Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 29

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 29
gat hugsast að hægt væri að síga niður á einn stallinn og af honum niður á þann næsta, stall af stalli. Það er hægt að hugsa sér margt, sem er þó vonlaust. Drengirnir litu nokkrum sinnum niður í skarðið, sem ræningjarnir höfðu farið upp með þá. Þar stóð alltaf varðmaður, og hann var til með að miða byssunni á þá, ef þeir gerðust nærgöngulir. Þessi eina leið upp á tindinn og niður af honum var þeim lokuð. Dag einn hafði Steini tekizt að laumast óséður af öllum miklu nær skarðinu en áður. Hann gerði þá stórkostlega uppgötvun. Um tíu metra fyrir neðan sig sá hann mjóan klettastall eða syllu, sem lá skáhalt niður í skarðið fyrir neðan varðmanninn. Honum virtist auðvelt að komast niður á stallinn, en hann var ákaflega mjór og hengiflug fyrir neðan. Og hann hélt, að hægt mundi vera að feta sig eftir stallinum, en miklu erfiðara fyrir það, að það varð að gerast í myrkri, ætti varð- maðurinn ekki að sjá til þeirra. Hann sagði Abebe frá þessari uppgötvun. Eftir að þeir höfðu athugað þetta betur, leizt Abebe svo á, að þarna væri reynan'di að kom- ast undan. En hann áleit það þó ekki hægt nema í tunglsbirtu. — En tunglsbirtan lætur nú bíða eftir sér í hálfan mánuð. Þá verður tungl í fyllingu og sæmilega ratljóst. En þá er líka hugsanlegt að sjáist til ferð okkar. Við verðum að vona það bezta. Abebe hafði verið á hnotskóg eftir reipi og gat gengið að því vísu. Reyndar var það ekki tíu metra langt, en hann hafði fundið spotta, sem hægt var að binda saman. Þeir hugsuðu og töluðu varla um annað en væntanlega flóttatilraun. Hvernig áttu þeir að fara að því að síga niður á klettastallinn? Varla var hægt að festa bandinu uppi á brún- inni af því þar var lausagrjót, enginn fast- ur steinn. Á einum stað var mjó, en djúp sprunga í brúnina. Hugsanlegt var að leggja staur yfir enda sprungunnar og festa bandi í hann. Spjót gæti komið að góðu gagni, þau voru sterk og nógu löng til að ná yfir sprungu- mynnið. Ræningjarnir höfðu nóg af spjótum, það hlaut að vera hægt að krækja sér í eitt. Drengirnir tóku sig saman um að bíða þess hinir rólegustu, að tækifæri gæfist til að ílýja. Áhættan var mikil. Þeir urðu að gæta ir mt, 9 Ó, Kristur Jesús kæri þinn kærleikur mér skín, og þakkir þér ég færi einn þú ert hjálpin mín, og leiðir lífs á vegi, svo lofað get ég þig, á öllum ævidegi þú öruggt styður mig. Þú leyfir mér að ljóða, svó ljúft um kærleik þinn, og gæzku þína góða, sem, Guð, ég ætíð finn, þú vermir vonir mínar og veitir hvíld og skjól. Ó, helgar hendur þínar mér heilög gefa jól. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. allrar varkárni. Steinn var ekki heldur von- laus um, að pabba hans tækist að f á hermenn til að frelsa þá úr höndum ræningjanna. Abebe stakk upp á því, að þeir reyndu að ná sér í föt af ræningjunum og fara með fyrstu birtu einhvern morguninn niður í skarðið í von um, að varðmaðurinn héldi, að þeir væru ræningjar og léti þá fara leiðar sinnar. Steinn yrði auðvitað að sverta á sér andlit og hendur með kolum. Það var verra að ráða bót á því, að hann var lítill vexti, miklu minni en fullvaxinn ræningi. Þeim hugkvæmdist, að þeir gætu fengið að láni kvenfatnað handa honum. Hann átti að búa sig eins og kona, ríða múlasna og helzt halda á litlu barni, — en það gátu orðið erfiðleikar á að ná í það og jafnvel líka erfiðleikum bundið að losna við það aftur. Abebe átti að líma á sig svart yf irvararskegg, haf a byssu um öxl, en spjót í hendi, og teyma undir — kon- unni sinni. Varðmaðurinn mundi auðvitað LJDS B ERI NN W5

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.