Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 5
ögninni af eldsneyti sínu, kveður framhlut- ann og sleppir taki sínu á honum. Nú kemur til kasta fremsta hlutans. Hann geymir sjálft tunglið. Ekki má hann sleppa því strax. Hann verður fyrst að auka hraðann til muna. Hann herðir því flugið, og nú æðir hann í lárétta stefnu með rúmlega 26 000 km hraða á klukkustund, hraðar en nokkurt mannlegt farartæki hefur komizt til þessa. Nú eru um 10 mínútur liðnar frá því, er flugið hófst á jörðinni. Stundin er komin, þegar tunglið á að segja skilið við farkost sinn að fullu og öllu og ferðast upp á eigin spýtur. Framhluti eldflaugarinnar sleppir því, og það geysist áfram. Það er eins og eldflaugin eigi bágt með að sjá af því svona aleinu út í geymnum, svo að það fylgir því eftir um stund. En sennilega dettur það fljótt niður aftur. Tunglið er nú komið á braut sína umhverf- is jörðina, — ef allt gengur að óskum. Hrað- inn hefur ekki minnkað. Það tekur það vart meira en IV2 tíma að komast einn hring um- hverfis jörðina. Ef við hugsuðum okkur, að við sæjum það koma upp í vestri, væri það horfið bak við sjóndeildarhringinn í austri eftir 10—20 mínútur. — Það er raunar enginn möguleiki á því að sjá það frá jörðu. Það yrði álíka auðvelt og að greina golfkúlu, sem hent yrði úr þrýstiloftsflugvél, sem væri í 00 000 feta hæð. En vísindamennirnir sætta sig ekki við að geta ekki fylgzt með ferð- um þess, þannig að þeir sjái það. Þeir hafa því smíðað nýja myndavél, sem nær mynd- um af hlutum í órafjarlægð. Hún á að vera eins og auga, sem lítur eftir tunglinu litla á braut sinni. Og svo eru það öll mælitækin og útvarpsviðtækin, sem komið hefur verið upp allvíða á jörðinni og getið var um hér að íraman. Þau eiga að taka á móti skilaboðum frá tunglinu. Þegar tunglið er komið svona langt frá jörðinni og hraðinn er orðinn svona mikill, hefur það tilhneigingu til þess að yfirgefa hana alveg og hendast út í geyminn. En jörð- in er ekki á því að sleppa því að fullu. Hún togar í það af öllum kröftum með aðdráttar- afli sínu, og vona vísindamennirnir, að henni takist að halda því í skefjum. svo að það víki ckki af braut sinni. Hversu lengi tekst jörð- inni það? Um það vilja vísindamennirnir LJDSBERINN engu spá. Það getur orðið aðeins ein vika — eða jafnvel nokkur ár. Það er hugsanlegt, að eitthvert tækjanna bili. Einnig getur farið svo, að jörðin togi í það af of miklum krafti, svo að það komist inn í gufuhvolfið. En þá er voðinn vís. Þá verða örlög þess hin sömu og annarra hnatta, sem koma of nálægt jörð- unni: Það brennur upp vegna núnings lofts- ins. Við skulum nú samt vona, að jörðin verði ekki allt of ströng í ,,uppeldi“ sínu og eftir- liti, svo að tunglið fái ráðrúm til þess að gegna hlutverki sínu. Vísindamennirnir hafa þegar smíðað stærri hnetti, sem þeir ætla að senda af stað, ef vel tekst til með tunglið. Þá langar til þess að koma einum þeirra í nánd við gamla tunglið, sem hefur lýst okkur á nóttunni í aldaraðir. Karlinn vinur okkar er áreiðanlega orðinn einmana og hefði gaman af að komast í góðan félagsskap. Ef góð kynni verða með honum og þessum gerfihnetti og sá síðarnefndi fer að snúast umhverfis karlinn, eru líkur til þess, að hægt verði að greina þá báða í stjörnu- kíki. Karlinn hefur auðvitað alltaf sézt, en vonir standa til þess, að nýi- hnötturinn sjáist líka. Vísindamennirnir vona, að þeir geti sent gerfitunglið upp í geyminn á næsta ári. Það verður gaman að vita, hvernig þeim tekst þessi tilraun. Sjálfsagt verður sagt frá þessu í blöð- um og útvarpi, þegar þar að kemur. Þið skul- uð veita því eftirtekt og fylgjast með því. SKRÍTLUR Pabbi: — Hvernig gengur í skólanum Pétur? Pétur: — Það gengur ágætlega. 1 dag sagði kennarinn, að væru allir nemendurnir eins og ég, væri hægt að loka skólanum strax ♦ Kennarinn: -— Hvort vildir þú heldur vera án sólarinnar eða tunglsins, Stína? Stina: —- Sólarinnar, af því að það er hvort sem er bjart á daginn. ♦ — Hafið þér tínt einhverju? — Já, hafið þér fundið það? — Nei, en ég var að hugsa um að byrja að leita og datt í hug að spyrja, hvort bér vilduð ekki greiða nokkuð af fundarlaununum fyrir- fram. 109

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.