Ljósberinn - 01.12.1957, Síða 11

Ljósberinn - 01.12.1957, Síða 11
 raáoyur barnanna Tröllið í skóginum Morten og María komu hlaupandi yfir engið. Þau snéru við hjá forarpyttinum og hlupu svo áfram inn í skóginn. Eyrun stóðu beint upp í loftið, og fæturnir gengu ótt og' títt. Þau hlupu svo hratt, að þau voru næstum búin að reka sig í dádýrið, sem var að naga börk af stórri grein. — Svona, svona, hvað geng- ur eiginlega á? Það er naum- ast, að þið hlaupið. Mér er nær að halda, að óvættur hafi orðið á vegi ykkar fyrst þið látið svona, sagði dádýrið. Héraungarnir horfðu vand- lega aftur fyrir sig áður en þeir svöruðu. — Við sáum stóra tröllið inni í skóginum sögðu þau. — Nei, hættið nú, sagði dá- dýrið. Þið ætlið víst ekki að segja mér, að þið trúið því, að til séu tröll. Það var aðeins í gamla daga, að trúað var sögum um tröll. Það vita all- ir, að tröll eru ekki til. María sagðist hafa séð tröll- ið, og svo hefði hún líka heyrt óhljóðin í því. — Við urðum svo hrædd, að við gátum varla hreyft okk- ur. — Ekki sýndist mér það nú, sagði dádýrið. Það var ekki svo lítil ferðin á ykkur. Dádýrið þóttist vita, að héraungarnir hefðu borðað of mikið af grænkáli um morg- uninn, þyí að af grænkáli geta LJDSBERINN menn fengið alls konar grill- ur. Mortep og María vildu veðja hálfu hvítkálshöfði, að þau hefðu séð tröll. — Ágætt, sagði dádýrið, þá förum við og gætum að því. Þið skuluð bara hoppa upp á bakið á mér, og þá fáum við bráðlega úr þessu skorið. Þau voru ekki lengi á leið- inni inn í skógarþykknið. — Stanzaðu, kallaði Morten. Sjáðu þarna er tröllið. í sama bili kvað við hár og leiðinlegur skrækur. Dádýrið leit í allar áttir, en gat ekki séð neitt annað en tvö kræklótt eikartré. Þá fór dádýrið að hlæja og sagði: — Þið ætlið víst ekki að teija mér trú um, að þið haf- ið haldið, að gamla eikartréð væri tröll. Jæja, Ugla frænka, láttu okkur sjá þig. í sama bili kom Ugla í ljós úttútnuð af hlátri. — Skammastu þín ekki, Ug'la, að hræða þessa tvo litlu vini mína, sagði dádýrið. Þarna var þá tröllið kom- ið. Héraungarnir ráku upp skellihlátur, fyrst það var ekki annað en Ugla, sem þeir héldu, að væri tröll. Ugla og dádýrið veltust líka um af hlátri. Eikartréð hló líka, en það sá víst enginn. 147

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.