Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 8
----- Söyur úr bók kckama: ^dldlncýar&arinri dc róvtnnn daóamie^t ESTER SALMINEN ENDURSAGDI Fyrir mörgum, mörgum árum leit heimur- inn allt öðruvísi út en hann gerir nú. Þá var jörðin auð og tóm. En þá var Guð til. Og hann langaði til þess, að jörðin yrði falleg og full af lifandi verum. Guð langaði að skapa menn, sem áttu að vera börnin hans. Þú veizt vel hvað mömmur og pabbar gera, þegar þau eiga von á að eignast lítið barn. Þau búa til föt á litla barnið, áður en það kemur, og útvega því litla vöggu og sæng. Þau vilja láta litla barninu líða vel. Þannig hugsaði Guð líka um mennina. Þess vegna byrjaði hann ekki á því að skapa þá. Hann vildi ekki láta þá eiga heima á auðri og tómri jörðu! Guð fyllti hagana af blómum og lét vaxa stór tré og runna. Hann skapaði fiska, sem syntu í vötnunum, og fugla, sem svifu um loftin. Guð skapaði stór og lítil dýr, sem skyldu lifa á jörðunni. Að síðustu skapaði Guð mennina, karlmann og konu. Guð sagði, að karlmaðurinn skyldi heita Adam og konan Eva. Guði þótti vænt um mennina og langaði til að láta þeim líða vel. Þess vegna gróðursetti hann yndislegan aldingarð og lét þau eiga þar heima. Þar uxu mörg tré, sem báru dá- samlega ávexti, og mennirnir máttu tína þá og borða eins mikið af þeim og þeir vildu. En í miðjum garðinum var merkilegt tré. Það hét skilningstréð og bar bæði góða og vonda ávexti. Guð vissi, að það mundi vera mjög hættulegt fyrir mennina að borða af því áður en þeir hefðu lært að þekkja ávextina í sundur. Þess vegna bannaði Guð Adam og Evu að borða af ávöxtum skilningstrésins. Guð var vanur að koma og heimsækja Adam og Evu á hverju kvöldi í garðinum. Hann tal- aði við þau og kenndi þeim margt, því að hann langaði til, að þau yrðu einhvern tíma eins og hann, þá mundi ekki lengur vera hættulegt fyrir þau að eta af skilningstrénu. Þegar þetta gerðist voru öll dýr spök og gæf. Adam og Eva léku sér við dýrin í garð- inum og hlúðu að trjánum og blómunum. Þau voru svo sæl og hamingjusöm. En dag nokkurn kom slys fyrir. Það var höggorminum að kenna. Eva var að tína ávexti af einu trénu. Öðru hvoru stakk hún einum upp í sig. Þeir voru svo ljúffengir og safamiklir. Þá heyrði hún allt í einu einhvern segja: — Er það satt, að Guð hafi bannað ykkur að borða af öllum trjánum í garðinum? Eva leit í kring um sig. í fyrstu kom hún ekki auga á neinn. En loks kom hún auga á höggorminn, sem lá undir skilningstrénu. Eva hafði aldrei fyrr komið nálægt þessu tré, af því að hún vissi, að hún mátti ekki'snerta það. En nú gekk hún rakleitt til höggormsins. Hún var ekkert hrædd við hann, af því þá höfðu mennirnir ekki enn lært að hræðast. — Hvað segirðu? spurði Eva hissa. — Jú, svaraði höggormurinn, mig langar að vita, hvort það sé satt, sem ég hefi heyrt, að þið megið ekki eta af ávöxtum trjánna í garð- inum. —Nei, hrópaði Eva, það er ekki satt. Við megum borða ávexti af öllum trjánum nema skilningstrénu. — En hvers vegna megið þið ekki borða af óvöxtum þess? spurði höggormurinn. — Guð sagði, að það væri hættulegt fyrir okkur, svaraði Eva. Þá svaraði höggormurinn: — Nei, það er áreiðanlega ekki hættulegt! En Guð veit, að þið verðið eins og hann, ef þið borðið af ávöxtunum, og það vill hann ekki. Eva leit á skilningstréð. Þá fannst henni 112 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.