Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 20
unni upp tröppurnar og upp á háaloft. Þar settu þau tréð í dimmt skot, þar sem engin birta var. Já, nú er vetur úti, hugsaði tréð. Jörðin er frosin og snjór yfir öllu. Fólkið getur ekki gróðursett mig, þess vegna verð ég geymd hér til vorsins. Já, það er hugulsamt. En hvað fólkið er annars góð- hjartað. Tí, tí, tísti lítil mús, sem hljóp yfir gólfið, og svo kom önnur mús brátt í ljós. ¦— Þetta er hræðilegur kuldi, sögðu litlu mýsnar. Annars er það sannkölluð blessun að fá að vera hér, eða finnst þér það ekki gamla tré? Ég er ekki gamalt, sagði tréð. Það eru mörg tré, sem eru eldri en ég. Svo var það um vorið að fólk kom upp á loft og fór að taka þar til. Tréð var dregið fram að stiganum, þar sem sólin skein inn um glugga. Nú byrj- ar lífið aftur, hugsaði tréð, þeg- ar það fann ferska loftið aftur og sólargeislarnir skinu á það, og brátt var búið að koma þvi út í húsgarðinn, en á honum voru dyr, sem lágu inn i blóma- garð, þar sem allt var i blóm- skrúði. Rósirnar, rauðar og ilmandi teigðu sig upp með girðingunni. Já, nú skal ég sannarlega lifa hugsaði tréð og breiddi úr greinunum, en ó, þær voru þá brúnar og visnar. Og svo var tréð dregið út I horn á garðinum. Þar lágu haugar af arfa og netlum, sem hent hafði verið. Gylta pappirsstjarnan var enn á trjátoppinum.og nú glitraði hún í sólskininu. 1 garðinum léku sér tvo glað- vær börn, sem um jólin höfðu dansað í kringum tréð, og skemmt sér svo vel. Yngra barnið hljóp að trénu, reif af því stjörnuna og hrópaði: Líttu á hvað hangir enn þá á þessu gamla Ijóta jólatré. Svo tróð barnið á greinunum svo brak- aði í þeim. Nú er því lokið, sagði vesalings tréð. Já, nú er því lokið. Ég, sem hafði hlakk- að svo mikið til. Já, það er bú- ið, sagði vinnumaðurinn, sem kom með öxi og hjó tréð í marga búta, sem hann tók i fang sér og henti í eldinn, sem logaði undir katlinum, þar sem ölið var soðið. Tréð andvarpaði djúpt, og það var eins og hverju andvarpi fylgdi brak, og svo allt í einu var tréð brunnið upp til agna. Drengirnir léku sér áfram í garðinum, og sá minni hafði fest gullstjörnuna á brjóst sér, sömu stjörnuna, sem tréð hafði borið á ham- ingjusamasta kvöldi lífs síns. Nú var öllu lokið, hamingju- dögum trésins, lífi þess og sög- unni, því svo fer um allar sög- ur. — ENDIR. • • • 156 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.