Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 6
— Það er eftir Grími, svaraði Egill með gremjuróm og fór að klappa Rauð. — Bless- aður klárinn, gamall og lúinn. Mér þótti reglulega vænt um Egil fyrir þessi orð, og þó særðu þau mig að innstu hjartarótum; þau minntu mig á fátæktina og föðurleysið og vöktu tár mín á ný. —Vertu ekki að gráta, sagði Egill hálfvandræðalegur, — ekkert batnar við það! Ég fann, að þetta var alveg satt, og ég hef oft fundið það síðan. Tárin stoða minnst. Seinna um kveldið stóð ég í bæjardyrunum og horfði á eftir Grími, þegar hann reið á Rauði mínum úr tröðunum. Hann sló gríðar- högg í lendina á Rauði og barði fótastokkinn í ákafa, og aumingja klárinn reyndi að herða sig, en rak stirðu fæturna í steinana og hálf- hnaut öðru hvoru. Þá vildi ég ekki sjá meira og flýtti mér burt. Ég horfði stundarkorn á þessar gömlu myndir; svo komu aðrar nýjar í staðinn. — Jólin næstu á eftir. Ég fór í dvöl, vorið, sem mamma seldi, og fluttist ég þá langt burt frá átthögunum. Ég frétti sjaldan heiman úr sveit- inni minni; sjaldnar þó af Rauði mínum, sem ég hugði vera kominn til útlanda, og gerði mér afdrif hans ýmislega í hugarlund og öll hryllileg. Svo leið fram að jólum. Þá flaug barnshug- urinn heim í foreldrahúsin. Þau voru ekkert ríkmannleg, en þar átti barnshjartað öll sín auðæfi, og ylur fer um hugskot mitt, hvert sinn, er ég hugsa þangað heim. Jólagjafirnar voru' ekki margbrotnar, en jólagleðin var hvergi meiri en þar. Nú voru þau árin liðin tíð, sem ég mændi á í fjarska. Og nú bjóst ég ekki við jólagjöfum. Ég hratt frá mér heimþránni, sem ávállt er mest um jólin, og gekk rösklega að verkum mínum, skúraði og fágaði hús og búshluti og reyndi að hlakka til hátíðarinnar eins og hitt fólk- ið, þó að mér tækist það hálfilla. Á aðfangadaginn kom maður af næsta bæ og hafði meðferðis bréf til mín. Ég leit á ut- anáskriftina og sá, að ekki var bréfið frá mömmu. Það var velkt og auðsjáanlega búið að vera lengi á leiðinni. Ég hafði ekki tíma til að lesa bréfið strax, stakk því í barminn og hélt áfram verki mínu. Leið svo að vökunni; heimilisfólkið bjóst spariklæðum, settist svo hver á sitt rúm og hlýddi á lesturinn. Að því búnu var maturinn borinn inn, hangikjötið og laufabrauðið. Enga fékk ég jólagjöfina, og man ég svo langt, að ég hálföfundaði börnin, sem kát og masandi skoðuðu jólagjafir frá foreldrum sínum. Ég mundi þá eftir bréfinu, sem ég var ekki farinn að líta í. Það var hvorki langt né efnismikið, en það var þó kærkomið jólabréf, — bezta jólagjöf. Ég las það aftur og aftur: „Góða Guðný! Ætíð sæl! Þér þykir sjálfsagt gaman að frétta af honum Rauði þínum. Hann átti að sigla rneð hrossaskipinu, eins og þú vissir víst, en dag- inn, sem hrossunum var smalað og þau rek- in til skips, fannst Rauður hvergi, hvernig sem Grímur leitaði og hvað mikið sem hann blótaði. Hrossin voru svo send af stað, en Rauður sást hvergi. Nokkrum dögum eftir að skipið fór, var ég að gá að kindum í Borgar- fjallinu. Geng ég þá fram á gamla Rauð stein- dauðan. Með hverjum hætti hann hefur far- izt, er ómögulegt að segja. Það sá hvergi á bonum og hann lá eins og hann steinsvæfi. Ég ásetti mér strax að skrifa þér þetta, vissi sem sé, að þér mundi ekki þykja fyrir, þó að Grími tækist ekki að koma gamla klárn- um í útlendu þrælavinnuna. Forláttu klórið. Vertu sæl. Egill." Þetta var bréfið orðrétt. Ég lárði það strax cg man það enn. Ég hef síðan fengið marga snotra jólagjöf, en fáar eða engar kærkomn- ari en bréfið hans Egils, sem færði mér dán- arfregn gamla klársins míns. Og í hvert sinn, er ég sé aldurhniginn uppgefinn hest, hugsa ég til gamla Rauðs og óska honum sömu af- drifa: Væra blundsins í heimahögum eftir Jangan og erfiðan vinnudag. 142 UDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.