Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 28

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 28
Á ÆVINTÝRAFERÐ í EÞÍÓPÍU ^jrramha idóiaqa aflir ijenqt Iflarklund EFNISAGRIP: Steinn er sonur kristniboðans í Ersó. Abebe var nemandi á kristniboðsskólanum og vinur Steins. Þeir hafa verið teknir til fanga af ræn- ingjum. Belatjó var þjónn kristniboðans, en í vitorði með rœningjunum. Hann hefur sótt lausnarfé til kristniboðans, en ræningjarnir neita að láta drengina lausa af ótta við, að þeir vísi á felustað þeirra. Drengirnir fá að ganga lausir og búa saman í kofa, þar sem þeir eiga að matreiða handa sér sjálfir. Fylgsni rœn- ingjanna er uppi á þverhnýptu fjalli, þar sem aðeins er þröngt einstigi niður og þess vand- lega gœtt. Það er því ekki árennilegt fyrir drengina að reyna aö flýja. Þegar hér er kom- ið, hafa þeir Steinn og Abebe orðið ósáttir .... ? ? '? Steinn ætlaði að biðja Abebe fyrirgefning- ar, — ef hann kæmi þá aftur. Mamma hans hafði sagt honum, að hann ætti að biðja fyr- irgefningar, ef hann gerði einhverjum rangt til. Hann spennti greipar og bað til Guðs: Góði Guð fyrirgefðu mér, að ég reiddist Abebe og særði hann. Láttu Abebe koma aftur, svo að ég geti beðið hann fyrirgefningar — og við getum flúið héðan. Amen. Það leið ekki á löngu, að Ababe kæmi. Hann kom með leirkerið fullt af vatni og fór strax að búa til mat. Egg höfðu þeir keypt áf gam- alli konu. Hún hafði gefið þeim ögn af salti í matinn. Steinn sat hljóður um stund og horfði á Abebe. — Heyrðu, sagði hann, viltu fyrirgefa mér að ég var vondur við þig í gær? Ég var svo reiðir að ég vissi ekki hvað ég var að segja við þig. Þú ert bezti vinur minn. Hvort menn eru hvítir eða svartir skiptir engu máli. Abebe horfði undrandi á hann. — Hvernig get ég vitað að þér sé þetta alvara? Hvítir menn líta niður á okkur. Þeir koma hingað og taka landið okkar og vilja að við þjónum sér. Og alltaf er verið að minna okkur á, að við erura svartir, eins og það sé ljótt. — Pabbi og mamma komu ekki hingað til landsins til þess að þið þjónuðuð þeim, held- ur til þess að kenna ykkur að þjóna Guði, svaraði Steinn. Abebe leit upp. — Já, það er alveg satt, sagði hann hugs- andi. Mér fellur mjög vel við þau. í nótt var ég að hugsa um að draga þig sofandi út úr kofanum og henda þér út fyrir þverhnípið, og gerast sjálfur ræningi. En þá var alveg eins og væri hvíslað að mér: Þú skalt ekki morð fremja! Þá bað ég Guð að hjálpa mér að verða kristinn. Abebe sneri sér að eldstæðinu og skaraði í eldinn. Steinn bað Guð að láta-Abebe alltaf vera hjá sér. Flótti í undirbúningi. Næstu daga voru þeir Steinn og Abebe öll- um stundum að athuga möguleika á flótta. Abebe hélt sig mikið í nánd við bústaði ræn- ingjanna, en Steinn rannsakaði hamrabrún- ina í von um að finna skarð í henni eða hent- ugan sigstað. Honum var svo sem leyft að þreifa fyrir sér, ræningjarnir hlógu bara að honum, svo öruggir voru þeir um. að hamr- arnir væru betri en nokkur fangagirðing. En honum var sama þó að hlegið væri að honum. Hann var viss um, að einhvern tíma og ein- hvern veginn mundi þeim takast að flýja. Steinn lá á berghamrinum með höfuð og axlir út fyrir brúnina. Hann var óhræddur og fann ekki lengur til svima. Hann tók vel eftir hvar helzt var von um að finna fótfestu í skor- um, á nybbum og stöllum í bergveggnum. Það 164 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.