Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 14
ekki bætt um heilsu hans. Hóstinn kom í hviSum, skyndilegum og ofsalegum. Vikurnar liðu. Vorið nálgaðist og með því þíðviðrið, svo að hægt yrði aftur að sigla á ánni. Þeim Hólm og Karlsson var það ljósara með hverjum deginum sem leið, að það reið á því að komast sem fyrst til Alaganik. Hósta- 'hviður No-boks urðu ofsalegri, og í Alaganik var læknir og sjúkrahús. Félögunum tveimur var farið að þykja vænt um Indíánadrenginn, sem undarleg ör- lög höfðu leitt í kofann þeirra. Það var eins og þeir hefðu yngzt upp við bjart bros hans og hrífandi gamansemi. Og hin barnslega al- vara hans hafði opnað þeim útsýn inn í heim, sem þeir höfðu gleymt fyrir löngu. Þeir hugs- uðu með angurværð til þess dags, er þeir yrðu að skiljast við No-bok. — Og svo átti það eftir að fara allt öðru vísi en þeir höfðu gert ráð fyrir. Það var vor, og hinar miklu leysingar komu. Morgun einn heyrðust brak og brestir neðan frá fljótinu. Þremenningarnir í kofanum vissu hvað um var að vera. Innan tveggja vikna yrði allur ís horfinn af ánni og hægt að sigla eftir henni. En það var líka kominn tími til... Á hverju kvöldi, þegar No-bok var sofnað- ur, töluðu þeir Hólm og Karlsson saman í hálfum hljóðum, alltaf um hið sama. Þeir voru gagnteknir af einhverri tilfinningu gagn- vart No-bok, tilfinningu, sem þeir höfðu aldr- ei fundið fyrr. Og ef hann dæi nú,.. . það væri það hræðilegasta, sem komið gæti fyrir. Leysingarngr höfðu líklega staðið yfir um viku tíma. Hólm og Karlsson komu heim í kofann á hádegi og fundu hann tómann. Þeir kölluðu á No-bok, en fengu ekkert svar. Ind- íánadrengurinn var hvergi sjáanlegur. — Það var undarlegt, sagði Karlsson. Við höfðum þó áminnt hann um að fara aldrei frá kofanum. Bara að ekkert hafi nú komið fyr- ir. — Uss . .. Hólm greip fram í fyrir honum. Mér finnst ég . .. Hann þagnaði og benti nið- ur að ánni, sem brauzt áfram með miklum hávaða og tók með sér brotna ísjaka áleiðis niður að sjónum. Nú heyrði Karlsson líka hvell hrópin. Þetta var rödd No-boks. Þeir þutu af stað niður að elfinni. En þegar þeir komu, móðir og más- andi, niður að ánni, stóðu þeir kyrrir eins og þeir væru negldir við jörðina. — Sjáðu! æpti Karlsson utan við sig og þreif í höndina á Hólm. — Já, ég sé það. No-bok synti í ánni. — En sjáðu þarna líka! hélt Karlsson áfram og benti yfir á hinn árbakkann. Á ísjaka lá maður. Hann var auðsjáanlega aðfram kom- inn, því að hann gat vart lyft höfðinu. — Litli, hugprúði No-bok, tautaði Karls- son. Annan endann á sterkum kaðli, sem hafði hangið í kof anum, haf ði hann bundið um gild- an trjástofn. Og með hinn endann um mitti sér synti hann í áttina að manninum á ísjak- anum. No-bok var ekki Indíánadrengur að ástæðulausu. Hann synti eins og selur. Vatnið var jökulkalt. En hann synti áfrm með rösk- um og öruggum sundtökum. Klakahrönglið flaut umhverfis hann og rakst á hann. En hann hlykkjaðist eins og áll framhjá ísmolum og hringiðum. Hólm og Karlsson voru þögulir og horfðu á hugprúða baráttu hans við að komast til mannsins á jakanum, en jakann bar hægt og hægt lengra niður eftir ánni. Hólm iðraðist þess nú sárlega, að hann hafði ekki lagað bátinn þeirra, svo að hægt væri að sigla honum. Strax og snjóa tók að leysa, hafði hann ákveðið, að nú skyldi hann á morgun taka til við bátinn. En hann hafði ekki enn þá komið því í verk. — og nú þörfn- uðust þeir hans. Allt í einu spennti Karlsson greipar og beindi augunum til himins. Hólm fór að dæmi hans. —Guð ... hjálpaðu No-bok ... bað Karls- son. Augu mannanna tveggja urðu tárvot. — Nú kasta ég mér út í líka, sagði Hólm. En Karlsson hélt aftur af honum. Því að nú var No-bok kominn að jakanum, þar sem maðurinn lá. Hann sneri aftur að bakkan- um, þegar hann kom auga á mennina tvo. Hann virtist ekki kenna sér neins meins eftir þess erfiðu sundraun. Það var eins og hann byggi yfir óþrjótandi orkulind. Nú batt No-bok kaðalinn líka um mann- 150 LJÖSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.