Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 2
Verksmiðjustúlkan, sem fór til Afríku + Myndasaga um Mary Slessor + 8 Mary Slessor barst óvænt hjálp Irá Skotlandi. Var það trésmiður að nafni Owens, sem lauk við smíði kirkjunnar í Okoyang. Dag nokkurn, er hún situr á svölunum og horfir á smíðarnar, heyrir hún undarleg hljóð utan úr skógi. Hún þýtur af stað, og áður en Owens get- ur áttað sig er hún horfin. Hann sendi strax mann á eftir henni. Maðurinn kom brátt aft- ur og bað Owens um að koma óðara með meðöl. Er þeir komu út í skóginn, hittu þeir Mary þar við hlið ungs manns, sem hafði slasazt. Þetta var sonur höfðingjans. Owens tókst að búa til sjúkrabörur og báru þau hann varlega heim til þorpsins. Mary stundaði pilt- inn af mikilli alúð. En eitt sinn, er hún kom til hans, höfðu svertingjarnir tekið hann upp úr rúminu og sperrt upp á honum munninn til að blása reyk inn í hann. Þeir ætluðu að lækna hann, en það fór alveg öfugt. Þá vissi Mary að svertingjarnir mundu krefjast hefnda. Töframaðurinn mælti líka svo fyrir, að ráðist skyldi á nágrannaþorpið. Það var gert og margir menn teknir til fanga. Mary vissi, að þessara fanga beið dauðinn. Þess vegna hafði hún gát á þeim nótt og dag, ef takast mætti að bjarga þeim. Þaö tókst líka fynr lægni hennar og áræði. Þeir voru allir látnir lausir. 122 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.