Ljósberinn - 01.12.1957, Page 5

Ljósberinn - 01.12.1957, Page 5
sýslumaðurinn hafði sent í sinn stað, og hróp- aði í sífellu: „Býður nokkur betur, — fyrsta, annað og þriðja,“ — og svo slær hann stóreflis högg í dyrnar með hamrinum, sem hann er með í hendinni; en mér fannst rétt eins og hann hefði slegið í kollinn á sjálfri mér, því að það var reyndar hann gamli Rauður, sem var verið að selja. Gamli Rauður! Margar góðar endurminningar voru tengdar við hann. Frá því ég mundi eftir mér, hafði gamli klár- inn verið í eign foreldra minna, eitt sinn ung- ur og fjörugur, með eldsnör augu og reistan makka; en nú var augað farið að dofna, fótur- inn frái tekinn að stirðna og Rauður var orð- inn ellimóður og þungur í spori, — en hann var æskuvinur minn og félagi. Fáir gátu reynzt mér betri en hann, alltaf var hann jafn þolinmóður við mig, þó að mér gengi stundum illa að komast á bak honum, og aidrei sýndi hann mér nokkra hrekki. Gamli Rauður var sómahestur, og nú sveið mér meir en frá verði sagt, að sjá hann seldan Grími á Læk. Ég leit til hans társtokknum augum, þar sem hann var að naga þúfurnar fyrir neðan hlaðvarpann, stór og sterklegur, með hvít síðutök, merki um miskunnarleysi mannanna. — Mér sýndist einhver sorgarsvipur á hon- um biessuðum klárnum. Það var 'þó líklega ímyndun ein, sem átti rót sína að rekja til tár- anna, sem voru alltaf að streyma örar og ör- ar úr augum mínum. Rauður minn, auming- inn! En nú átti ég ekkert í honum lengur, nú var Grímur á Læk eigandi hans, og ég sá að Grímur labbaði til hans. Hann skoðaði Rauð vandlega; svo sneri hann sér að Páli syni sínum. — Þar held ég. að ég hafi gert æði mikið axarskaft, að kaupa þennan jálk svona dýrt. En ég vona reyndar að geta haft upp verðið hans í haust; ég sel hann þá til út- landsins! Ég tók snöggt viðbragð. — Selja Rauð til út- ianda! Og allar sögurnar, sem ég hafði heyrt um hestameðferðina þar, þutu eins og örskot í huga mínum. Sögurnar um hestana, sem aug- un voru stungin úr, og heyrnarlausu hestana í kolanámunum og margar fleiri ógurlegar sög- ur, og ekki síður allt, er ég hafði heyrt talað' um meðferðina á þeim á leiðinni yfir hafið, þar sem þeiin var þrengt saman í loftillt lest- arrúm, þar sem þá vantaði öll þægindi, — og þetta átti Rauður minn eftir að þola. — Þetta LJÖSBERINN voru þá launin hans eftir 20 ára dygga þjón- ustu. Ég þoldi ekki að hugsa um það. Ég hljóp út í rigninguna, burt frá fólkinu, burt frá bænum og alla leið upp í ærhúshlöðu, sem nú var hér um bil tóm. Ég fleygði mér ofan á heytugguna, sem var í einu horninu. Og nú revndi ég ekkert að stöðva grát minn. Tár mín voru helguð gamla klárnum; dygð hans og tryggð stóð mér svo glöggt fyrir hugskots- sjónum. Hjartasorg mína skilja allir þeir, sem séð hafa á bak góðum vini, án þess að hafa geta launað honum nokkru. Loks reis ég á fætur og fór að tína stráin af fötunum mínum. Svo fór ég að skoða heyið í hlöðunni. Það var taða, ilmandi og græn; hún var ætluð kúnum með beitinni, sem enn þá var svo léleg. Ég vissi það fullvel, að þetta hey mátti ekki snerta til neins annars, allra sízt handa hest- unum. Þeir urðu löngum að sjá um sig sjálf- ir, hvernig sem viðraði, Rauður ekki síður en aðrir, þrátt fyrir ónýtar tennur. En ég braut ekki heilann lengi um það. Ég leit í kringum mig, hvort nokkur kæmi, svo tróð ég eins miklu heyi og ég gat í nýju svuntuna og valdi það, sem mér þótti bezt úr heyinu. Svo labb- aði ég af stað með heyið í svuntunni. Ég leit vandlega í kring um mig. Ég vildi síður mæta fólkinu, enda þótt ég þættist enga óhæfu að- hafast. Ég ætlaði einungis að kveðja æskuvin minn og gefa honum ofur lítinn ætan bita að skilnaði. Ég kom auga á Rauð fyrir neðan kálgarð- inn. Það var búið að beizla hann og leggja á hann reiðtygi. Ég teymdi hann upp að garð- inum og fleygði tuggunni fyrir framan hann. Rauður var ekki seinn á sér að bragða á töð- unni, en ég greip báðum handleggjunum um háls honum og grúfði andlitið að makkanum á honum, og enn á ný komu tár mín til sög- unnar. Ég heyrði, að einhver kom að baki mínu, en ég leit ekki við. — Aumingja Rauð- ur! heyrði ég að sagt var. Þá leit ég við; það var hann Egill á Borg, sonur hreppstjórans. Við Egill vorum jafn gömul og áttum bæði að fermast næsta ár. — Á hann ekki bágt? spurði ég hálfkjökr- andi, án þess að líta á Egil. — Er búið að selja hann? spurði Egill. — Jú, jú, og meira að segja til útlandsins eða sama sem það. Grímur keypti hann og segist ætla að græða á honum í haust. 141

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.