Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.11.1957, Blaðsíða 15
SkipbrotsmaSurinn Einu sinni fórst skip við eyði- ey. Aðeins einn maður komst lífs af. Honum tókst með mikilli fyr- irhöfn að koma sér upp kofa á eynni, og þar geymdi hann allt, sem hann hafði getað bjargað úr skipsflakinu. Maðurinn bað Guð innilega um að biarga sér og var sí og æ á varðbergi til að vita, hvort hann sæi ekki til skipsferða úti við sjóndeildarhringinn. Eitt sinn var hann að veiða sér til matar. Er hann sneri heim aftur til kofans, sá hann sér til skelfingar, að kofinn hans stóð í björtu báli. Allt, sem hann átti, brann til kaldra kola. Nú virtist alvai’lega í óefni komið. En þegar neyðin er stærst, er oft hjálpin næst. Næsta dag bar skip að eyjunni og bjargaði manninum. — Við sáum reykjarmerkið, sem þér gáfuð, sagði skipstjór- inn. Ef líf vort er í hendi Guðs, þá samverkar oss allt til góðs. Bœn litlu barnanna Árið 1904 varð mikill elds- voði í Álasundi í Noregi. Brann bærinn að mestu leiti til ösku. Kona nokkur, sem þar átti heima. segir frá eftirfarandi at- viki: Húsmunir okkar voru ekki vátryggðir, og þess vegna reið á því fyrir okkur að bjarga eins miklu og frekast var unnt Okkur tókst með mikilli fyrir- höfn að koma húsgögnum okk- ar og búslóð fyrir í stórum almenningsgarði skammt frá húsinu. Þar vonuðumst við til að öllu væri borgið. Ég hélt svo af stað út úr bænum með börnin mín fimm og gamla móður mína. Við bárumst með straumnum af flýjandi fólki. En er við vorum komin spöl- korn áleiðis, segir einn af yngri drengjunum allt í einu. — Ó, mamma, en smiðatólin, sem ég fékk í jólagjöf, eru í barnakommóðunni. — Bara að þau brenni nú ekki. Hin börnin fóru líka að gráta, þvi að öll áttu þau dótið sitt i iitlu kommóðunni. — Við skulum biðja Jesúm, sagði eitt barnanna, hann getur verndað kommóðuna. Á meðan þau brutust áfram á móti óveðrinu, sem geysaði, náföl af skelfingu, báðu þau Jesúm innilega um að gæta að dótinu þeirra. Næsta dag fór maðurinn minn að líta eftir dótinu okkar. Hann hafði ekkert heyrt. um bæn barnanna. En fréttirnar, sem hann flutti voru þessar: öll okkar búslóð var brunnin til ösku, en í miðri öskuhrúg- unni stóð litla kommóðan óskemmd. Nú höfum við sett nafnið „Daniel“ á kommóðuna. Daníel var líka í eldinum án þess að eldurinn snerti hann. A veikum þrœSi Hvernig varð þér við, frænka, þegar hesturinn fæld- ist og hljóp með þig niður brekkuna? — Ég hug'gaði mig við for- sjón Guðs, þangað til aktýgin hrukku sundur. Þá lokaði ég augunum og hélt að úti væri um mig. — — Þessi kona er ekki eins dæmi. Trúin hangir á veikum þræði hjá mörgum, þótt kristnir séu kallaðir. Vel svarað Skammt frá einu sveitasetr- um hennar hátignar, Breta- drottningar er fátæklegur kofi. í honum bjó gömul, guðhrædd kona. Eitt sinn var hún spurð: —Heimsækir, hennar hátign drottningin yður aldrei? — Ójú, svaraði gamla konan, hennar hátign drottningin heimsækir mig stundum. En heimsækir konungur konunganna yður? — Nei, hann heimsækir okk- ur ekki, — hann á heima hérna. Ríkur faðir Svertingi kom heim til sín og sagði konu sinni frá nýja prestinum. — Það er yndislegur maður, sagði hann, einkum þegar hann biðst fyrir. Hann biður um svo margt, sem ég vissi alls ekki, að Guð ætti til. Þetta sagði svertinginn. En fer ekki oft líkt fyrir okkur, við förum oft á mis við beztu gjaf- ir Guðs, af því að við höfum ekki vit á að biðja hann um þær. Ekki eitthvað — heldur allt Robert Chapman, vinur hins heimsfræga bænamanns, Ge- orge Mullers, var einu sinni spurður: — Munduð þér ekki ráð- leggja kristnum ungmennum til að gera eitthvað fyrir Drott- in? — Nei, svaraði Chapman, ég mundi ráðleggja þéim að gera allt fyrir Drottin. LJDSBERINN 135

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.