Ljósberinn - 01.12.1957, Page 26

Ljósberinn - 01.12.1957, Page 26
Ólafur Ólafsson, kristniboði, hefur ver- ið á ferðalagi í 'Konsó í haust og dvalið á íslenzku kristniboðsstöðinni þar. Ljós- beranum barzt eftirfarandi fréttabréf frá honum hálfuni mánuði eftir að það var sent frá Konsó, eða í þann mund er ver- ið var að ljúka við að ganga frá efni jóla- blaðsins. SKILAÐ KVEDJIIFRÁ KONSÚ Stofuhurðin er í hálfa gátt, og inn kemur drengur á að gizka tólf ára gamall. Yfirsvip- urinn er ákaflega fallegur, augun tinnusvört og fjörleg. Hárið er hrokkið, og hrafnsvart er það eins og drengurinn allur. Þess vegna ber mikið á hvítunni í augunum og stórum tönn- um, sem skaga fram — sérstaklega þegar hann brosir. Og ég hef aldrei séð hann öðru- vísi en brosandi. — Kómeta leit öðruvísi út, þegar hann kom hingað fyrir hálfu öðru ári, segir Ingunn hjúkrunarkona. Hann var þá borinn hingað liggjandi í hnipri á börum. Ég hélt, að hann væri krypplingur, þegar ég fyrst sá hann. Hann hafði dregið undir sig annan fótinn. Öll síðan þeim megin var stokkbólgin. Fótur- inn var sundur grafinn og annar handlegg- urinn. Drengurinn var grindhoraður og þoldi ekki að við hann væri komið. Hjúkrunarkonan hélt fyrst, að hún gæti ekkert fyrr þetta blessað barn gert annað en að biðja fyrir honum. Þegar hún hafði gert það fannst henni, að hún mundi eitthvað geta hjálpað honum af því að Guð hjálpaði henni. — Þú sérð, að orðið hefur kraftaverk á Kómeta, segir hún. Hann lá í sjúkraskýli kristniboðsins í marg- ar vikur. Fyrstu vikuna var dælt í hann syk- urvatni og hann látinn nærast og styrkjast. Þá opnaði hjúkrunarkonan síðuna og tæmdi úr kviðarholinu fullt fat af greftri. Handlegginn og fótinn gekk seint að græða. aðist við, að það er til einn, sem öllu ræður og óhætt er að treysta, því að hann er sá bezti íörunautur, sem völ er á. Kómeta var leng'i haltur og gekk við staf. Hann gat ekki leikið sér og' hlaupið eins og önnur börn. En nú getur hann það. Og faðir hans segir við hjúkrunarkonuna: —Þú átt þennan dreng. Þú bjargaðir lífi hans. Kómeta snýst fyrir Ingunni, fer fyrir hana á markaðinn og kaupir í matinn og gerir ýmis- legt fleira. En hún hjálpar honum að borga fyrir sig í heimavist barnaskólans. í Konsó er áreiðanlega óvenjulegasti barna- skóli, sem íslenzkir menn hafa starfað við. Það eitt útaf fyrir sig er merkilegt, að ís- lendingar hafa stofnað skóla í Afríku og að hann skuli vera fyrsti barnaskólinn í stóru héraði. — Það hefur komið fyrir í heiðnum löndum ótal sinnum áður, að kristniboðar stofnuðu fyrstu skólana og fyrstu sjúkrahúsin. Ég sá hópinn, 70—80 börn, út um stofu- gluggann á heimili kristniboðanna okkar, Kristínar og Felixar Ólafssonar. Langt að gat ég séð, að þau voru lítið klædd, sum hálf- nakin, önnur í rifnum og óhreinum görmum og öll berfætt. Fullorðið fólk er alveg eins til fara. Hér er það heldur ekki siður að þvo sér — nema kannske þegar rignir — og sápa og handklæði eru óþekktir hlutir. Daginn fyrir afmæli keisarans voru skóla- börnin öll send upp að vatnsbóli til að þvo sér. Þá varð húðin fagurlega blásvört og gljá- andi, en ekki grámórauð af óhreinindum. Annar skóli er nýstofnaður hér í Konsó. Felix heldur þó, að 96 börn af hverju hundr- aði gangi ekki í skóla. 162 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.