Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 13
Snædrottningin a h. c. andersen ♦ 7 Gerða var nú komin að höllu Snædrottningarinnar. Veggir hallarinnar voru rjúkandi mjöll, nístandi köld og glitr- andi. 1 miðjum salnum, sem virtist óendanlega stór var ísi- lagt vatn og á því miðju sat Snædrottningin sjálf. Kay litli var að ýta til ismolum og risti stafi í svellið. Hann bjó til margs konar stafi, en aldrei gat hann skrifað orðið, sem hann var að leita að, en það orð var „Eilifðin" og Snædrottning- in hafði sagt við hann, að ef hann gæti fundið rétta orðið og skrifaði það á ísinn, væri hann frjáls ferða sinna. En það gat Kay ekki. Og þá var það að Gerða litla gekk in:i í salinn. Hún kom auga á Kay, flaug upp um hálsinn á honum og kallaði: Elsku Kay loksins hef ég fundið þig. Þá fór Kay að gráta, og þá þiðnaði íshjartað og glerbrotið úr speglinum hrökk úr auga hans og hann sagði glaður: Gerða litla hvar hefur þú verið allan þennan tima? fsmolarnir hoppuðu af kæti og röðuðu sér einmitt i þá stafi, sem Snædrottningin vildi láta Kay skrifa. Svo tók- ust þau í hendur og leiddust út úr höllinni. Að lokum komu þau til bæjarins, þar sem þau áttu heima. Þau gengu að dyr- um ömmu, en þær voru beint upp af stiganum og inn i stof- una, þar sem allt var eins og það hafði verið. En um leið og þau gengu i gegnum dyrnar, tóku þau eftir því, að þau voru orðnar fullorðnar manneskjur. Rósirnar í þakrennunni blómstruðu og blómin teygðu sig inn um gluggann og amma sat í sólskini Guðs og las. ENDIR. þeim og vonaði að þau færu, en þau höfðu víst ánægju af að horfa á þennan skrítna, hvíta dreng. Abebe kom aftur. Mjölið virtist vera sæmi- lega gott, en vatnið var grængult og óhreint. Þeir hugsuðu ekkert um það, heldur hitt, hvernig þeir ættu að fara að því að baka brauð. Steinn var með eldspýtustokk í vasanum. Það kom sér vel. Þeir söfnuðu kvistum og þurru rusli og gerðu upp eld milli tveggja steina. Þar var gamalt eldstæði. Svörtu börn- in horfðu á þá undrandi og forvitin. Abebe bjó til þykka mjölhræru, hnoðaði úr henni deig og bjó til úr því kökur, sem hann svo bakaði. Kökurnar voru ekki góðar, en þeim, sem svangur er, bragðast allur matur vel. LJÓSBERINN Svörtu börnin týndust burt hvert á fætur öðru. Steinn og Abebe voru einir eftir. Nú gátu þeir talað saman án þess að óttast, að neinn heyrði til þeirra. — Ég skildi allt, sem krakkarnir sÖgðu. En ég lét sem ég skildi ekki eitt orð. Með því að þykjast ekki skilja málið, kemst ég ef til vill að ýmislegu, sem ræningjunum kemur illa, en getur orðið okkur til bjargar. Við hijótum að finna einhver úræði. Við verðum að reyna að flýja. Steini varð hugsað til hlekkjanna, sem varð- maðurinn hafði sýnt þeim. — Þetta eigum við á hættu, hugsaði hann, ef við flýjum. — Hvað sögðu þeir við Belatjo? spurði hann. Framh. U7

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.