Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 12
Norður í Alaska, í landi gullævintýrsins, í landi hinnar einmanalegu víðáttu og hinna löngu og erfiðu sleðaferða, stendur einmana kross. Óbrotinn er hann að gerð án nokkurs skrauts. En fastur er hann skorðaður í harðri klöppinni. Stormurinn þýtur um hann. Snjó- drífan er þétt, og krossinn hjúpast hvítri mjöllinni. En á hverju vori, þegar snjórinn bráðnar, kemur krossinn í ljós á ný. Það stendur nafn á trékrossinum, skorið út í viðvaningslegum bókstöfum. Það er mjög stutt nafn, sem geymir einmitt þann óbyggða- hljóm, sem yfirgefur aldrei þann, sem hefur einu sinni stigið fæti sínum á hið freðna frón Alaska: N O - B O K. En þótt sá dagur komi, að krossinn líði und- ir lok, mun minningin um hann, sem á nafn- ið, sem hann ber, lifa hjá mönnunum tveimur, sem kynntust honum og fengu að lifa með honum nokkra vetrarmánuði. Það var Karlsson, Svíinn, sem kom fyrstur auga á No-bok hinn eftirminnilega nóvember- dag. Það var nístingskaldur dagur, og hitinn var langt fyrir neðan frostmark. Það hafði verið hörkufrost þegar í margar vikur, en fyrst þennan dag fannst fyrir kuldanum, því að um nóttina hafði tekið að hvessa. Karlsson og féiagi hans, Daninn Knútur Hólm, höfðu eiginlega ákveðið að fara ekkert út- þennan dag, heldur dveljast inni í notalegum kofa sínum. Þeir höfðu unnið baki brotnu í nokkr- ar vikur og gátu sjálfsagt leyft sér að halda frídag. En um hádegisbilið yfirgaf Karlsson samt sem áður litla kofann, sem þeir höfðu reist í skjóli hárrar brekku. Hann ætlaði niður að ánni til þess að hyggja að nokkrum gildrum. Nú var hálftími l'iðinn. og Karlsson var ekki enn þá kominn aftur. Hólm fór því að verða órólegur og fór út úr kofanum til þess að gá að honum. En varla var hann kominn út, þeg- ar hann rak upp undrunaróp. Karlsson kom gangandi upp að kofanum með byrði í fang- inu. — Hæ! kallaði hann, þegar hann kom auga á Hólm. Sjáðu bara, hvað ég hef fundið! — Hvað — þetta er drengur, Indíánadreng- ur! sagði Hólm, þegar Karlsson var kominn alla leið til hans með byrði sína. Karlsson kinkaði kolli og gekk fram hjá lionum inn í kofann. Þar lagði hann meðvit- undarlausan drenginn á flet. Hólm spurði ekki. Það átti ekki við núna. Það reið á að vekja drenginn til lífsins. Seirma gæti hann svo komizt að því, hvar Karlsson hefði fundið hann. í klukkutíma hlynntu mennirnir tveir að þrekuðum drengnum. Kuldinn hafði gert hann næstum því alveg stífan. Lífið var að fjara út. En þeim tókst að seiða það til baka með því að sveipa um hann værðarvoðum og dreypa heitu tei á milli helblárra vara hans. Það var hræðsla í augnaráði drengsins, þeg- ar hann opnaði augun. En þegar hann sá mennina tvo, sem lutu yfir hann, leið bros yfir skarpleitt Indíánaandlit hans. Honum létti. — No-bok, tautaði hann hægt. Svo lokaði hann augunum aftur og sofnaði djúpum og rólegum svefni. Hann vaknaði ekki fyrr en morguninn eftir. Karlsson hafði fundið Indíánadrenginn skammt fyrir ofan ísilagða ána. Þar hafði hann séð hann, eins og dökan díl á hvítri mjöllinni. Hann lá í hnipri og virtist vera lífvana. Félögunum tveimur var það hulin ráðgáta, hvernig hann var kominn þarna og hvaðan. Það voru yfir 100 mílur til næsta Indíánaþorps. — En við komumst nú að því, þegar pilt- urinn vaknar, sagði Hólm og vafði ábreiðun- um um drenginn. — En hvað er þetta? sagði 148 LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.