Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 23
svnna Jhalbilz JlLAPðSTIBIII Jís aaa um 9 krauótan di í skógiklæddum hlíðum, skammt frá mikl- um fjallgarði í Norður-Ameríku bjó Ríkharð- ur Garny, ásamt foreldralausum systursyni sínum, sem Harry hét. Garny lifði á loðdýraveiðum auk þess, sem hann aðstoðaði marga frumbyggja, sem ætl- uðu að reisa nýbýli sín hinum megin við hinn mikla fjallgarð. Einnig hafði Garny tek- ið að sér að koma póstinum til þessara manna. Þessar póstferðir áttu sér stað einu sinni í mánuði. Þurfti hann þá fyrst að sækja póst- inn niður í þorpið, en leiðin, sem hann þurfti að ferðast með póstinn, var nálægt 50 kíló- metrar. Leiðin var mjög erfið, um algera óbyggð, og vegaslóðin varla farandi nema fyrir þaul- kunnuga og þá helzt að sumri til. Það mátti heita fráleítt á vetrum, þegar allt var á kafi í snjó, og margs konar villidýr æddu um hungruð og réðust á hvað, sem fyrir var. Það var komið fram í jólamánuð, þegar Garny meiddist á fæti og varð að liggja lang- an tíma rúmfastur. Hann gat þess vegna ekki komið jólapóstinum í tæka tíð. Þá kom Harry til sögunnar. Harry hafði oft fylgt frænda sínum yfir fjöllin á ferða- lögum hans, en hafði aldrei ferðast það einn, enda stórhættulegt bæði vegna villidýra, stór- hríða og snjóflóða. En nú var hann nauð- beygður að i'ara þessa ferð einsamall, til þess að jólapósturinn kæmist á réttum tíma. mundi verða stöðvunarmerki fyrir járnbraut- arlestina og koma í veg fyrir alvarlegt slys. Og þeir gengu aftur út eftir og horfðu á stóra steininn, sem hafði losnað úr Stóra- hamri og lá mitt á milli teinanna aðeins 40 metrum handan við rauða skíðið, — sern hafði gert aðvart 'um hættuna. rena Þeir frændur voru heiðarlegir menn og vildu um fram allt standa við það, sem þeir böfðu lofað. Harry lagði af stað til þorpsins á sleðanum sínum til að sækja póstinn. Gamli póstmeist- arinn varð mjög glaður, þegar hann sá Harry, því að hann vissi, að Garny gat ekki farið með póstinn í þetta sinn. Þeir hjálpuðust við að setja póstinn á sleða Harrys, ásamt svefnpoka, snjóþrúgum og mat- vælum til margra daga. Riffil sinn bar Harry um öxl sér. Skammbyssu og góðan slíðurhníf hafði hann í belti sínu. Þessi ungi garpur var aðeins 16 ára. — Harry, sagði póstmeistarinn. Mundu það, að þetta er sérstaklega þýðingarmikill póst- ur. Allur jólapósturinn ásamt jólagjöfum og mjög mikið af þýðingarmiklum ábyrgðar- bréfum, ög yrði það mjög bagalegt, ef jóla- pósturinn kæmist ekki á réttum tíma á sinn stað. Það mun taka þig 4 sólarhringa að kom- ast á leiðarenda. Nú kveð ég þig og bið Guð að vera með þér. — Vertu alveg rólegur, sagði Harry. Með Guðs hjálp munu þeir áreiðanlega fá póstinn á réttum tíma, og um leið snéri hann sér að Teddy sínum og sagði: — Heldur þú það ekki, Teddy mirin? Teddy var ungur fjárhundur, sem alltaf fylgdi Harry hvert sem hann fór. Og Teddy gaf frá sér lágt gelt til samþykkis. Næsta morgun lögðu þeir af stað og héldu áfram fram á kvöld. Þá höfðu þeir náð til sæluhúss þess, sem venja var að sofaí fyrstu nóttina. Þetta var smákofi vel byggður með eldstó og nóg af brenni inni ásamt nauðsyn- legustu matarílátum. Kofi þessi stóð skammt frá uppsprettulind, sem var kölluð „Trölla- lind". LJDSBERINN 159

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.