Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 3
37. árg., 10.—12. tbl. X vtosbertnn Jólin 1957 j SDGUR UR BDK BDKANNA: SarniÍ í Setlehetn ESTER SALMINEN ENDURSAGÐI Fólk gat ekki munað, að nokkru sinni fyrr hefði verið önnur eins þröng af fólki á öllum vegum og nú. Alls staðar var fólk á ferli, sumir riðu á ösnum eða úlföldum. en flestir voru fótgangandi og báru farangur sinn á herðunum eða höfðinu, eins og algengt er þar í landi. Keisarinn hafði boðið, að allir þegnar hans skyldu borga skatt. Þess vegna urðu allir að fara til þeirrar borgar, sem þdir voru ættaðir frá, og þar áttu embættismenn hans að skrá- setja nöfn þeirra. Það kom margt fólk til Betlehem. Allir, sem voru of ætt Davíðs konungs, fóru þangað. Þar var þröngt á götunum, og fólk kepptist við að finna sér gististað. Seint um kvöldið kom maður og kona gang- andi og nálguðust borgina. Þau höfðu gengið langa leið. Konan var mjög þreytt, og hún sagði við manninn: — Það verður orðið framorðið, þegar við komum til Betlehem. Ef við skyldum nú hvergi geta fengið gistingu! Maðurinn reyndi að hughreysta hana og sagði, að nú væri ekki langt eftir, og í bæn- um væru til gistihús, sem ferðamenn gætu fengið gistingu i. Loksins komust þau til Betlehem. Bærinn var umluktur múr eins og aðrir bæir á þeim tímum. Varðmaður stóð við borgarhliðið. Maðurinn og konan gengu til varðmannsins og sögðu til sín. Maðurinn sagðist heita Jósef og konan María, og kæmu þau frá Nazaret. Þau kváðust bæði vera af ætt Davíðs og væru komin til Betlehem til að láta skrásetja sig. Varðmaðurinn hleypti þeim inn. Þau fóru rakleitt til næsta gistihúss, og Jóef barði á dyr. Rödd heyrðist innan úr húsinu: — Hér er ekkert rúm! Við getum ekki hýst fleiri ferðamenn! Jósef og María héldu þá af stað aftur til næsta gistihúss. Fyrir utan gistihúsið stóð maður, sem kallaði til þeirra á meðan þau voru enn langt í burtu: — Nei, hér getur enginn fengið gistingu! Hér er allt fullt fyrir löngu! Nú gengu þau Jósef og María frá einum stað til annars, en fengu hvergi húsaskjól. María var nú orðin uppgefin. Hún var líka hrædd og sagði við Jósef: — Ef litla barnið, sem ég á von á, kemur nú í nótt! Þau voru nú komin út í útjaðar bæjarins. Nú litu þau upp í himininn og virtu fyrir sér stjörnurnar. Þá tóku þau allt í einu eftir ein- kennilegri stjörnu, sem var stærri og fegurri en hinar, og hún ljómaði svo undursamlega. Þá sagði María: — Nú veit ég, að litla barnið er að koma! Og nú fann hún hvorki fyrir þreytu né ótta lengur. María og Jósef héldu áfram í skini stjörn- LJÓSBERINN 139

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.