Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 12
A ÆVINTYRAFERÐ I EÞÍÓPÍU Jramlaícliiaga eftir WlarlLnd — Ég heyrði ekki allt, en ég held hann hafi átt að sækja peninga til föður þíns. — Jæja. Hvað vilja þeir fá mikið? — Það veit ég ekki. En pabbi þinn hefur sjálfsagt nóga peninga. — Ó, nei. Hann er ekki ríkur maður. Það er enginn kristniboði. En það getur verið, að hann geti útvegað peninga. Belatjo kemur þá á morgun og leysir okkur út. Og þegar við komum heim, förum við til höfuðborgarinn- ar og kærum þetta fyrir keisaranum. Hann sendir áreiðanlega hermenn til að hafa hend- ur í hári ræningjanna. Abebe þótti það mjög trúlegt. — Þegar við höfum hvílt okkur, skulum við athuga, hvort ekki er hægt að komast hér nið- ur af hæðinni einhvers staðar. Við getum sig- ið niður klettana, ef við finnum nægilega sterkt band. — Við förum strax, sagði Steinn ákafur og reis á fætur. Abebe var ekki heldur seinn á sér. Þeir könnuðu hæðina, sem þeir voru á og komust að raun um, að efst á henni var kringlótt flöt nokkuð stór og dældótt og öll grasi gróin. Hér og þar sáu þeir lyng og smáblóm sams konar, fannst Steini, og hann hafði oft séð í Svíþjóð. Þeir vissu, að ræningjarnir höfðu hesta og' múlasna. Nú sáu þeir kýr á beit. Ræningjarn- ir virtust hafa nóg af öllu. Fyrir utan kofana sáust hundar og hænsni. Það var furðu bú- sældarlegt þarna uppi á háfjöllum. — Á morgun reynum við að fá keypt egg, sagði Steinn. Ég hef dálítið af peningum, sem ræningjarnir fundu ekki í vösunum. Drengirnir fóru fram á hæðarbrúnina. Þar staðnæmdust þeir eins skyndilega og hefðu þeir rekið sig á háan vegg. Undrandi og óttaslegnir horfðu þeir niður fyrir sig. Þeir stóðu fremst á þverhnípi mörg hundruð metra háu. Útsýni af brúninni var stórfenglegt og fagurt. Þeir horfðu niður í stóran dal, en fyrir handan hann risu háir fjallgarðar. Það lá við að þá svimaði. Það var ekki nema fyrir fuglinn fljúgandi að komast niður af, þessum hömr- um. Engin leið að síga og ekkert band nógu langt. — Ef hamrarnir eru jafn flugbrattir og hér á alla vegu, þá er engin leið önnur að komast niður en um kleifina, sem við komum upp, sagði Steinn. — Það er áreiðanlegt. anzaði Abebe. Við verðum að reyna að smeygja okkur fram hjá varðmanninum efst í kleifinni. Við jnundum geta skotið hann, ef við hefðum byssu. — Það getum við ekki, það er ómögulegt, sagði Steinn og var fljótur til svars. Ekki förum við að myrða mann. Abebe horfði undrandi á félaga sinn. Hann hafði aldrei heyrt annað en að sjálfsagt væri að drepa menn, ef maður sér sig neyddan til þess. — Við bíðum eftir, að Belatjo komi með pen- ingana á morgun. Þá verðum við látnir laus- ir, sagði Steinn og var hinn rólegasti. Sólin var að ganga undir og sló gullnum bjarma á fjallgarðana í fjarska. Það dimmdi óðum niðri í dölunum, en á efstu fjailabrúnum lýsti endurskin kvöldroðans. — Það er einkennilegt, að mennirnir geta verið vondir í svona fallegum heimi, sagði Steinn. Drengirnir sneru aftur. Ræningjaforinginn hafði séð til ferða þeirra. Hann gretti sig og hló um leið. — Gestirnir okkar hafa verið að virða fyr- ir sér útsýnið, sagði hann hæðnislega. Urðuð þið ekki stórkostlega hrifnir? Fannst ykkur ekki álitlegt að flýja héðan? Það er velkomið 132 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.