Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 9
hún aldrei hafa séð eins fallega ávexti og þá, sem uxu á því. Hún rétti út hendina og þreifaði á einum ávaxtanna. Hún tók fast á honum, og allt í einu losnaði hann af greininni. Eva varð dauð- hrædd. Hún leit í kringum sig. Nei, það var enginn nálægt. Höggormurinn var meira að segja horfinn. Nú gat Eva ekki staðizt það að bragða á ávextinum. En þá mundi hún allt í einu eftir því, að hún var alltaf vön að spyrja Adam ráða, áð- ur en hún gerði nokkuð, sem máli skipti. Því hafði hún alveg gleymt í þetta sinn. Hún flýtti sér því til Adams og sagði: — Ég hefi borðað af ávexti skilningstrésins. Höggormurinn sagði mér, að það væri alls ekki hættulegt. Við verðum eins og Guð, ef við borðum af ávöxtunum af trénu. Þegar Adam heyrði þetta, langaði hann líka til að bragða á ávöxtum skilningstrésins. Hann fékk sér líka bita. En um kvöldið, þegar Adam og Eva heyrðu fótatak Guðs í garðinum, hlupu þau burt og földu sig. Þetta var í fyrsta skipti, sem menn- irnir urðu hræddir. Þegar Guð sá, að Adam og Eva komu ekki á móti honum, eins og þau voru vön, kallaði hann: — Adam, hvar ertu? — Ég heyrði fótatak þitt og varð hræddur og faldi mig. Þá sagði Guð: — Þú ert ekki vanur að vera hræddur við mig! Hefurðu etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af? Adam svaraði: — Já, Eva bauð mér af ávextinum, og ég íékk mér bita. Þá sagði Guð við Evu: — Hvað hefur þú gert? Eva svaraði: — Það var höggormurinn, sem 'tældi mig til að eta af trénu. Þá varð Guð reiður við höggorminn og sagði, að hann mundi láta yfirvinna hann. Hann mundi seinna senda mönnunum hjálp til að yfirvinna hið illa. Þá mundi sá, sem Guð sendi, sundurmola höggorminn. Nú máttu mennirnir ekki lengur vera í ald- ingarðinum dásamlega. Þeir höfðu breyzt svo mikið, eftir að þeir borðuðu af skilningstrénu. Á myndinni sjáið þið Jesúm vera að segja börnum sögur. Hann sagði svo margar falleg- ar sögur, og sögurnar um hann eru fallegustu sögurnar, sem til eru. Börnin hafa stundum kallað Biblíuna Jesú-bókina, oft er hún líka kölluð bók bókanna. í þessu og nœstu blöðum munu birtast nokkrar sögur úr Biblíunni end- ursagðar fyrir börn. Börn, sem kunna að lesa, œttu að lesa þær allar, og foreldrar œttu að lesa þœr fyrir litlu börnin, sem ekki kunna að lesa. Guð sagði þeim þess vegna að fara úr garð- inum. Þau yrðu að vinna baki brotnu og mundu verða að bera sorgir og áhyggjur. Þau mundu eignast mörg börn, og börnin þeirra rnundu líka eignast mörg börn, þegar þau væru orðin stór. Þannig yrði jörðin full af fólki. En mennirnir hafa lært margt af ávöxtum skilningstrésins, sem Adam og Eva átu. Þeir hafa gert margt gott og rétt, en þeir hafa líka lært margt illt og ljótt. En við vitum, að þegar við mennirnir verð- um eins og Guð í hjörtum okkar, þá hættum LJ Ú SBERIN N 113

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.