Ljósberinn - 01.12.1957, Side 16

Ljósberinn - 01.12.1957, Side 16
Hún sagði, að þeir mættu ekki haga sér eins og flón. Það væri synd. Og öll synd var eins og veltandi snjóbolti. Hann stækkaði og stækkaði, bætti sífellt við sig, ef hann var ekki stöðvaður... Eitt kvöld voru þeir að tala saman eftir háttatíma, Páll og Gunnar. Gunnar áleit, að það mundi borga sig að fara eftir því, sem mamma sagði. Ættu þeir að reyna það, ef íækifæri gæfist? Hvernig mundi Jón taka því? Það ýrði sjálfsagt erfitt að finna tækifæri til þess, héldu þeir báðir. En þeir yrðu að leitast við að finna það. Það var slæmt að eiga nágrannann að óvini. Páll og Gunnar í Óshlíð höfðu ekki komizt í kast við Jón á Bláteig í langan tíma. Þeir gættu þess að verða ekki á vegi hans. Þegar hann nálgaðist, tóku þeir á sig krók. En á þennan hátt gætu þeir ekki vingast við Jón. Það var snemma á vorkvöldi. Páll og Gunn- ar ætluðu að fara út að Bláteig með dagblað- ið handa Jóni. Þeir voru að brjóta heilann um, að þeir vildu sættast við Jón. Þeir gengu í hægðum sínum. Gunnar var að semja frið- arræðu. Þegar þeir komu að eldiviðarskemm- unni, var Jón að sækja eldiviðarfang. Og svo! Drengirnir tóku viðbragð. Þeir hlupu niður eftir eins og fætur toguðu. — Þið eru.ð ekki fermdir enn þá, hrópaði Jón á eftir þeim. Hann kvaðst skyldi klaga þá bæði fyrir prestinum og lénsmanninum. Þeir hefðu vonda samvizku. Og væru bleyð- ur. Veslings ræflarnir! Jón rak upp dimm- an hlátur. Pál og Gunnar langaði til þess að spotta hann og skamma hann duglega, en þeir mundu, hvað mamma hafði sagt. Þeir bitu á jaxlinn. Nú skyldu þeir þegja! Gunnar sagði, að þeir hefðu sloppið með naumindum, því að Jón hafði þá í góðu skotfæri. Páll hélt, að eitthvað yrði undan að láta, áður en þeir gætu vingast við Jón. En samt voru þeir ánægðari en áður, þegar þeir komu frá Bláteig. Þeir vildu það góða í kvöld. Páll stóð á miðju stofugólfi og lagði hendurnar aft- ur fyrir bak og var all-kotroskinn. — Gefizt ekki upp, sagði Gunnbjörg. Ef þið eigið viljann, mun Guð sjá um hitt. Hún horfði beint í augun á drengjunum sínum með alvörusvip. — Við verðum að taka í hnakkadrambið á sjálfum okkur, eins og kennarinn segir, þeg- ar við eigum að læra erfiðu lexíurnar, sagði Gunnar fullorðinslega . .. Dag nokkurn um haustið hittust Óshlíðar- drengirnir og Jón. Páll og Gunnar voru að koma frá sveitaverzluninni. — Nú kemur hann, hvíslaði Páll. Rödd hans titraði lítið eitt. Þeim datt fyrst í hug að fela sig, þangað til Jón væri farinn fram hjá. En hvatningar- orð móður þeirra hljómuðu í eyrum þeirra. — Reynið það, drengir! Þeir gengu áfram. Jón gekk á móti þeim með löngum, ákveðnum skrefum. Hann var hnakkakertur. Hjartað hamraði í brjósti drengjanna. Hvernig mundi þetta fara? Jón hafði sagt við móður þeirra, að hann mundi lúskra drengjunum hennar, hvar sem hann sæi þá. Því að annað hvort hefðu þeir gert eitthvað illt af sér, eða þeir mundu gera það. — Góðan dag! heilsuðu þeir. Ótti fólst í röddu þeirra. Gunnar hneigði sig svo djúpt, að nærri lá að hann missti af sér húfuna. Það var nær því eins og Jón væri konungur. Og Páll brosti eins og miðsumarsól, er hann heils- aði. Jón hvessti á þá blýgrá augun. — Hvað sögðuð þið? hvæsti hann. Sögðuð þið góðan dag? Hvar sjáið þið h^nn? Það er rigning! Ekert annað en rigning! Hundaveð- ur! Síðan strunzaði hann áfram og sveíflaði höndum og fótum. Drengirnir stóðu máilausir. — Þetta sagði ég, sagði Páll eftir stundar- korn. Þeir stóðu og störðu á eftir Jóni, sem skálmaði áfram á reglulegum sjómannsfót- leggjum og með föstum skrefum. — Nei, það var víst ekki unnt að vingast við Jón, sagði Páll. — Manstu ekki, hvað mamma sagði, mælti Gunr.ar. En ég titraði dálítið, þegar við mætt- um honum, bætti hann við. — Svo slæmt var það ekki með mig, sagði Páll og dró seiminn. En þetta var leiðinlegt. Hugsa sér, að vera hræddur við nágranna sinn! sagði Gunnar. — Góðir nágrannar var eitt af mestu gæðum, sem Guð gaf mönnun- um. Það sagði bæði pabbi og mamma. En það var eins og Jón hefði mannazt eitthvað. Um leið og hann gekk burt frá þeim, spurði hann, L J DSBERINN 152

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.