni- boðinn hafði haldið, heldur á að minnsta kosti tíu metra breið. Hún virtist ekki vera djúp, þó var ekki hægt að dæma um það með nokkurri vissu. Vatnið var mórautt. — Hvað getum við nú tekið til bragðs? spurði Steinn. — Við verðum að reyna að göslast yfir, svaraði Belatjo drýgindalega. Hann jók hraðann áður en hann ók út í ána. Vatnið gusaðist út frá hjólunum. Bíllinn var hár og því ekki mikil hætta á, að vatnið næði upp í vélina. Þeir nálguðust óðfluga bakkann hinum megin. Þá sökk bíllinn í leðju og stöðvaðist. Vélin var þó í gangi, en afturhjólin spóluðu í leðjunni. Belatjo stöðvaði vélina. Þeir urðu að fara út úr bílnum og reyna að ýta honum til lands. Vatnið í ánni var nánast volgt. Þeir reyndu að lyfta bílnum að aftan og ýta honum áfram. Þeir tóku á af öllum kröftum. Svitinn bogaði af þeim, en það var engu líkara en að bíllinn væri fastur við árbotninn. Hann hreyfðist ekki. — Við skulum ná í trjágreinar, sagði Steinn, og leggja þær undir bílinn, þá spólar hann ekki. Þetta var reynt. Belatjo setti vélina í gang. Abebe og Steinn ýttu, en allt kom fyrir ekki. Belatjo kom aftur út úr bílnum. LJÓSBERINN Freygátan Nú sjáið þið mynd af glæsilegri freygátu, en hún er frá átjándu öld. Þetta voru her- skip þeirra tíma. Það var tignarlegt að sjá þessi fagurbúnu skip sigla fyrir fullum segl- um. En það voru líka hörð átök, er þeim lenti saman í orustum, og mörg glæsileg freygáta brann þá upp eða sökk á hafsbotn. — Hann vill ekki, umlaði hann og þurrkaði af sér svitann, óð til lands og settist á ár- bakkann. — Hvernig eigum við nú að fara að? spurði Steinn. Honum þótti í óefni komið. Hann og Abebe settust hjá Belatjo. Þeir voru renn- votir og forugir upp fyrir kné. — Við verðum að bíða hér, sagði Belatjo. Ef til vill kemur einhver fljótlega þessa leið og hjálpar okkur. — En ef enginn kemur, þá verðum við að skilja bílinn eftir og ganga alla leið heim aftur, anzaði Steinn. — Við höfum ekið í margar klukkustundir. Við mundum ekki ganga alla þá leið á skemmri +íma en þremur dögum. Við því var ekkert að gera. Þeir fóru að borða nestið sitt. Belatjo hallaði sér síðan aftur á bak, hvíldi höfuðið á trérót og sofn- aði. Steinn og Abebe sátu hljóðir, horfðu út á ána og hlustuðu á fuglasöng í trjákrónunum. Loðnir apar klifruðu milli greina, földu sig í laufinu, en löng róa hékk niður úr því og 83

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.