Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 22
♦ TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTVMR ♦ Dúfnamjólkin. Það var kominn nýr drengur í búðina. Hann var samvizku- samur, en ákaílega feiminn. Einn af búðarsveinunum hafði gaman af að leika á hann. Dag nokkurn fékk hann honum fimmtíu króna seðil og sagði: — Farðu fyrir mig til fugla- salans og keyptu fyrir fimm krónur dúfnamjólk. Ég nota hana handa gullfiskunum min- um. Afganginn af peningunum kemurðu með aftur. Þegar drengurinn kom aftur, var eigandi verzlunarinnar sjálfur að tala við búðarsvein- inn. Drengurinn lét það ekki á sig fá. Hann gekk beint til hans, rétti honum lítið búr og sagði: — Ég átti að skila til þin kveðju frá fuglasalanum og segja, að þér væruð víst sjálf- ur vanur að mjólka dúfurnar. Peningarnir stóðu heima. Allir hlógu dátt, nema búðar- sveinninn! Spumingar 1. Snýr táin á ítalska stígvél- inu í austur eða vestur? 2. Hvers vegna er smjör gul- leitara á sumrin en vetuma? 3. Hvort er ódýrara fyrir þig að bjóða tveim vinum þín- um með þér í einu í ferðalag eða í sitt hvort skipti? 4. Hvar hefurðu næmasta til- finningu — á gómunum, tungubroddinum eða iljun- um? 5. Ef læknirinn þinn lætur þig fá þrjár pillur, sem þú átt að taka inn með hálftima millibili, hve langur tími líður þá þangað til þú ert búinn með þá síðustu? Orðaþraut Hér sérðu myndflöt, sem bú- inn er til úr bókstöfum. Niður eftir miðjum fletinum má lesa orðið ,,Ljósberinn“. f stað x- anna á að setja nýja stafi svo að fram komi orð, er þýða: 1. Á svuntu slátrarans. 2. Úr- gangsmálmi. 3. Fer ekki i skól- ann. 4. Söngrödd. 5. Venjulega taldir fyrstir. 6. Á andliti þínu. 7. Ávaxta. 8. Kökur, bakaðar í feiti. 9. Húðunum. 10. Kletta- brúnin. 1. BxxxxLxxxxR 2. Sxxx Jxxxl 3. SxxÓxxx 4. B x S x x 5. x B x 6. x E x 7. x x R x A 8. xxx IxxR 9. SxxxNxxxM 10. SxxxxNxxxxN Orðmyndun úr samstöfum Þessi þraut er í því fólgin að mynda orð úr þeim samstöfum, sem fyrir hendi eru. Um leið og hvert orð er myndað, er strikað yfir þær samstöfur, sem fara í orðið. Dæmi: ar-brcið- gunn-herð-i-sörl-u. Myndið úr þessum samstöfum: 1. Fjall 2. Hestsnafn 3. Karlmannsnafn. Svar: 1. Herðubreið (úr herð-u- breiði 2. Sörli (úr sörl-i) 3. Gunnar (úr gunn-ar.) Leysið á sama hátt þrautirnar hér fyrir neðan. A) an-an-ar-as-as-án-des-e-es fil-hann-her-i-í-i-jó-klóp-mon-ó -sak-stef. — Myndið úr þessum samstöfum 7 karlmannsnöfn úr Nýja testamentinu. B) ar-ar-auð-gunn-grím-hall- hrafn-i-i-i-ill-ing-ing-hár-kell- mund-ólf-skall-ur-ur-ur-ur-ur. — Myndið úr þessum samstöfum 10 nöfn karla og kvenna úr Islendingasögunum. Nú reynir á kunnáttu ykkar í Nýja testamentinu og forn- sögunum! Talnaþraut I',ærið þessar tölur til, þannig að samanlögð útkoma þeirra í hverri röð verði 52, hvort sem lagt er saman lóðrétt, lárétt eða horna á milli. (Fimm tölur eiga alltaf að vera i hverri röð.) 6 12 12 6 6 12 7 6 6 13 13 13 7 7 7 13 14 7 12 12 13 14 14 14 14 Bréfaskipti Margrét Jóhanna Guðmunds- dóttir, Klaparstíg 16, Ytri- Njarðvík (11—13 ára.) Brynja Árnadóttir, Suðurgötu 16, Keflavík (12—14 ára.) Svör við krossgdtu 3 Lárétt: 1 Haddi, 6 sat, 8 il, 10 ís, 11 Guðmann, 12 G. S., 13 ná, 14 fró, 16 hækka. LóÖrétt: 2 ás, 3 Danmörk, 4 DT, 5 Sigga, 7 asnar, 9 lús, 10 inn, 14 fæ, 15 ók. Svör ss ze ze ze ze ze = si l n 9 zi ze = zi n 9 sx L ze = 9 zi L fl sx ze = L 9 si si n ze = II 81 ZI L 9 •j.nvj.c[vuivx — -iiaJi -ujbjh ‘jnuiuSenmis ‘Jeuuno ‘uy ‘jnjioSÚi ‘jngny ‘jngajj -n^H ‘?J?H ‘IIíSH (3 — ‘upjais ‘SBUB5IBS ‘idOJH ‘SOUUBpOJ ‘sapojOH ‘uouiaijH ‘sniueuv (V -mw/písmns jn unpuftuiQjo — -ue -qqiuuiojs '01 umunuui5js '6 Ju -u?9DI '8 uCjoh 'l joh -g oqy '9 issuh 'f jndoj5js 'g ujbCbjos 'Z Jiuoiqqoia -J ■pm.ulnQJO — 'IUIIJ -n5i5ini5i uuia -g — -uinuippojq -nSunj y y — -uejipCs Siq juAj jbasiaj ngjoq gn ngjijjjÁd sju -uuy -tuuis nuia jecj Qoui uiioaj Ugofq QB BJBjApO JO gB<J ‘g — -jBuuijnjiaq bu§oa ejejiannS ja jqCmsjnúms 'Z — unjsaA I -j — :iunBumMids gia J-gag d-jóílerlnn -------------------- Bama- og unglingablað með mynd- um. Kemur út sem svarar einu sinni í mánuði, þar af tvöfalt sumarblað og þrefalt jólablað, samlals 172 síður. Ritstjóri cr Ástráður Sigurstein- dórsson, skólastjóri. Formaður útgáfustjórnar er ólafur ólafsson, kristniboði, Ásvallag. 13, sími 3427. Afgreiðslumaður er Guð- mundur Agnarsson, Bjarnarstíg 12, sími 2538. Utanáskrift blaðsins er : Ljósberinn, Póstli. 276, Rvík. Áskriftargjald er kr. 30,00. Gjalddagi eftir útkomu fyrsta blaðs ár hvcrt. Prentaður í Félagsprentsm. h.f. ________________________________/ S6 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.