Ljósberinn - 01.12.1957, Síða 20

Ljósberinn - 01.12.1957, Síða 20
unni upp tröppurnar og upp á háaloít. Þar settu þau tréð í dimmt skot, þar sem engin birta var. Já, nú er vetur úti, hugsaði tréð. Jörðin er frosin og snjór yfir öllu. Fólkið getur ekki gróðursett mig, þess vegna verð ég geymd hér til vorsins. Já, það er hugulsamt. En hvað fólkið er annars góð- hjartað. Tí, ti, tisti litil mús, sem hljóp yfir gólfið, og svo kom önnur mús brátt í ljós. — Þetta er hræðilegur kuldi, sögðu litlu mýsnar. Annars er það sannkölluð blessun að fá að vera hér, eða finnst þér það ekki gamla tré? Ég er ekki gamalt, sagði tréð. Það eru mörg tré, sem eru eldri en ég. Svo var það um vorið að fólk kom upp á loft og fór að taka þar til. Tréð var dregið fram að stiganum, þar sem sóiin skein inn um glugga. Nú byrj- ar lifið aftur, hugsaði tréð, þeg- ar það fann ferska loftið aftur og sólargeislarnir skinu á það, og brátt var búið að koma því út í húsgarðinn, en á honum voru dyr, sem lágu inn í blóma- garð, þar sem allt var í blóm- skrúði. Rósirnar, rauðar og ilmandi teigðu sig upp með girðingunni. Já, nú skal ég sannarlega lifa hugsaði tréð og breiddi úr greinunum, en ó, þær voru þá brúnar og visnar. Og svo var tréð dregið út i horn á garðinum. Þar lágu haugar af arfa og netlum, sem hent hafði verið. Gylta pappírsstjarnan var enn á trjátoppinum.og nú glitraði hún í sólskininu. 1 garðinum léku sér tvö glað- vær börn, sem um jólin höfðu dansað í kringum tréð, og skemmt sér svo vel. Yngra barnið hljóp að trénu, reif af því stjörnuna og hrópaði: Líttu á hvað hangir enn þá á þessu gamla ljóta jólatré. Svo tróð barnið á greinunum svo brak- aði í þeim. Nú er þvi lokið, sagði vesalings tréð. Já, nú er því lokið. Ég, sem hafði hlakk- að svo mikið til. Já, það er bú- ið, sagði vinnumaðurinn, sem kom með öxi og hjó tréð í marga búta, sem hann tók í fang sér og henti í eldinn, sem logaði undir katlinum, þar sem ölið var soðið. Tréð andvarpaði djúpt, og það var eins og hverju andvarpi fylgdi brak, og svo allt í einu var tréð brunnið upp til agna. Drengirnir léku sér áfram í garðinum, og sá minni hafði fest gullstjörnuna á brjóst sér, sömu stjörnuna, sem tréð hafði borið á ham- ingjusamasta kvöldi lífs síns. Nú var öllu lokið, hamingju- dögum trésins, lífi þess og sög- unni, þvi svo fer um allar sög- ur. — ENDIR. ★ ★ ★ 156 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.