Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 9
geymi, sem snerist, og svo var hægt að skjóta með henni að minnsta kosti hundrað skotum í röð. — Ég hef bara engar hvellhettur! sagði Árni. Síðan bætti hann við, eins og hann hefði lesið hugsanir Leifs: — Ég fékk hana senda frá frænda mínum í Ameríku! Leifur var í huganum kominn langt burt frá Árna. Hann var í tryllingslegum bardaga við hundruð Indíána, en vegna þessarar hrað- skota-byssu, gat hann bjargað sér. — Viltu kaupa hana? spurði Árni skyndi- lega. — Þú getur fengið hana fyrir þrjátíu krónur. Það er mjög ódýrt! Þú getur séð, að hún er næstum því ný, og hún kostar að minnsta kosti hundrað krónur. En það verður að vera í dag, því að á morgun verður hún eflaust farin! Ég vil fá peningana strax. Þú getur komið hérna í kvöld og sagt annað- hvort af eða á! Á leiðinni heim var Leifur að leika sér að nýja vasahnífnum, sem honum hafði áskotn- azt svona auðveldlega og skyndilega, en hug- urinn snerist um skammbyssuna. Ó, hve hann langaði mikið til þess að eiga svona vopn. Ó, hve hann mundi geta leikið sér með það úti í garðinum! Læðast hljóðlega að Indíána- herbúðunum og svo . . . ! En hann átti ekki þrjátíu krónur. Hann fékk tíu krónur í vasa- peninga á viku, ef hann mundi eftir að inna af hendi smáskyldustörfin heima, að gefa hænsnunum hreint vatn, safna inn eggjun- um, fóðra kanínurnar og því um líkt. Það kom ekki til greina að fá peningana lánaða. Hann mundi fá eindregið nei. Leifur var niðursokkinn í hugsanir sínar, er hann beygði inn í trjágöngin, en nam allt í einu staðar, starði niður fyrir sig og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Fyrir framan hann, í hjólförunum eftir stóru dráttarvélina, lá spánný, brún leður- budda. Leifur tók hana upp. Alveg ný, mjúk og angandi leðurlykt. Iiann horfði lengi á hana, áður en hann opnaði hana. í henni var hundrað-krónaseðill, og þrír tíu króna seðlar. Hundrað og þrjátíu krónur samtals! Hugsanirnar þyrluðust um í höfði Leifs! Hundrað og þrjátíu krónur! Skammbyssan? Nei, því að maður má ekki eiga það, sem mað- A ÖLDUM HAFSINS II____________ _____________ Þessi einkennilegu skip sjást oft á siglingu við Sulueyjar á Filippseyjum. Það, sem vekur mesta furðu, eru hin geysi stóru segl, sem oft eru ákaflega litskrúðug. Skipin eru útbúin með einskonar flotholtum á bæði borð svo að þau hvolfi ekki. Á slíkum skipum sem þessum silgdu sjóræningjar áður fyrr á milli eyjanna og rændu og rupluðu. Nú sigla þau friðsöm til mikils augnayndis fyrir áhorfendur. ur finnur. Það á að skila því til lögreglunnar. Já, en ef hann fengi nú lánaðar tuttugu krón- urnar, þá gæti hann keypt skammbyssuna af Árna, og þegar hann hefði unnið sér inn pen- ingana eftir tvær vikur, gæti hann skilað buddunni með góðri samvizku? Hann stakk buddunni hægt niður í buxna- vasann og gekk mjög hugsandi upp að býlinu. Faðir Leifs var ekki heima, og móðir hans var önnum kafin við að sjóða niður plómur, svo að Leifur komst óáreittur inn í herbergi sitt. Hann fleygði sér á rúmið sitt og sökkti sér alveg niður í drauma um skammbyssuna dásamlegu. — Hvers vegna ekki að nota tækifærið? var hvíslað í eyru hans. — Þú hefur pening- ana, pabbi er ekki heima, mamma á annríkt, og eftir tvær vikur getur þú látið peningana í budduna aftur. Það er ekki þjófnaður! Leifur spratt á fætur, og honum fannst buddan vera logandi heit við lærið á sér. Svo læddist hann út gegnum garðinn og tók á rás áleiðis til Árna. — Hefur þú peningana? spurði Árni efa- blandinn og smellti ákaft með gikk skamm- byssunnar. Leifur ætlaði að svara, en fann einhvern kökk í hálsinum, sem hann varð að kyngja LJDSBERINN »7

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.