Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 7
2}<íra*öaur L 'ýraóoyur barnanna Þegar Pilli var einn heima íkornahjónin ætluðu í langt ferðalag. Þau ætluðu að fara þvert í gegnum skóginn, yfir engið og alla leið yfir í garð- inn hjá Lárusi gamla skógar- verði. Þar var stórt og fallegt hnetutré alþakið hnetum. Það var ekki hægt að taka Pilla litla með, þetta var allt of löng og erfið ferð fyrir svo lítinn unga. En þetta var í fyrsta skipti, sem Pilli var skilinn eftir einn heima, og það voru ekki svo fá ráðin, sem foreldrar hans gáfu honum áður en þau lögðu af stað. Hann varð að halda sig í hreiðrinu, og hann mátti alls ekki kalla á eftir refnum, og hann mátti ekki heldur henda hnetum í höfuðið á héranum. Já, það var nærri ómögulegt að telja upp allt, sem hann mátti ekki gera, meðan for- eldrar hans væru burtu. Þau hlupu af stað og sögð- ust ætla að flýta sér heim. Pilli sat nú góða stund kyrr í hreiðrinu og virti fyrir sér umhverfið. En satt að segja var þetta leiðinlegt til lengd- ar. Hann hljóp því eftir trjá- greininni og tók undir sig stökk út á grein á næsta tré. Já, hérna var þá gat spæt- unnar. Hún var sannarlega dugleg að gera holur í tré. Pilli klifraði hærra upp í tréð, en þá skrikaði honum fótur, og hann hrapaði niður á jörð. Nei, hann hrapaði ekki niður á jörð heldur niður í tréð, Nú varð Pilli svo hræddur, að hann gat sig ekki hreyft langa stund. Þegar hann var búinn að jafna sig, fór hann að líta í kringum sig, Hann sá þá, að hann sat á eintóm- um hnetum. — Já, þetta var sannarlega gott, sagði hann við sjálfan sig. Nú er bezt að koma sér heim. Þegar hann var nýkominn heim, komu þau pabbi og mamma heim úr sínu ferða- lagi. Þau voru heldur súr á svipinn, því að Lárus gamli hafði sjálfur verið búinn að tína allar hneturnar af trénu. — Það gerir ekkert til, sagði Pilli, því að tréð hérna rétt hjá er fullt af hnetum. Foreldrar hans voru svo glaðir, að þeir gleymdu að spyrja Pilla, hvernig hann vissi. það! LJDSBERINN 127

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.