Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 18
Brenitréð undaSaaa ertir cevintúri »_Ar. L^. ^Arnde lersens Úti í skóginum stóð fallegt grenitré. Það var líka á góðum stað, þar sem sólin gat skinið á það, og nóg varaf fersku lofti. Allt um kring uxu stórir félag- ar bæði furu og greni. Bænda- börnin gengu um masandi og tíndu jarðarber eða hindber. Þau settust við litla tréð og sögðu: Nei, en hvað þetta er fallegt, litið tré. Þetta vildi tréð nú samt ekki heyra. Á veturna, þegar snjórinn lá sindrandi hvítur yfir jörðinni, hlupu hérar stundum fram hjá og fyrir kom, að þeir stukku Vtar yfir tréð. Ó, þetta er svo leið- inlegt, hugsaði tréð. — Svo liðu tveir vetur, og tréð var orðið svo stórt, að hérarnir gátu ekki stokkið yfir það, en urðu að taka á sig krók umhverfis það. Um haustið komu menn til að höggva við i eldinn, og þeir hjuggu nokkur stærstu trén. Þetta gerðist á hverju hausti, og lítla tréð skalf, er það hug- leiddi þetta. Hin stóru tré féllu með braki og brestum. Hvert ætli stóru trén fari, og hvað átti fyrir þeim að liggja? Um vorið, þegar svalan og storkur- inn komu, spurði tréð: Þið vitið víst ekki, hvert er farið með grenitrén? Hafið þið ekki mætt þeim á leiðinni? Storkurinn hneigði höfuðið og sagði: Ég mætti mörgum nýjum skipum, þegar ég flaug heim frá Eg- yptalandi, og á skipunum voru tíguleg og há siglutré, og það var greniilmur af þeim. Bara, að ég væri orðið stórt og gæti svifið yfir hafið, hugsaði litla grenitréð. Hvernig lítur hafið annars út, og hvað er það? spurði tréð. Það eru nú heldur umfangsmikið að útskýra það, sagði storkurinn og labbaði burt. Gleðstu vegna þess, að þú ert ungt og fellegt tré í örum 154 UJ PS.BER IN N

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.