Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 8
Helgistund. Ungur var ég og kunni fátt, þegar einu sinni var komið með dáinn mann, sem hafði fundizt rekinn af sjó. Hann var lagður á fjalir úti í skemmu. Mamma sagði, að hann væri víst útlendur og mundi hafa dottið út af skipi og drukknað og svo rekið upp á fjöruna. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir dauðanum né neinu í sambandi við hann. Þó hafði ég oft séð dauðar skepnur og vissi, að ómögulegt var að vekja þær. En mamma hafði sagt mér, að allir menn yrðu að deyja, en Guð lífgaði þá aftur og léti þá komast í himininn til sín. Nú fannst mér, að Guð hlyti að lífga þenn- an ókunna mann, kannske bráðum. En svo kom Einar á Strönd einn daginn með svarta kistu. Hann og afi tóku dána manninn, vöfðu utan um hann hvítri voð og lögðu hann svo í kistuna. Svo sungu þeir tvö vers, ég kunni annað þeirra, það er svona: Hveitikorn þekktu þitt þá upprís holdið mitt í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. Svo las Einar stutta bæn og negldi svo lokið á kistuna. Allir heimamenn voru þarna við- staddir, og mér fannst helgiblær yfir öllu. Síðan mér óx vit hef ég oft hugsað um þessa einföldu athöfn og finnst enn, að sönn guðsþjónusta hafi farið fram þarna í skemm- unni við líkbörur þessa óþekkta sjómanns. „jökuir. Ekki var ég stór né sterkur, þegar ég var látinn gera sitthvað smávegis, reka kýrnar í hagann á morgnana, láta þær inn á kvöldin, reka skepnur úr túninu o. s. frv. Á heimilinu var hestur, sem hét „Jökull“. Hann var leirljós, fremur smár vexti, en dug- legur og þægur, þegar búið var að beizla hann. En svo styggur var hann í haga, að naumast var hægt að ná honum nema með því móti að reka hann einhvers staðar inn. Mér þótti vænt um Jökul, og oft stóð ég hjá honum, þegar hann var í hesthúsinu eða á hlaðinu, klappaði honum og strauk um háls og höfuð. Stundum fékk ég að koma á bak honum. Einu sinni sem oftar þurfti að nota Jökul eitthvað. Hann var ásamt öðrum hrossum á beit skammt frá bænum. Nú var ég sendur til að reka hrossin heim, því að ekki var talið lík- legt, að Jökull léti taka sig fremur en vant var. Ég tók samt beizli með mér og labbaði til hrossanna. Jökull leit upp, þegar ég nálg- aðist hann. En mót venju sinni stóð hann kyrr. Ég gekk að honum, klappaði á fallega höfuðið og fór svo að basla við að koma beizl- inu á hann. Jökull hreyfði sig ekki og beigði niður höf- uðið, svo að ég gat loksins komið beizlinu upp íyrir eyrum. Þá var nú eftir að komast á bak. Það gekk ekki vel. Engin þúfa var nógu stór til þess, að ég gæti hafið mig á bak hestinum og varð því að teyma hann heim. Montinn var ég er ferðin heppnaðist svona vel. Ekki versnaði vinátta okkar Jökuls við þetta, enda var ég alltaf upp frá þessu látinn sækja hann, ef nota átti hann einan. Hann lét engan annan taka sig. Seinna lærði ég að komast á bak og ríða einn. Ég lærði líka að beizla fleiri hross, en alltaf var Jökull bezti vinur minn í hesta- hópnum. Hvíta beljan. Ekki var ég gamall, þegar ég var látinn reka kýrnar í hagann á morgnana, er búið var að mjólka þær. Kýrnar af næsta bæ voru reknar með. Þar var ein kýrin hvít að lit, enda hét hún Hvít. Hún þótti glettin; var vís til að stanga lít- il börn. Ég var því mjög hræddur við þessa skepnu og hafði jafnan öflugt keyri, viðar- hríslu, lurk eða kaðalspotta í hendinni, þegar ég var að fást við kýrnar. Einn morgun var ég sem oftar að reka kýrn- ar. Veður var gott, og allt gekk vel, þangað til að kemur að Kílalæknum. En yfir hann áttu baulur að fara. Þá snýr sú hvíta allt í einu við og setur í mig hausinn svo hart, að ég féll um koll. Ég fór að háorga, meira þó af hræðslu en að ég fyndi til. Ég brölti á fætur, en jafnskjótt og ég er staðinn upp, kom hún og rauk í mig. Þetta endurtók sig þrisvar sinnum. Ég grenjaði af hræðslu og vonzku, en enginn maður var í nánd, sem til mín gæti heyrt. Loksins gat ég mjakað mér án þess að óvætt_ urinn tæki eftir, þangað sem stórar þúfur UÓSBERINN 144

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.