Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 27
Ég hafði kennslustund um Island í öðrum bekk. Þar voru 12—14 ára gamlir drengir. Ég skilaði kveðju frá börnum heima, sem oft hafa gefið til kristniboðs og eiga sinn þátt í að þessi skóli var reistur. Þeim var sagt, að kæmu þau í heimsókn til íslands yrði tekið vel á móti þeim. Það væri skemmtiferðalag mikið að fara til íslands með skipi, sem tek- ur nokkur hundruð farþega og er stærra en skólahúsið hérna. Nú fóru börnin að taka eftir. Þau hlustuðu með opinn munn. Skip hafa þau aldrei séð og geta varla trúað, að þau séu þetta stór. — Þessi stóru skip eru mjög hraðskreið en sigla þó ekki til íslands á skemmri tíma en 3—4 vikum. Ég les það úr augum barnanna, að þau geta naumast hugsað sér, að hafið sé svo stórt. Konsó er yfir þúsund kílómetra frá hafi, svo sjó hafa þau ekki séð. — Landið okkar er ákaflega fallegt, en það var nefnt fsland af því, að þar er mikið um ís og snjó. Stærstu nemendurnir hafa heyrt nefnda „hvíta rigningu". En hér hafa ekki aðrir en við íslendingarnir séð snjó og ís. Börnum á norsri kristniboðsstöð var feng- inn ísmoli í hendur. Þeim sýndist þetta vera glerbiti og hentu mikið gaman að, hve hann var kaldur, háll og blautur, — en furðulegast hve ört hann minnkaði í heitum lófum þeirra. Öll vildu þau halda á honum, misstu hann úr greipum sér, gekk 'illa að handsama hann aftur — og hlógu. Það er margt í hinum stóra heimi, sem þessi afríkönsku börn hafa ekki séð eða heyrt getið. En þau gætu frætt íslenzk börn um margt furðulegt frá sínu eigin landi. Þau voru ekkert hissa á því, að ég sá þrenn strútshjón á leiðinni hingað. Það getur vel verið, að pabbi eða bróðir einhvers drengj- anna í skólanum okkar í Konsó hafi drepið Ijón eða hlébarða. Ég hef í vasanum fyrsta hlutinn, sem mér var gefinn hér — krókódíls- tönn. Til eru líka í Eþíópíu fílar, vatnahestar, röndóttir sebrahestar og fjöldi annarra villi- dýra, sem börnin í Konsó þekkja vel til. Um slöngur og skordýr er bezt að tala sem minnst. Mikið er hér um ákaflega fallega fugla, allavega lita og blóm og pálma og alls kon- Leikbræður í Konsó. ar trjátegundir. Konsó er nefnilega ekki langt fyrir norðan miðjarðarlínu, þar sem eru heit- ustu og frjósömustu slóðir jarðar. . . Þess vegna geta börn gengið hér um bil eðaalveg nakin. Litlir drengir hafa mjög oft ekkert annað á sér en einn grannan snæris- spotta í beltisstað. Það þykir fínt. Litlar stúlk- ur eru í skinnpilsi, sem nær frá lendum nið- ur á hné. Þær, sem eru allra fínastar, eru með marglitar glerperlufestar um hálsinn. Eina sá ég með 15 siíkar festar. — Nokkrar stúlk- ur eru hér í Jaglegum kjólum um helgar, þeg- ar þær koma til kirkju. Þeir hafa verið saum- sðir á íslandi, — það sé ég. — Er til nokkuð, sem er nauðsynlegra og blessunarríkara en það, að hlýða hinzta boði Jesú: Farið og gjörið allar þjóðir að mínum lærisveinum? Hefur þú tekið þá skipun til þín? Er hún þér alveg óviðkomandi? Jesús dó fyrir þig. Hvað gerir þú fyrir hann? — Með þessum fáu línum skila ég lesend- um Ljósberans kveðjum frá Konsó. Staddur í Konsó 6. nóv. 1957. Ólafur Ólafsson. LJDSBERINN 163

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.