Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 13
Steini lá við gráti. Böndin særðu hann á úlnliðum og öklum. Ræningjarnir horfðu glottandi á hann og Abebe. Þeim mun hafa fundizt fyrirsátin vel heppnuð. Foringinn var höfði hærri en allir hinir. Hann talaði á máli, sem Steinn skildi ekki orð í. Hann var hörkulegur á svip og eins og væri hann til með að kveða upp dauðadóm yfir föngunum tafarlaust. Hvað átti nú að verða um þá? Ætluðu ræningjarnir ef til vill að hrinda þeim fyrir björg, en hirða bílinn? Varla hefðu þeir bund- ið drengina, ef þeir hefðu haft það í huga. Fangar í fjötrum. Eftir stundar bið voru þeir lagðir af stað inn til fjalla. Ræningjar höfðu hesta og múl- asna til reiðar, en sumir gengu. Böndin höfðu verið leyst af fótum Steins og Abebe, síðan voru þeir bundnir aftan í múlasna. Þeim var erfitt um gang, en á eftir þeim gekk maður með svipu á lofti og hikaði ekki við að slá í þá, ef honum þótti þess með þurfa. Götutroðningarnir voru víða brattir og grýttir. Þeim fannst miklu erfiðara að fóta sig og halda jafnvægi, af því að þeir voru með hendur bundnar á bak aftur. Steini fannst stundum þetta vera Ijótur draumur, en sárs- aukinn undan böndunum var þó miskunnar- laus veruleiki. Hann hafði verið heima hjá foreldrum sínum daginn áður, nú gekk hann bundinn aftan í múlasna eins og þræll. Ræningjaforinginn reið fremstur. Hann hafði margar skammbyssur í belti sér, að öðru leyti var enginn munur á honum og fé- lögum hans. Þó voru þeir ólíkt búnir. Sumir voru í nokkurs konar einkennisbúningi og með riffil um öxl sér. Aðrir voru vopnaðir sverði og spjóti og höfðu shamma á herðun- um. Þeir, sem riðu, urðu að bíða öðru hverju eftir þeim, sem fótgangandi voru. Ræningjarnir töluðust við í hálfum hljóð- um. Foringinn þaggaði niður í þeim, þætti honum þeir gerast háværir. Þegar Steinn ætlaði að reyna að tala við Abebe, fékk hann svipuhögg svo kröftugt, að hann gerði ekki aðra tilraun. Belatjo hafði ekki orðið þeim samferða. Foringinn hafði fengið honum bréfmiða. Síð- an fór hann inn í bílinn og þrír ræningjar með honum. Þeir sneru bílnum og óku allt hvað af tók niður fjallshlíðina. Ekki hafði Steinn heyrt eða skilið hvað þeir ræddu um, þegar þeir voru að leggja af stað. Hann gizk- aði á, að á bréfmiðanum væru skilaboð, sem Belatjo væri sendur með til föður hans. Það gladdi hann. Hann vissi, að faðir hans mundi einhver úrræði hafa, fengi hann að vita, hvernig komið var fyrir drengnum hans. Hann vissi ráð við öllu. Ef til vill fengi hann lögregluþjóna frá höfuðstaðnum, Addis Abeba, eða nágranna sína til að leita uppi ræningj- ana og berjast við þá. Steinn var aðframkominn af þreytu. Honum fannst eins og hefði hann gengið stanzlaust í marga daga, þegar þeir loksins staðnæmd- ust á lækjarbakka til að kasta mæðinni. Hest- ana og múlasnana bundu ræningjarnir við tré. Steinn fleygði sér út af í grasinu. Einn ræn- ingjanna hagræddi honum lítið eitt og færði honum og Abebe vatn að drekka. Annar færði þeim indjerabrauð og mataði þá á því, en þeir voru bæði þyrstir og svangir. Ræningjarnir settust og fóru að borða. Þeir töluðu mikið og voru í góðu skapi. Þeim fannst eflaust mikið til um heppni sína. En Steinn gat ekki skilið, hvaða tilgang þeir höfðu með að taka hann og Abebe með sér. Það var skammt á milli þeirra, drengjanna, þar sem þeir sátu. Þegar maðurinn, sem átti að gæta þeirra brá sér frá, hættu þeir á að reyna að talast við. — Getur þú skilið, hvað þeir eru að tala um? hvíslaði Steinn. — Já, en við látum ekki bera á því, svar- aði Abebe, án þess að líta við. Hann talaði svo lágt, að við lá, að Steinn heyrði ekki til hans. — Hvert fara þeir með okkur? — Upp á Mokóla. Þar hafa þeir aðsetur, að ég held. Steini varð ekki um sel. Átti nú að fara með þá upp á anda-fjallið? — Ók Belatjo heim aftur? — Já. Þegiðu! Varðmaðurinn kom aftur til þeirra. Hann var með svipu á lofti og var hörkulegur á svip. Framhald. LJDSBERINN 101

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.