Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 25

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 25
Til allrar hamingju stóð kofinn í skjóli vi8 klettabeltið, svo að hann fennti ekki i kaf. Harry var farinn að geta hreyft sig meira án þess að finna mjög mikið til. Teddy var alltaf á ferðinni frá kofanum að rándýrs- skrokkunum að fá sér kjötbita. Harry gerði sér ljóst, að enginn myndi leita hans í þessu veðri og yrði það ekki fyrr en komið væri fast að jólum. Að þrem dögum liðnum tók að frjósa og myndaðist hörð frosin snjóhúð ofan á sköfl- unum. Þegar Harry sá Teddy hoppa á sköfl- unum án þess að sökkva niður, skaut þeirri hugsun upp hjá honum, að ef til vill gæti hann sent Teddy með skilaboð. Tók hann strax til að undirbúa það. Hann hjó og tálgaði til breiðan flatan trébút, hit- aði síðan járntein og brenddi þessi orð á trébútinn: — Jólapósturinn strandaður hjá Tröllalind. Brotinn fót — sendið hjálp. Garny. Þegar hann hafði lokið þessu, tók hann klútinn sinn og batt utan um trébútinn, setti það upp í munn hundsins og sagði: — Hlauptu nú Teddy minn, hlauptu til Scotts. En Scott var póstmaður, hinum megin við fjöllin, sem átti að taka við jólapóstinum af Harry. Teddy stóð kyrr dálitla stund. Síðan lagði hann trébútinn á gólfið, flaðraði upp um Harry og sleikti hann allan, rétti síðan aðra framlöppina og kvaddi. Þá tók hann klútinn upp, gelti og þaut síðan út. Harry kallaði á eftir Teddy: — Vertu blessaður vinur minn, og Guð leiði Þig. Tíminn leið og ekki kom Teddy aftur, enda var um margra mílna leið að fara. — Það liðu 2 dagar og 2 nætur, og ekki kom nein hjálp. En nú ætlaði Harry ekki að bíða lengur en til næsta morguns. Hann ætlaði þá að staulast af stað með sleðann og gera til- raun til að koma jólapóstinum á réttum tíma. Eftir að hafa tekið þessar ákvarðanir, fór hann að sofa. En um nóttina vaknaði hann við, að eithvað þungt lá ofan á honum. Hann rauk upp og þreif til skammbyssu sinnar. En þá þekkti hann Teddy sinn, og varð nú mikill fagnaðar- fundur. Um leið og hann faðmaði Teddy að sér, sendi hann þakkarbæn til Guðs. Teddy lagðist við eldinn og tók að sleikja sig, og sá Harry þá, að hann var allur í sár- um, rispum og tannaförum. Sjálfsagt hafði hundurinn lent í bardaga við villidýr. Skyldi Teddy hafa komið skilaboðunum á réttan stað. En því varð ekki svarað þarna um nótt- ina. Eftir að Harry hafði gefið hundinum að eta, lögðu þeir sig aftur og sváfu það, sem eftir var nætur. En í birtingu vaknar Harry við það, að Teddy stendur við dyrnar og geltir. Rétt á eftir heyrir hann að kallað er: — Halló! og aftur er hrópað: — Halló, ertu á lífi? Teddy gelti á móti og rétt á eftir komu 4 karlmenn inn í kofann. Þeir horfðu undrandi á Harry og sögðu: — Við bjuggumst við að finna Garny eldri hérna, en alls ekki þig, Harry. Harry reis á fætur og faðmaði þá alla að sér hvern af öðrum. En fögnuðurinn hafði crðið honum ofraun, því að nú hágrét hinn stóri, duglegi 16 ára drengur. En það voru gleðitár. Þeir félagar hrósuðu honum fyrir dugnað, kjark og hugulsemi og þó sérstaklega live vel var búið um brotna fótinn. Eftir að hafa hluátað á Harry segja frá, hvað á daga hans hafði drifið og hve lengi hann var búinn að dvelja þarna í kofanum, spurðu þeir, hvað það hefði verið, sem hefði haldið honum svona vel við allan þennan tíma. Harry svaraði: — Þegar ég var lítill og átti mömmu, þá kenndi hún mér að biðja til Guðs. Hún bað mig að snúa mér ávallt til Guðs bæði í gleði og i sorg. Það var þessi styrkur frá Guði, sem hjálpaði mér. Ef ég hefði ekki treyst Guði algerlega, hefði þetta ekki farið svona vel. Eftir skamma stund lögðu þeir af stað með Harry og póstinn, og gekk ferðin ágætlega. Harry varð um kyrrt hjá Scott póstmanni og hélt jólin hjá honum. Alls staðar var hon- um fagnað sem hetju og hann dáður sem úrræðagóður ferðamaður. En mesta og innilegasta hrósið fékk hann fyrir það, að hann, 16 ára drengurinn, kann- LJDSBERINN 161

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.