Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 7
C^inar -^iau.rHnn.ááon: Smáþættir frá æskuárunum NDKKRAR ENDURMINNINGAR Berriskuheimili mitt var skammt frá sjó, ekki sást þó sjórinn heiman frá bænum. Stundum sást brimið upp fyrir „kampinn". Það þótti mér skrítið, stórir hólar, næstum eins og fjöll, alltaf að hreyfast og breytast. Oft sáust skip á siglingu, einkum seinni hluta vetrar. Mér var sagt að á þessum skip- um, sem margir kölluðu „duggur", væru út- lendir menn, sem töluðu öðruvísi en við. Það fannst mér líka skrítið, og ég óskaði, að ég fengi að sjá slíka menn. Strcmdmonn. Það var einn morgun, að mamma kom að rúmi því, sem ég lá í, óklæddur og sagði: — Það eru að koma 8 strandmenn suður í mýri. Ég flýtti mér í fötin og fór strax út á hlað, þó að rigning væri og stormur. Jú, þarna komu menn labbandi. Einn spölkorn á und- an. Þegar þeir áttu eftir dálítinn spotta heim að bænum, stanzaði sá, sem fremstur gekk. Afi gekk þá út í garðshornið og veifaði hendinni. Við þetta merki greiðkuðu þeir sporið og voru fljótt komnir heim á hlaðið. Ég þóttist sjá, að þessum mönnum væri kalt, og ég horfði hugfanginn með forvitni á, þegar heimafólk var að hjálpa þeim úr stíg- vélum og ytri fötum. Fljótt voru þeir komnir upp í rúmin, sem fólkið var nú komið úr. Svo var þeim gefin heit mjólk, sem þeim virtist þykja gott að fá. Ég horfði mjög á þessa gesti, fannst bún- ingur og látbragð þeirra öðruvísi en vana- legt var, og þegar þeir voru að tala saman var það svo skrítið og öllum óskiljanlegt. Afi fór eitthvað í burtu, en kom fljótt aftur og einhverjir menn með honum, þar á meðal Ingimundur á Rafabæ. Hann var hreppstjóri sveitarinnar. Ég sá, að hann lét einn hinna ókunnu manna skrifa eitthvað. Svo fóru þeir ríðandi suður á sand, og ég heyrði sagt, að þeir væru að leita að fleiri strandmönnum. "Um kvöldið var farið með hina sjóhröktu menn að Rafabæ. Þá var búið að þurrka föt þeirra og gefa þeirri að borða. Ég heyrði, að 10 menn hefðu fundizt niður við sjó og að skipið væri farið að brotna. Næsta dag heyrði ég mikið talað um þetta strand. Ég sá menn fara suður á fjöru. Þeir voru að bjarga því, sem bjargað varð úr skips- fiakinu. Skipbrotsmennirnir dvöldu á heimili hrepp- stjórans í nokkra daga, á meðan að verið var að búa þá til ferðar. Skammt er milli Rafa- bæjar og Koteyjar, þar sem ég átti heima. Á hverjum degi komu einhverjir af strand- mönnunum að heimsækja okkur og alltaf köll- uðu þeir „mamma", þegar þeir komu að dyr- unum. En það var amma mín, sem átti þetta ávarp. Hún var kölluð svo af öllum á heim- ilinu. Einn sunnudag var afi að lesa húslestur. Þá heyrist allt í einu hrópað „mamma" og inn komu 2 menn og töluðu saman. En þegar þeir sáu, að allir sátu hljóðir, hefur þeim víst skilizt, að hér væri helgistund, því að þeir tóku ofan höfuðfötin, gjörðu krossmark fyrir sér og sátu þegjandi, þar til lokið var lestri og söng. Þótt ég væri ungur, þegar þetta gerðist, fest- ust atvikin vel í minni og hafa ekki gleymst, þó að langt sé umliðið. Þetta var allt svo æv- intýralegt og framandi fyrir barnshugann. Eftir nokkra daga voru allir þessdr sjó- hröktu menn fluttir á hestum til Reykjavík- ur. Sú ferð hefur tekið marga daga, því það var löng leið og mörg djúp vötn, sem varð að fara yfir. Þau voru þá öll óbrúuð og víða var slæmur vegur og seinfarinn. UDSBERINN 143

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.