Ljósberinn - 01.12.1957, Side 32

Ljósberinn - 01.12.1957, Side 32
— Við gleymdum að biðja til Guðs, var fyrsta hugsun Steins. Faðir og sonur. — Hvert hafið þið hugsað ykkur? sagði ræninginn í hálfum hljóðum. Hann stóð hreyfingarlaus fyrir framan drengina. Hann var í einkennisbúningi her- manna, með belti og skammbyssu. Andlitið var dökkt og þeim ósýnilegt vegna dimm- unnar. Það galt líka einu hvernig hann leit út. Þeim nægði að vita, að hann var ræningi, sem engrar miskunnar var að vænta af. Öll von var úti. Abebe sat svo utarlega á brún- inni, að búast mátti við á hverri stundu að hann hyrfi út fyrir þverhnípið. Honum stóð alveg á sama. — Heim til Ersó, svaraði hann og kenndi þráa í röddinni. — Þangað komist þið áreiðanlega ekki, svaraði ræninginn. Þið komizt ef til vill nið- ur á klettastallinn, en lengra ekki. Þar mund- uð þið finnast þegar birtir. Fangar hafa reynt áður að komast þessa leið, en alltaf mistek- izt og orðið fegnir að við drógum þá upp aftur. Syllan liggur nefnilega ekki alla leið að skarðinu. Drengirnir svöruðu ekki. Það var eins og þeim stæði á sama um allt. — Vegna hvers vildir þú flýja? spurði ræn- inginn og sneri sér að Abebe. Þú vissir þó að þér yrði lofað að lifa og vera hér hjá okkur. — Ég vil ekki verða eins og þið, svaraði Abebe. Ég vil lifa fyrir Guð og get þess vegna ekki verið hér. Ef þið hrindið hvíta drengn- um fram af bjargbrúninni, þá verðið þið að láta mig fara sömu leið. — Hvað hétst þú áður en þú varðst krist- inn? — Ahmed. — Þú ert sléttubúi, það heyri ég á mæli þínu. — Hvað, hét faðir þinn? — Ómar Alí, en hann er dáinn. Ræninginn þagði. Hann settist við hliðina á Abebe og horfði á andlit hans en sagði ekki neitt, þangað til allt í einu að hann faðmaði hann að sér. — Flyttu þig frá brúninni, þú getur dottið út fyrir. Þú ert sonur minn! Abebe hrökk við. Óttasleginn horfði hann upp til ræningjans. — Ert þú faðir minn? Það eru liðin sex ár síðan faðir minn dó. — Já, sex ár síðan hann hvarf. Er móðir þín lifandi? — Nei, hún dó í fyrra. Hún lá veik ein í kofa. Eina nóttina komu hýenur. Ég var úti hjá úlföldunum. — Jæja, er hún dáin. Hún var góð kona. En hvað um bróður þinn? — Hann er giftur og á börn. Ég vildi ekki vera hjá honum. — Hvar býr hann? — Hann býr við eyðimerkurjaðarinn, þar sem áin hverfur í sandinn. Ég strauk frá honum. — Hvers vegna fórst þú til Ersó? — Fyrst var ég í Harar, en bróðir minn sótti mig þangað. Þá strauk ég til Ersó og þar var ég skírður, og á nú ekkert skylt við þig- — Þú varst sonur minn, sagði ræninginn eftir dálitla þögn. Ég fór frá ykkur og vildi lifa frjálsu lífi háfjallaræninga. Stundum hef- ur mig iðrað þess, en nú get ég ekki snúið aftur. Verðir þú hér hjá mér, þá getur okk- ur báðum liðið vel. Abebe svaraði engu. Hann hélt enn í sig- bandið. — Ég skal hjálpa þínum hvíta vini til að flýja, sagði ræninginn, ef þú verður hér eftir. Þú þarft ekkert að vinna. Við höfum nóga peninga. Þegar þú verður fullvaxinn, færð þú einkennisbúning oð vopn og færð að fara með okkur í ævintýralegar ránsferðir. Abebe svaraði ekki. Hann þurfti að hugsa sig um. Honum hafði nú boðizt tækifæri til að bjarga lífi sínu og Steins. Þæði hann það ekki, mátti búast við að ræninginn færi með þá á fund foringjans og þurftu þeir þá ekki að vænta sér neinnar vægðar. — Þetta var faðir hans, sem allir héldu að væri dáinn. Hann hafði veitt honum athygli áður og fundizt hann vera líkur einhverjum, sem hann þekkti. En að hann væri faðir hans hafði honum aldrei komið til hugar. Hvað var réttast að gera? Átti hann að verða hér eft- ir, fara ekki aftur til Ersó, hætta að biðjá til Guðs? Abebe leit til föður síns. 168 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.