Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 4
 f dddac^a ejkir (ju&nínu czCáruidóttur - j Degi er tekið að halla. Ég sit hjá gluggan- um í svefnherberginu og horfi út. Regndrop- arnir skella á rúðunum, og golan feykir renn- votum kálblöðunum í garðinum neðan við stéttina. Kýrnar leita skjóls hjá fjárhúsunum á túninu, hænsnin hópast inn í bæjardyrnar, börnin hoppa út og inn, kát og masandi, rennandi í fætur, svo að bullar upp úr skón- um. Húsfreyja starfar í eldhúsinu og slær ekki slöku við; nóg er að starfa í sveitinni um sláttinn. Enginn er iðjulaus, nema ég. Ég sit auðum höndum og hugsa um hitt og þetta; hugsa um það, sem er hendinni næst, regn- dropana, sem ólmast fyrir utan gluggann, sem renna og streyma viðstöðulaust, og ég fer að hugsa um feiknamuninn á þeim og blessuð- um sólargeislunum, sem verma og lýsa og prýða allt. Ég veit það þó vel, að regnið er nauðsynlegt, og ég ætti að samgleðjast skrá- þurri jörðinni, sem sárfegin teygar dropana úr himinlindinni. En regnið skyggir til muna á gleði þeirra, sem vilja njóta sumarsins í sveitinni, og ég horfi út, mæni eftir því, að birti í lofti, hvort ekki stytti upp, hvort ekki taki af steinunum á hlaðinu, — allt kemur fyrir ekki, og ég legg árar í bát, halla mér út af í legubekk í stofunni og fer að skoða gamlar myndir, sem hugur minn hefur til geymslu. Já, þessu líkt var veðrið, daginn, sem hún mamma seldi, uppboðsdaginn hræðilega, þeg- ar kýrnar, hrossin og féð okkar var selt hæst- bjóðanda, af því að mamma var orðin ekkja, sem lítið átti annað en börnin, ung og ónýt. Ég stóð í bæjardyrunum og gægðist út, með hendurnar krókloppnar undir sparisvuntunni minni, með nýja, bryddaða sauðskinnsskó á fótunum, sem ég tímdi ekki að væta í for- inni á hlaðinu. Og þó langaði mig hálft í hvoru út að skemmunni. Þar sat maður, sem skrifaði jafnótt allt er seldist, en í skemmu- dyrunum stóð uppboðshaidarinn.sjálfur, sem unnar. Litlu síðar mættu þau manni nokkrum. Jósef spurði hann, hvort hann vissi, hvar þau gætu fengið þak yfir höfuðið um nóttina. Mað- urinn svaraði, að skammt frá væri fjárhús, sem hann ætti. Þar væri eitthvað af skepnum inni, en þar væri hlýtt. Þau mættu gjarnan vera þar í nótt. Þau þökkuðu manninum hjartanlega. María flýtti sér að útbúa rúm fyrir litla bar'nið, sem hún átti von á, í jötunni. Hún fyllti hana af heyi og lagaði það vel til. Hún hafði barna- fötin meðferðis, og þegar litla barnið var fætt, klæddi hún það í fötin og lagði það í jötuna. Þetta gerðist um nóttina, er flestir voru í íastasvefni. En rétt fyrir utan borgina voru fjárhirðar, sem vöktu yfir hjörð sinni. Allt í einu sáu hirðarnir undursamlega birtu leika um sig. Engill Drottins stóð hjá þeim, og þeir urðu mjög hræddir. En engillinn sagði við þá: — Verið ekki hræddir! Sjá, ég flyt yður miklar gleðifréttir, sem eiga að ná til allra manna. Yður er í dag frelsari fæddur í borg Davíðs, og hann á að verða konungur mann- anna. Englarnir sögðu hirðunum, hvar þeir gætu fundið barnið. í sama bili sáu hirðarnir fjölda marga engla, og þeir sungu allir: — Dýrð sé Guði á himnum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem Guð hefur velþóknun á! Þegar englarnir voru horfnir aftur, fóru hirðarnir til Betlehem, og þeir fundu Jósef og Maríu og barnið. Hirðarnir sögðu frá því, sem þeir höfðu séð og heyrt, og hvað englarnir höfðu sagt þeim. Allir, sem heyrðu frásögn hirðanna, undruðust mjög. Og María geymdi í hjarta sínu allt það, sem þeir sögðu um barnið. 140 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.