Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 24
Eflir að hafa hitað kofann upp og kveikt varðeld úti, lögðust þeir til svefns. Um nóttina vaknar Harry við, að Teddy er að ýta við honum með annarri framlöpp- inni og stendur hálf undrandi yfir honum. Áður en þeir höfðu farið að sofa, höfðu , þeir heyrt í einni eða tvéim. púmumi sem höfðu rekið upp óhugnanlegt væl. Þeír höfðu ekki gefið því neinn gaum. Harry brá þvi við, þegar hundurinn vakti hann og bjóst við, að einhver hætta væri á ferð'um. Hann reis því á fætur, tók riffil sinn og spennti belti sitt og gekk síðan út. Varðeldurinn var næstum útkulnaður. Hann bætti í eldinn. En eldinn hafði hann kveikt undir háum hamravegg, nokkra metra frá kofanum. Máninn varpaði daufri birtu á klettana, og sáust þá greinilega snævi þakt- ar brúnirnar. Harry varð ekki var við neitt, sem vakti athygli hans og hugsaði sem svo, að púma hefði ef til vill komið hingað fram á kletta- brúnina og hundurinn fundið lyktina af henni og orðið órólegur við. En nú var hún að minnsta kosti hvergi sjáanleg. Hann kærði sig allra sízt um að eiga við slíkt rándýr á þessum tíma sólarhringsins. Hann gekk lengra með fram klettunum. Þá sér hann allt í einu hvar eitt rándýrið er á . leiðinni að vatnsbólinu til þess að drekka. Harry snaraði rifflinum af öxl sér, lyfti hon- um upp, miðaði og skaut. En í sömu andránni kom annað dýr í ljós og stökk á Harry, sem stóð varnarlaus fyrir slíkri skyndiárás. Harry féll endilangur til jarðar og fann um leið mikinn sársauka í öðrum fætinum. Púman réðist aftur að Harry með enn meiri grimmd. Hún lyfti nú öðrum framfætinum og ætlaði áð greiða Harry rothögg. En í sama bili kom Teddy, réðist á púm- una og beít hana í skottið. Púman lét hramm- inn síga og sneri sér að hinum nýja óvini sín- um. En á meðán notaði Harry tækifærið, tók upp skammbyssuna og miðaði á haus dýrsins og skaut. Púman féll dauð til jarðar. Teddy kom nú til Harrys og sleikti hann allan. Þegar Harry ætlaði að standa upp, þá gat hann það ekki. Hann gat ekki stigið í hægri fótinn. Hann skreið þá að púmunni, settist á hana og tók að athuga fótinn. Sá 160 hann brátt, að fótleggurinn milli ökla og hnés var brotinn. Auk þess hafði hann fengið slæma rispu á handlegginn og aðra á öxlina. Voru þetta djúp sár, og seytlaði blóðið úr þeim. í nokkrar mínútur sat hann kyrr og hugs- aði. — Hvað á ég nú að gera? sagði hann við sjálfan sig. Þetta var verri sagan! Ég mun ekki verða fær um að ganga í næsta hálfan mánuð, og jólapósturinn átti helzt að afhend- ast eftir 2—3 daga .— Rándýrin eru auðvitað nægjanlegur matarforði í langan tíma. Það er mikið af eldiviði inni og vatn ekki langt frá og snjór til að bræða. Af þeim ástæðum er mér óhætt hérna langan tíma eða þangaS til ég get haldið áfram ferðinni. Ef þeir fara þá ekki að sakna jólapóstsins og senda menn eftir honum. En eitthvað verð ég að aðhafast núna! Harry skreið að runna þar skammt frá og skar þar greinar af. Hann ætlaði að nota þær sem speikur við fótbrotið. Fór hann svo að eiga við fótinn og furðaði sig á, hve lítið hann fann til, en það stafaði af því, að fótux- inn hafði dofnað. Hann skreið svo að sleðan- um og náði í band, sem var þar, hagræddi svo brotinu eins vel og hann gat og batt siðan um spelkurnar. Þar á eftir skreið hann að kofan- um og náði í öxi, sem hann notaði til að höggva sér góðar greinar, sem hann gat not- að fyrir hækju og staf. Eftir þetta fór hann að þvo sár sín á öxl og handlegg, bræddi síðan feiti og smurði sárin. Þá tók hann til að flá rándýrin, og Teddy hjálpaði honum að draga kjötið að húsinu, og síðan hengdi hann það upp. Þá fyllti hann öll ílát af vatni. Þegar hann hafði lokið þessu, var komið fram á dag. Þá fór hann líka að fá sárar kvalir í fótinn, og hann fór iíka að bólgna Vanlíðan hans ágerðist, þangað til hann missti meðvitundina og féll í ómegin. Teddy lá hjá honum. Það var liðið fram á kvöld, þegar Harry vaknaði aftur, og var Teddy þá mjög glaður. Þannig líðu fjórir dagar, tók þá heldur að draga úr sársaukanum. Veðrið hafði alltaf verið gott, en á fimmta degi byrjaði að snjóa og fylgdi mikið rok. Stóð það í nokkra daga. Stormurinn feikti snjónum saman í háa skafla. LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.