Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 17
hvort faðir þeirra væri farinn til bæjarins. Það lifnuðu einhverjar góðar tilfinningar í brjóstum þeirra. Þetta höfðu þeir aldrei orð- ið varir við, þegar þeir áttu einhver skipti við Jón. En í dag vildu þeir honum vel... Það rigndi i margar vikur samfleytt. Vatn- ið streymdi niður á vegum og heiðum. En sunnudag nokkurn breyttist veðrið. Himinn- inn varð heiður, loftið svalt. Og frostið kom. Á Þorláksmessukvöld var svellhálka á veg- um og í hlíðum. — Hæ! Hæ! Hjálp! Hróp og kveinstafir heyrðust uppi í hlíðinni fyrir norðan Bláteig. Óshlíðardrengirnir heyrðu hrópin. Þeir litu hvor á annan. Það var Jón! Síðan hlupu þeir af stað upp eftir hlíðinni. Þeir runnu og hrös- uðu, en spruttu á fætur aftur. Jón sat hjá eldiviðarbyrðinni. Hann hafði meitt sig í hnénu og gat ekki gengið. Það blæddi einnig úr kinninni á honum. Páll og Gunnar sögðu ekkert. Jón starði á þá, og þeir störðu á hann. Þeir voru hikandi. Það var eins og Jón og drengirnir væru að meta hver annan, gera sér grein fyrir fjandskap og styrkleika. — Viljið þið hjálpa mér? sagði Jón loks. — Já, svöruðu þeir einum rómi. Já! Jón skreið upp á eldiviðarbaggann. Páll hélt í baggann, en Gunnar dró hann. Jón skipaði fyrir: — Gakktu þarna, Gunnar. Haltu í, Páll. Svona! Farið þið nú til hliðar. Þeir urðu að iara lítið eitt upp í móti, kringum svolítinn hól. — Hvílið ykkur á árunum, piltar, sagði hann. Drengirnir gátu varla stillt sig um að hlæja að sjómannamálinu hans. — Þetta gekk vel, sagði hann. Páll og Gunnar studdu Jón inn í stofuna á Bláteig. Það var eins og þeir yxu, yrðu stórir og fullorðnir, tóku hann léttum og föstum tökum, eins og hann væri barn. Jón lá í rúminu og fylgdi þeim með aug- unum. Allir þögðu. Undarlega góð kyrrð ríkti. Það var eins og einhverjar sættir færu fram. --------Drengirnir tóku til óspilltra málanna, þegjandi og skjótir. Þeir helltu upp á kaffi og þvoðu gólfið. Síðan fóru þeir út í fjós og fjárhús til þess að sinna kúnum og kindun- um. Páll og Gunnar kunnu vel til verks. Þeir voru vanir að vinna. Einkennileg tilfinning gagntók líkama þeirra og sál. Þeir voru nærri því farnir að syngja, en þeir áttuðu sig. Það gat verið, að Jón tæki því illa. Þeir hefðu aldrei getað trúað, að það væri svona gaman að hjálpa óvini! Áður en Páll og Gunnar fóru heim, hljóp Gunnar út í litla grenilundinn til þess að sækja lítið jólatré og-setti á borðið. — Þið finnið tvö kerti í skápnum, sagði Jón, — setjið þau á tréð, drengir. Hann lá og horfði á jólatréð. Og Páli og Gunnari fannst vera jafnhlýlegt í stofunni á Bláteig og heima í Óshlíð, þó að jólatréð þar væri stórfallegt og búið væri að skreyta stofuna fyrir hátíðina. — Við verðum að gleyma og fyrirgefa, sagði Jón og rétti Páli og Gunnari höndina. Það var gljái í augum hans. Eitt tár kom fram. — Já! sagði Páll. — Já! sagði Gunnar. Þeir þrýstu hönd hans . .. Drengirnir sögðust mundu koma aftur snemma næsta morgun. Jón hélt, að hann mundi geta bjargazt sjálfur næsta morgun. Honum gæti batnað mikið á einni nóttu. En þeir ætluðu að koma samt. Órólega, dimma bassaröddin var stillileg og hlýleg. Þeim bar skylda til að hjálpa honum, sögðu þeir. Það væri afborgun á skuld þeirra ... Áður fánnst þeim lítið varið í Jón. Hann var nízkur og grobbinn. Andlitið var hrukk- ótt og ljótt. En nú! Þeim geðjaðist langbezt að honum fyrir utan pabba og mömmu. Þeim hafði skjátlazt hrapalega. Það, sem þeir héldu vera gleði, þegar þeir náðu sér niðri á Jóni, varaði aðeins andartak. En það, sem þeir höfðu öðlazt nú, hélzt áfram. Það hljómaði djúpt í brjósti þeirra, lyfti þeim upp og styrkti þá. Mamma hafði rétt fyrir sér: Það borgaði sig að launa illt með góðu. Jólagleðin varð tvöföld í ár. Dimmblár himinn brosti við þeim. Stjörn- urnar tindruðu uppi í endalausum blámanum. — Þetta er fallegt kvöld, skal ég segja þér. Páll lagði hendurnar kotroskinn aftur fyrir bak. — Og f allegur himinn, skaut Gunnar inn í. Hann starði upp. Þarna uppi voru ekki til neinir óvinir . .. LJDSBERINN 153

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.