Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 6
ins, Vigga, — hann er kannski ekki sofnað- ur enn? — Það er ófært, varð henni að orði, því að henni hálfgramdist þessi einkennilega fram koma gamla mannsins. Óróleiki hans fór vaxandi og loks greip hann allt í einu í hendi Kötu og sagði: — Barnið mitt, elsku barnið mitt, komdu með drenginn til mín, — ég skil ekkert í þessu, — en ég er eitthvað svo eirðarlaus og órólegur hans vegna, mig langar svo ákaft að fá hann hingað til mín, að ég ræð ekki við það. Það sló þögn á alla og ónotakennd fór um þau. — Hvað var að afa? — Sæktu barnið, sæktu barnið! þrábað gamli maðurinn í mikilli geðshræringu og með skelfingu í augunum. Kata spratt upp, gripin óskiljanlegum ótta, en Hanni og Vigga gátu sig ekki hreyft og botnuðu ekki í neinu. Þá var þögnin samstundis rofin með því að úr herberginu fyrir innan barst gröm og svefnþrungin rödd: — Kaja, Totti vill tofa . . . Svo heyrðu þau fortölur Kötu og loks dá- lítinn glaðan hlátur, og samstundis kom litli snáðinn í ljós, labbandi berum fótunum, beina leið til afa síns, brosandi með stírurnar í augunum. Kata vafði sjali um beru fæturna og dreng- urinn kom sér vel fyrir í fangi afa síns. En í sömu svifum heyrðist hávær dynur innan að úr herberginu. Faðir þeirra hrökk upp af móki sínu og spratt upp úr ruggustólnum. — Hver ósköp ganga nú á? Hin fölnuðu upp, en héldu þó kyrru fyrir. En svo spruttu þau upp og héldu á eftir föður sínum til herbergisins. Hvað mætti augum þeirra? Herbergið vra fullt af ryki, svo að varla sáust handa skil. Rúmið, sem litli bróðir hafði sofið í, var ósýnilegt. Gamalt og feysk- ið múrloftið í herberginu hafði sprungið frá og hrunið niður með grind og öllu saman, og grafið rúmið í rústunum. Allir stóðu þarna nokkur andartök orð- lausir með spenntar greipar, skelfdir og for- viða. Loks gat afi ekki orða bundizt, en mælti af svo miklum hátíðleik og alvöruþunga, að það snerti þau öll: — Komið og krjúpið öll á kné samstundis. Hvers hönd hefur verið hér á meðal vor? Hvers rödd var það, sem rak mig hingað og veitti mér enga ró fyrr en barnið hvíldi óhult í mínum gamla faðmi? -—- Ó, þú mikli, al- máttugi Guð, mikil eru undraverk þín, — mikil er náð þín. Við þökkum þér, lofum þig og vegsömum. Kata sat úti í horni, föl og skjálfandi. Hafði Guð sent engil sinn til að bjarga litla bróður? Eða var það hans eigin hendi — hans eigin máttuga hönd, sem bjargaði hon- um? Þetta var svo undarlegt — svo furðulegt, að um annað varð ekki hugsað. Nágrann- arnir ruddust að til að sjá og heyra um þennan undra atburð. En það skeði fleira undarlegt þetta kvöld. Áhyggjum Kötu litlu, sem hún barðist við síðan um kvöldið, er þeir áttust við Hanni og afi gamli, var nú létt af henni. Nú var hún viss um að stóri bróðir hennar var orð- inn samur og hann áður var, — ef til vill af djúpsærri alvöru en áður. Hann trúði nú á lifandi Guð, — um það þurfti hún ekki að efast lengur. Hún sá það greinilega í aug- um hans, er hann stóð við rúm litla bróður síns og horfði á eyðilegginguna. Hún sá hann þakka Guði. Afi og Hanni áttu langt samtal í einrúmi og það var auðsætt að Hanni tók öllum ámin- ingum gamla mannsins, er þeir kvöddust að skilnaði. Þegar stóri bróðir rétti Kötu hendina að skilnaði í kveðjuskyni, gat hún ekki að sér gert að þjóta upp um hálsinn á honum og þrýsta honum að sér, því að henni fannst eins og hún hefði endurheimt bróður sinn á sérstakan hátt. Nú mundi Hanni væntanlega aldrei efast um Guð, er honum yrði hugsað til undur- samlegrar björgunar litla bróður, og minnt- ist þess, hvernig Guðs máttuga hönd bjarg- aði honum. 94 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.