Ljósberinn - 01.12.1957, Síða 30

Ljósberinn - 01.12.1957, Síða 30
halda, að þetta væru hjón á leið niður af fjall- inu. Drengirnir styttu sér stundir með ráðagerð- um eins og þessum. Annars fannst þeim hver dagur langur. Þeir höfðu nóg að borða eins lengi og peningar Steins entust fyrir matar- kaupum. Konur ræningjanna seldu þeim egg, mjólk og ingjerakökur eftir að dimmt var orð- ið á kvöldin, því að enginn mátti vita um það. Steinn var allur með hugann heima í Ersó. Foreidrar hans voru ugglaust ákaflega hrædd um hann. Og hvað mundu drengirnir segja þegar skólinn byrjaði og Steinn og Abebe ekki komnir? Þeir færu að leita þeirra. Belatjo var enn meðal ræningjanna, en hann forðaðist að láta Stein og Abebe sjá sig. Steinn rakst þó einu sinni á hann. — Belatjo! kallaði Steinn. Belatjo hafði ekki orðið hans var. Þegar hann sá Stein, sneri hann undan og hélt af stað. Steinn hljóp á eftir honum og þreif í handlegginn á honum. — Belatjo, hvað sagði pabbi, þegar þú fékkst honum bréfið? Belatjo hratt honum frá sér. — Ég heiti ekki Belatjo. Nafn mitt er Alí. Ég skil ekki, hvað þú ert að tala um, sagði Belatjo reiðilega. Ó, nei, hann kannaðist ekki við, að hann væri Belatjo. Það gat meira en verið, að hann hafi sagt skakkt til um nafn sitt, þegar hann var á kristniboðsstöðinni. En Steinn var viss um, að hann þekkti hann. Svikarann! Dimm nótt. Abebe lá eins og ormur á bak við kofa ræningjaforingjans og hlustaði. Það var nið- dimm nótt. Tunglið var ekki komið upp. Froskar og engisprettur gögguðu og suðuðu svo hát.t, að Abebe reyndist erfitt að heyra mál manna inni í kofanum, sem þó var tilgngur hans. Foringinn hafði stefnt nokkrum forustu- mönnum bófaflokksins á sinn fund. Abebe var ákveðinn í að komast eftir, hvað nú væri á seyði. Steinn var ekki með honum. Hann skildi ekki mál ræningjanna enda öruggast, að Abebe væri einn, síður hætta á, að ræn- ingjarnir yrðu varir við hann. Ræningjarnir töluðu í hálfum hljóðum, svo að varla heyrðust orðaskil, og voru þó kofa- dyrnar opnar. Foringinn var dálítið skræk- róma. Abebe þekkti röddina og heyrði hvað hann sagði, því að þá þögðu hinir. — Ég hef kallað ykkur á minn fund til þess að ræða við ykkur um nýjar ráðagerðir, sagði hann. Það er ekki útlit fyrir, að hvíti maðurinn ætli að gera neitt frekar til þess að leysa út strákhvolpana. Hann heldur ef til vill, að þeir séu dauðir. Eða máske gerir hann ekkert annað en að biðja guðinn sinn. Annað getur hann ekki heldur gert, hingað kemst enginn. Er ekki tími til kominn, að við förum aðra herferð. Nú tóku margir samtímis til máls. Abebe heyrði aðeins orð á stangli. En það heyrði hann, að ekki voru allir sammála. — Hljóð! kallaði foringinn byrstri röddu. Heyrum hvað öldungurinn Alemajehús hefur að leggja til málanna. Þó að Abebe legði sig allan fram um að heyra hvað öldungurinn sagði, gat hann ekki greint eitt einasta orð. Þá tók foringinn aft- ur til máls: — Á morgun fer stór áætlunarbíll frá Addis Abeba norður til Gesha. Með þeim bíl ferð- ast ósjaldan ríkir kaupmenn. Mér finnst tími til kominn, að þeir færi Andafjalli fórn sína. Hér er til mikils að vinna, en ekki að áhættu- iausu. Við verðum að leggja af stað á morg- un fyrir sólaruppkomu. Enn urðu nokkrar umræður um málið, og aftur bað foringinn sér hljóðs. — Áður en farið verður niður af fjallinu verðum við að ákveða, hvað gera á við fang- ana. Ég held, að bezt sé að losa sig við þá og það sem allra fyrst. Það getur enginn sannað, að við höfum tekið þá. Við losum okkur við þá áður en við leggjum af stað á morgun. Það fór hrollur um Abebe. Líklega var ætlunin að hrinda þeim fyrir björg. Þá tók öldungurinn, Alemajehús, aftur til máls. — Svarti strákurinn samlagast okkur. Hann er hraustur og liðugur og getur með tímanum orðið góður liðsmaður. Látið hann velja milli lífs og dauða. En hvíta strákinn er bezt að losa sig við með góðu móti. Ég legg til að honum verði hent fyrir hýenurnar, þið látið hann fljúga út fyrir til þeirra áður en þið farið. Abebe skiidist, að nú væri fundinum að 166 LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.