Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 6
Jt^ut hu\n4ut Giim ul satfta Kaupmaður nokkur í Frakklandi endur fyr- ir löngu átti peninga hjá einum viðskipta- vina sinna, sem heima átti alllangt frá heim- ili kaupmannsins. Einn góðan veðurdag söðlaði kaupmaður hest sinn og reið að heiman til að hitta þennan viðskiptavin sinn og heimta peninga sína. Hann hafði með sér hund sinn. Honum gekk ferðin greiðlega. Hann fékk peninga sína greidda og hélt síðan heim- leiðis, glaður í bragði. Hann batt peninga- pokann fyrir aftan hnakk sinn. Hundurinn stökk í kringum hestinn og gelti af gleði, rétt eins og hann tæki þátt í gleði húsbónda síns. Þegar kaupmaðurinn hafði riðið spölkorn heimleiðis, fór hann af baki, áði hestinum ná- lægt stórri eik og hvíldi sig í skugga henn- ar. Hann spretti reiðtygjum af hestinum, ieysti peningapokann frá hnakknum og lagði hann undir eikina. En er hann lagði aftur á hestinn og reið af stað, gleymdi hann peningunum. Hundur- inn varð þess var, að peningarnir höfðu orðið eftir. Hann hljóp því þangað, er hann vissi, að þeir lágu og ætlaði að sækja pokann. En pokinn var svo þungur, að hann gat ekki valdið honum. Hann hljóp þá aftur til hús- bónda síns og gelti og skrækti til að reyna að minna hann á, hverju hann hefði gleymt. Kaupmaðurinn vissi ekki hverju þetta sætti og gaf því í fyrstu lítinn gaum. En hundur- inn lét því verr og fór loks að glefsa í aftur- fæturna á hestinum. Nú datt kaupmanninum í hug, að hundur- inn kynni að vera orðinn óður. Er þeir komu að litlum læk, sem var á leiðinni, gætti kaup- maðurinn að því, hvort hundurinn vildi ekki drekka. En hann sinnti engu heldur gelti æ meir og meir og glefsaði í hestinn. — Því miður er nú svo komið, sagði kaup- maðurinn við sjálfan sig, að veslings hundur- inn hefur fengið hundaæði. En hvað á ég að gera? Ég neyðist til að skjóta hann, annars kann hann að ráða mér bana. Síðan tók hann skammbyssu upp úr vasa sínum og miðaði á hundinn. Hann tók þetta nærri sér og snéri sér undan, meðan 'hann hleypti af byssunni. Skotið hæfði. Hundur- inn féll blóðugur til jarðar. Kaupmaðurinn þoldi ekki að horfa á þessa sjón og reið burt hið skjótasta. — Þetta var sárt, sagði hann við sjálfan sig. Ég hefði nærri því heldur viljað missa peningana mina en hundinn minn. Um leið og hann sagði þetta, greip hann hendinni fyrir aftan hnakkinn til að vita hvernig peningunum liði. Þá fyrst varð hann þess var, að peningarnir voru hopfnir. — Þetta hefur veslings hundurinn þá verið að minna mig á, sagði hann við sjálfan sig. Hann sneri þá við og reið þangað, sem hann hafði áð. Á leiðinni þangað kom hann að staðnum, þar sem hann skaut hundinn. Þar var stór blóðpollur, en hundurinn var horf- inn. Víðar á leiðinni sá hann blóðferil og vissi ekki hverju það sætti. Loks kom hann að eikinni, þar sem hann hafði farið af baki. Þar lágu peningarnir, og — hjá þeim lá hundurinn hans. Veslings skepnan hafði dregist þangað öll blóðug. Þar lá hann og gætti fjársjóðsins og var þó rétt í andarslitrunum. Þegar hann sá húsbónda sinn koma, gat hann rétt aðeins dinglað rófunni og látið með því í ljósi gleði sína. Hann reyndi að standa á fætur, en kraftar hans voru þrotnir. Kaupmaðurinn gekk að honum og klapp- aði honum. Hundurinn gat með veikum mætti sleikt hönd hans, og rétt á eftir dó hann. LJDSBERINN 126

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.