Ljósberinn - 01.12.1957, Side 15

Ljósberinn - 01.12.1957, Side 15
r REYNIÐ ÞAÐ, DRENGIR! j Uss! Hlauptu, nú kemur hann! kallaði Páll. Páll og Gunnar í Óshlíð hlupu, eins og þeir ættu lífið að leysa. Rétt á hælum þeirra fylgdi Jón á Bláteig með löngum stökkum, bogið bak og ógnandi hnefa. — Skarfarnir ykkar! Bíðið þið bara, þangað til ég næ í ykkur! Hvíta hárið á honum þyrl- aðist í vindinum. Hann nam staðar og horfði illskulega á eftir drengjunum. Það kom fyrir, að Jón náði í þá. Og þá var hann nokkuð harðhentur. Það fundu dreng- irnir lengi á eftir. Sérstaklega kvartaði Gunn- ar, sem var yngri. Stundum urðu stymping- ar svo miklar, að höfð voru endaskipti á öðr- um hvorum þeirra, Gunnari eða Páli. Jón á Bláteig var gamall sjómaður, en ! léttur á sér og frár á fæti. í æsku hafði hann hlaupið uppi kindur á sléttum grundum. — Hann er ekkert lamb að leika sér við, sagði Gunnar. inn og gaf félögunum tveimur merki með hendinni, að nú mættu þeir toga í. Tíu mínútum síðar lágu bæði No-bok og ókunni maðurinn í kofanum vafðir í hlýjar værðarvoðir. Þessi sundferð var No-bok litla um megn. Hann dó þrem dögum síðar. — Kaldan vetrardag fundu þeir hann í snjón- um, — og mildan vordag hvarf hann aftur til snævarins. Það stóðu þrír menn umhverfis litla gröf, þrír menn, sem voru harðnaðir í skóla lífs- ins. Nú grétu þeir eins og börn — yfir litl- um Indíánadreng. Karlsson bað Faðir vor. Rödd hans var hrjúf, og hann leitaði að orðunum. Jarðarförin hefði getað verið veglegri. En sorg mannanna þriggja var einlæg. — Og nú stendur óbreyttur trékross á ein- mana klöppinni langt norður í Alaska — eins og vottur um hugprýði og snarræði Indíána- drengs. , LJÓSBERINN Lífið hafði gert Jón beiskan og kaldlynd- an. Hann bar hvorki virðingu fyrir Guði né mönnum, en hreytti úr sér illyrðum og lamdi frá sér. Þannig hafði það verið lengi. Sumir töldu Jón vera orðinn hálfruglaðan. Jóni hafði liðið vel einu sinni. En einn fagran sumardag hafði einkasonur hans drukknað í bátavörinni. Og eftir það kom hvert áfallið á fætur öðru. Árið eftir fór einkadóttir hans niður um ísinn á Óshlíðar- vatninu dag nokkurn, er hún fór í skólann. Og sama vetur missti hann konu sína úr lungna- bólgu. Hún lá veik aðeins tvo eða þrjá daga. Þá var Jón einn eftir, — fátækur — ein- mana — harðlyndur. Gunnbjörg í Óshlíð gekk út að Bláteig og talaði við Jón. Hún gat ekki borið í bætifláka fyrir drengina sína, sagði hún, því að hún var ekki alltaf á hælunum á þeim. Hún trúði ekki heldur því, sem þeir sögðu. Hún sagði við Pál og Gunnar, að þeir ættu að bera virðingu fyrir gráu hárunum. Þeir yrðu að sýna, að þeir væru sannir drengir, en ekki vesalmenni. Hugrakkir drengir laun- uðu iilt með góðu. Það borgaði sig. — Reynið það, drengir, sagði hún. Páll sagði kotroskinn,' að það væri ekki blaupið að því að gera það. Jón hrópaði á eft- ir þeim og elti þá, bótt hann sæi ekki nema skuggann af þeim. — Svo slæmt er það nú ekki, sagði Gunn- björg. Því var nú samt þannig farið, sögðu báðir drengirnir ákveðnir. Jón bölvaði meira að segja. — Þið freistið hans til þess. Og þá verður það ykkar sök. Það hafði Páli og Gunnari ekki dottið í hug. Gunnbjörg sagði, að sterkir drengir og karlmenn bölvuðu aldrei. Það gerðu aðeins veiklundaðir menn. Þeir væru hikandi og gripu til blótsins og héldu, að þeim mundi vaxa kjarkur. Þeim skjátlaðist. 151

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.