Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 34

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 34
? TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUMR ? Saga um jólasálm. Það var á aðfangadagsmorg- un. Marteinn Lúther sat á vinnustofu sinni. Þá voru dyrn- ar opnaðar og Káthe kona hans leit inn: — Heyrðu Marteinn, sagði hún, ég hef svo mikið að gjöra. Hjálpaðu mér nú svolitið, og sittu hjá Hans litla, svo að ég geti haldið áfram að vinna. Hinn lærði maður gerði eins og hún bað og settist hjá vöggu sonar síns. Er hann situr þarna, beygir hann sig yfir vöggu barnsins og virðir sofandi barnið fyrir sér. Hann verður hugsi. Hann sér fyrir sér hinn mikla kærleika vors himneska föður. Einmitt á jólakvöld lá Jesús, Guðs ein- getni sonur, sem lítið ósjálf- bjarga barn í jötu. Hann verð- ur gagntekinn af þessari hugs- un, tekur hörpu sína og fer að stilla hana. Þarna við vöggu litla sonar síns, orkti hann sálminn.: Af himnum ofan boðskap ber, og bjó til lagið við hann. Þessi sálmur hefur síðan ver- ið sunginn á hverjum jólum um víða veröld. Gamlar gátur. 1. Konungar og prestar, herra- menn og bændur neyta af því, og þó kemur það eigi á nokkurs manns borð. 2. Þau hlaupa yfir láð og lög, og hafa þó enga fætur. 3. Faðirinn er ekki fæddur. Allt um það leikur sonurinn sér á húsþakinu. 4. Hvert er ílát það, sem hefur ekki nema eitt hvolf og hef- ur þó í sér tvenns konar drykk? 5. Hvert er hol það, sem hef ur hvíta gadda bæði úr lofti og gólfi? 6. Hver er sá granni járnhest- ur, sem hefur langt tagl úr hör? 7. Hver plægir hinn stærsta akur og skilur þó ekki eftir neitt plógfar? 8. Tunnan æpir, en þeir, sem drekka af henni þegja. 9. Þar er bót of an á bót, og þó sést ekkert nálsporið. 10. Hver spýta er þyngst? Samstöíur. a—a,;—a—al—arn—blá—bleik— burm—fell—flokk—foss—frið ¦—gull—há—holt—kin—land— —log—mund—rik—stór—u— ur—ur—ur—versk—þýð. Myndið úr þessum samstöf- um 10 orð, er merkja: Fjall, hestsnafn, karlmannsnafn, land í Asíu, hérað í Noregi, konung á Norðurlöndum, bæjarnafn, tungumál, stjórnmálaflokk og skipsheiti. Hvað er þetta? Kru Mmik Runka Rúti Kal Larán Af Nas Inn Egfa Nnhö Fuða Fhrú Ti Hr Yggog Ærus Kin N. Veiztu —? 1. Af hvaða stétt Sakarías, faðir Jóhannesar skirara, var? 2. Af hvaða merkum manni Elísabet, móðir Jóhannesar, var komin? 3. Hvort þau áttu heima i Júd- eu eða Galíleu? 4. Hver var landsstjóri í Sýr- landi, þegar Jesús fæddist? 5. Hvað nafnið Betlehem þýð- ir?' 6. í hvaða landshluta Betle- hem var? 7. Hvaða spámaður ritaði orð- in, sem engillinn sagði við Jósef, sbr. Matt. 1,23? 8. Hvað Lúkas var, sá er skrif- aði jólafrásöguna, sem hefst á orðunum: En svo bar við uni þessar mund- ir...? 9. 1 hvaða landshluta Nazaret var? 10. Hvort Jesús eignaðist nokk- ur systkini? Aítur á bak og ófram. a) Hvaða karlmannsnafn úr Biblíunni (maðurinn var uppi á dögum Davíðs) má lesa bæði aftur á bak og áfram, án þess að það breytizt? b) Hvaða kvenmannsnafn úr guðspjöllunum má lesa á sama hátt? c) Hvaða íslenzkt karlmanns- nafn (i þolfalli) má einnig lesa á sama hátt? Svör. Bjy (P BUUV (q UBJB^J. (B •uiu.ijb So nBq v, Jnwv — '9^'sx 'iivw '-*qs 'Sf 01 'naniBD j 6 'm'f 19X •jqs) jiujísst; 8 •(fl'L) BCssaf i •napnf j 9 •QisrujgnBJa S 'snaue -*&yi f 'nepnf j £ -asoM jngpjq 'uojv Z 'Jn^saja \ l — nízia^ •uuinsnjæS So SSXjq • 'ijnjq jb snjoq uubj Sg :UUIS HUJBU B JEHB5Í 'ijn jBJjunj>i luiumjx •ssoj -Iino 'jnn>ioijnöXd.p3 *B5{sjaA -ut>i 'j[oqjojs 'sn-iQRI 'Pubi -Bgopjjj 'Buuna 'jnpunuiujv 'jn>iiaia 'Iiaj?ia :anjo)suii3S 'SUBJBijaq JnjBJS 01 •jngijBiSnjj 6 -uins!Jg qsw uIas 8 'JnsBUJijAjs L 'lBuumBs ppæjcj 9 -uinuuo} saui Jnuunj\[ S -333. f un>[ÍaH g -uU^s Z •ui>iio(:uijng9]A[ x 'jivjpS jrcuuuí) aJLióób, .ioóí 'ennn ""> Barna- og unglingabluð með mynd- um. Kemur út sem svarar einu sinni i mánuði, l>ar af tvöfalt sumarblað og íirefalt jólablað, samtals 172 siður. Ritstjóri er Astráður Sigurstein- dórssnn, skólastjóri. Formaður útgáfust.jórnar er ólafur ólafsson, kristniboði, Ásvallag. 13, simí 13427. Afgreiðslumaður er GuS- mundur Aennrsson, Bjarnarstig 12, simi 12S38. I'tanáskrift blaðsins er : Ljósberinn, Pósth. 27G, Bvík. Askriftargjald er kr. 30,00. Gjalddagi cftir útkomu fyrsta blaðs ár hvert. Prentaður í Fclagsprentsm. n.f. 170 LJ ? S B E Rl N N

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.