Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 22
Þegar þeir komu upp á næsta hjalla, gerð- ist það. Þeir voru rétt búnir að taka af sér skíðin til þess að hvíla sig stundarkorn, þeg- ar annað skíði Kára f ór að renna niður brekk- una alveg af sjálfsdáðum. í fyrstu rann það aðeins mjög hægt af stað. Þeir hlupu báðir á eftir því, en hraðinn jókst, og áður en þeir vissu af, var það horfið niður hlíðina. — Hvað eigum við nú að gera? spurði Kári alveg örvilnaður. — Við verðum að setja á okkur þau skíði, sem við höfum og fara á eftir því. Það hefur markað greinilega slóð í snjóinn, svo að það verður auðvelt að finna það, svaraði Einar. — En setjum svo, að það hafi brotnað? — Ef það hefur ekki runnið alla leið niður í byggð, liggur það í bezta tilfelli á grúfu fyrir neðan. En við skulum koma okkur nið- ur og gæta að því. Og áður en Einar hafði lok- ið við setninguna, var hann lagður af stað nið- ur eftir. Kári fylgdi honum vel eftir á einu skíði — enda voru stafirnir til mikillar hjálp- ar. Það var bara hryggilegt, að' brottrunna skíðið hafði farið niður mesta brattann, en það var ekki nema eðlilegt. — Halló, Kári! Hvar ertu? Einar stóð langt niðri í skóginum og kallaði. En hann hefði ekki þurft þess, því að Kári kom brátt. Það var einkennilegt, hvernig hægt var að bjarga sér, þegar í klípu var komið. — Það virðist hafa farið alla leið niður, kall- aði Einar og benti á greinilega slóðina, sem bugðaðist milli trjástofnanna beint niður í móti. — Það lítur út fyrir það. Bara, að það hafi ekki brotnað — Þeir renndu sér áfram niður eftir og námu varlega staðar nokkra metra fyrir ofan Stóra- hamar, sem þeir kölluðu svo. Það var óvit að reyna til að komast þaðan og niður til járn- brautarinnar. Það var lífshættulegt. En þeir urðu að fara niður, þvi að skíðið hafði farið þarna niður. Þeir gengu spölkorn til baka, gengu síðan út á aðra syllu og gægðust niður. — Sjáðu! Þarna stendur það! Kári hróp- aði upp yfir sig af gleði. Skíðið hafði farið beint fram af Stórahamri og stóð upp á end- ann mitt á milli beggja járnbrautarteinanna. — Hefur þú nokkurn tíma séð nokkuð svona einkennilegt? Einar gat ekki stillt sig um að hlæja- Það hefur í raun og veru farið íram af hamrinum, komizt af stað aftur í brattanum, gert skarð í skaflinn, sem plógur- inn hefur myndað, hoppað upp og staðnæmzt. Já, nú varstu sannarlega heppinn. — En, sagði Kári og spratt á fætur, við verðum að ná í það, áður en lestin kemur. — Kemur hún bráðum? — Já, kortér-fyrir-eitt-lestin-------- Þeir lögðu af stað eins hratt og þeir kom- ust. Nú var erfiðara fyrir Kára að ganga á aðeins einu skíði. Þarna blés lestin, sem var að koma, — nú mundi hún verða hérna eftir svo sem tvær mínútur. — — Okkur verður að takast það, Einar! hrópaði Kári með grátstafinn í kverkunum, annars brýtur lestin skíðið í þúsund mola. Þeir skunduðu áfram, Einar á undan, enda var hann á báðum skíðunum. Kári var á eft- ir á öðru skíðinu. Hann sökk djúpt niður í hvert sinn, er stigið var með hægra fæti í brekkuna. Nú heyrðu þeir dunurnar frá lest- inni. Þær urðu æ sterkari. Hún nálgaðist Stórahamar, þar sem skíðið stóð á miðri brautinni. Nú blés hún fyrir beygjuna, sern þarna var. Drengirnir gengu, svo að svitinn bogaði af þeim. Hjartað barðist í þeim, svo að þeir heyrðu hjartsláttinn. Nú voru dun- urnar frá lestinni rétt við. Ó, nei, þeim tæk- ist þetta líklega ekki. Þeir voru aðeins hálfri mínútu of seinir----------- Það hvein í hemlum og hjólum. Hljómur af stáli barst eftir teinunum. Hvað átti þetta að þýða? Var lestin að nema staðar? Já, sannarlega nam lestin staðar. Kári varð hræddur. Var það honum að kenna? Það var hann, sem átti skíðið. Þeir gengu samt alla leið niður að eimreiðinni. Tveir járnbrautar- menn gengu eftir brautinni. Lestarstjórinn kom á eftir þeim. Þeir námu staðar aðeins andartak og litu á skíðið og héldu síðan spölkorn áfram. Hvað átti þetta að þýða? — En af hverju málaði afi þinn skíðið rautt? spurði lestarstjórinn brosandi, þegar þeir komu saman 10 mínútum seinna hjá eimreiðinni. — Það er ekki gott að segja, svaraði Kári, en hann segir alltaf eitthvað á þá leið, að það geti einhvern tíma komið sér vel. — Já, það er áreiðanlegt. En hann hafði sjálfsagt ekki dreymt um, að skíðið þitt 158 LJ P S B E R I.N N

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.