Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 31

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 31
verða lokið. Hann þurfti að hraða sér heim í kofann til Steins. En hvað átti hann að segja honum? Það var lítil von um að þeim tækist að flýja. Sjálfur þurfti Abebe ekki að óttast um líf sitt, þó að ræningjarnir kæmu undir morguninn og tæki þá. En hann gat ekki hugsað til þess að Steini yrði gert minnsta mein. Þeir urðu að hætta á að flýja. Sporléttur eins og köttur stökk Abebe til kofans. Hann vissi að Steinn beið hans ó- þreyjufullur. — Hefurðu heyrt nokkuð? — Já. Við verðum að flýja í nótt. Á morg- un er það um seinan. Síðan sagði Abebe frá því, sem hann hafði orðið vísari. •— Þú getur þá orðið hér eftir, sagði Steinn. Ég fer einn. Þú heldur fyrir mig í bandið og hjálpar mér til að síga. Steinn talaði um þetta ofboð rólegur, en það mátti þó heyra að honum stóð alls ekki á sama. Hann gat ekki án vinar síns Abebe verið. — Nei, sagði Abebe mjög ákveðið, við för- um báðir. Ég er kristinn og get' ekki verið hér. Ég fer með þér til Ersó. Steinn varð þessu svari feginn. Abebe var ágætur. Nú gátu þeir hjálpazt að. — Við þurfum að hafa með okkur nesti, sagði Abebe, kökur og maísstöngla. Egg er ekki hægt að hafa með sér, þau mundu brotna. Drengirnir festu farangrinum, sem ekki var annað en smáböggull, við belti sér, til þess að hafa hendurnar frjálsar. Þeir læddust út að afskekktum kofa eða skýli, sem kýr leit- uðu til þegar rigndi. Þar hafði Abebe falið sigböndin. Hann hafði áður haft augastað á staur, sem stóð upp við einn kofavegginn og gekk nú að honum vísum þó að dimmt væri. Þeir komust klakklaust fram á klettbrún- ina og fundu skoruna. Fyrsta verk þeirra var að festa staurnum og binda við hann sigband- ið. Þeir áttu líf sitt undir því að vel væri frá þessu gengið og að ekkert bilaði. Skýjað var og naut því ekki tunglsbirtunnar sem skyldi. Þeir voru öruggir um að geta fótað sig á klettasyllunni þó að dimmt væri, auk þess var síður hætt við að sæist til ferða þeirra. — Ég síg fyrst, hvislaði Abebe. Geti ég ekki fótað mig á syllunni, verður þú að draga A ÖLDUM HAFSINS Hafskip vorra tíma eru einna líkust fljót- andi borgum. Þau þjóta um höfin með þúsund- ir manna innan borðs. Þar eru öll fullkomn- ustu þægindi, sem hægt er að fá. Þar eru stórir salir, íþróttavellir, sundlaugar, sölubúðir og jafnvel eigin dagblöð. Eitt af stærstu hafskipum síðari ára var franska skipið „Normandie". Það var 313 metra langt, 36 metra breitt og var 80.000 tonn. Það gat flutt yfir 2000 farþega og hafði 1300 manna áhöfn. Á stríðsárunum var Nor- mandie notað til herflutninga, og kom þá.upp eldur í því, og það eyðilagðist. mig upp aftur. Ef ég kippi í bandið, er það merki um það að allt sé í lagi. Þá kemur þú niður til mín. — Allt í lagi, sagði Steinn. Abebe lét sigbandið renna út fyrir brún- ina, en annan enda þess höfðu þeir bundið um staurinn. — Getur þú séð, hvort bandið nær niður á sylluna? spurði Abebe. — Nei, ég sé ekkert. En það verður að ná, sagði Steinn. — Ég fer þá, sagði Abebe. í sömu svipan sáu drengirnir háan, skugga- legan mann nálgast sig. Það var einn af ræningjunum. Hann kom hávaðalaust, eins og hefði hann sigið niður úr skýjunum á sömu stundu og. þeir voru að því komnir að flýja. Nú var öll von úti! LJÓSBERINN 167

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.