Ljósberinn - 01.12.1957, Side 10

Ljósberinn - 01.12.1957, Side 10
bænir og vers, sem við kunnum og báðum Guð að reka þennan voða frá okkur. Boli hamaðist úti. En loksins eftir eilífðar- tíma, að okkur fannst, hætti að heyrast til þessa óvættar, samt þorðum við ekki að láta á okkur bæra fyrst um sinn. En þegar við áræddum að gægjast út, sáum við, að boli var að hverfa bak við næsta bæ. Þá var ekki lengi beðið, heldur hlaupið heim, lausninni fegin. Varð ekki meira úr berjaferð daginn þann. Á misjöfnu þrífast börin bezt. Árin líða eitt af öðru. Ég eignast systkini. Afi og amma eru flutt í næstu sveit. Stjúpi minn og mamma höfðu lítið bú, og stundum vorum við svöng. Einkum var það seinni hluta vetrar og fram eftir vorinu, að matar- skortur varð. Flestir nágrannarnir voru fátækir. Langt var í kaupstað, og þar fékkst ekkert nema að borgað væri. En peninga eignuðust menn sjaldan í þá daga. Helzta hjálpin var, ef eitthvað matarkyns rak upp á fjörurnar. Meðfram öllu Meðallandi er brimasamt haf og sléttir sandar, sem kallaðir eru fjara. „Að fara á fjöru“ var sagt, þegar menn fóru fram að sjónum til að gæta að, hvort eitthvað væri rekið. Oft rak þar upp allstór tré, og einnig smáspýtur, sem gott var að fá í eldinn. Stundum fannst fiskur, oftast rifinn eftir sel eða fugla, oft ekki nema haus og sporð- stykki. Þetta var allt hirt, reitt heim, verk- að upp og borðað. Stundum rak talsvert af síli eða loðnu. Það þótti góður fengur. Ef það fréttist, að einhvers staðar væri kominn sílareki að mun, þá fóru menn þang- að, tíndu sílin í poka og reiddu heim. Þetta þótti þá góður matur og var með þökkum þeginn. Stundum fundust dauðar'hnísur eða selir, það þótti mikið happ, þegar svo bar við, enda þótt farið væri að slá í skepnuna. Stundum kom hvalreki, einstöku sinnum heilir hvalir, en oftar aðeins stykki af hval, sem var löngu dauður. Þess háttar reki var jafnan seldur á uppboði, en þeir, sem hlut- uðu hvalinn í smástykki fengu skurðarhlut. Þetta sjórekna hvalkjöt var einatt slæmt á bragðið, en það sefaði sultinn, og það var aðalatriðið. Ýmsar sögur mætti segja um fjöruferðir, oft lentu menn í slæmu veðri, og mörg ferðin var árangurslaus. En stundum bar eitthvert happ að hendi, sem vel þótti borga fyrirhöfnina. Fjöruferð. Einn vormorgun í góðu veðri, lögðum við upp í fjöruferð tveir saman. Við höfum lík- lega verið 11—12 ára. Félagi minn var að þessu sinni Bjargmundur Sveinsson. Hann er nú rafvirki í Reykjavík. Við gengum berfættir, það var léttara og notalegt að ganga þannig volgann sandinn. Gott var að láta sjóinn öðru hvoru skola fæt- urna, þegar á fjöruna var komið. Við gengum flæðarmálið, og nú fundum við nýrekið dálítið stykki af rúgbrauði. Það var að stærð sem svarar nær % bakaríisbrauði. Því hefur eflaust verið fleygt mygluðu út af skipi. Nú var það auðvitað gegnvott af sjó, en heillegt og fallegt á að líta. Þetta fannst okkur góður fundur og ákváðum að skipta því milli okkar og gefa heimafólkinu hlut í þessu happi, þegar heim kæmi. Smápoka höfð- um við með í ferðinn’i eins og venja var. Svo gengum við áfram vestur með sjónum. En hvað var þetta? Eitthvað á hreyfingu. Það skreið upp í fjöruna. Jú, þetta var selkópur. Veiðihugurinn vakn- Eiði, en varlega þurfti að fara. Við læddumst milli kópsins og sjávarins, og Bjargmundur sló þungt og markvisst högg á nasir dýrsins, svo að það steinrotaðist. — Guði sé lof fyrir þessa miklu gjöf, hróp- uðum við báðir í einu. Við vorum svo kátir, að við fengum okkur sinn bitann hvor af sjó- blauta brauðinu, sem bragðaðist ágætlega. Brátt héldum við heimleiðis, enda var nú iarið að syrta í lofti. Við bárum kópinn til skiptis og komumst heim heilu og höldnu, en þá var komið slæmt veður. Við þóttum gera góða ferð. Kópnum og brauðinu var skipt í 2 hluti heima hjá mér, og félagi minn hélt heim til sín með sinn hlut eftir stutta hvíld. Það var gleði í kotinu þetta kveld. Þessi ferð okkar Bjargmundar hafði heppnazt svo vel. Minnisstæðir eru þessir dagar og ýmis- legt flögrar í hugann, þegar maður sér sumt af því, sem fleygt er í öskutunnurnar nú á dögum. LJ ÓSBERINN 146

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.