Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 35

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 35
D6URNAR HENfflR MÖMM Steíndu á stjörnuna. Sjómaður nokkur sagði eítir- farandi sögu: Fyrir mörgum árum var ég á stóru seglskipi. Þetta gerðist á dimmri stormnóttu. öldurnar risu hátt, og við reyndum að sigla skipinu frá ströndinni. En okkur bar nœr og nær brim- garðinum með hverri mínútu, sem leið.Skipstjórinn okkar var reyndur sjómaður. Hann var veikur, en tók sjálfur við stýr- inu, þegar útlitið var sem svartast. Hann tók á öllu, sem hann átti til og gaf stuttorðar, en ákveðnar fyrirskipanir. — Karl, kallaði hann til mín, stattu hérna hjá mér, ef kraft- ar mínir skyldu bresta. — Sérðu stjörnuna þarna uppi? — Já, herra skipstjóri, svar- aði ég. — Ef ég skyldi gefast upp, skaltu stýra beint á stjörnuna, og þá er ykkur óhœtt. En ef þið missið sjónar á stjörnunni, þá er voðinn vís. —Og gleymdu þvi ekki heldur, Karl, að það er til ein stjarna, sem þú verð- ur að stefna á, ef þú vilt kom- ast í örugga höfn. Ég skildi vel, hvað hann átti við. Hann notaði þetta tæki- færi til að benda mér á Jesúm Krist. Það var ekki heldur í fyrsta skipti, sem hann gerði það. Brátt voru kraftar hans á þrotum, og hann gat ekki staðið lengur við stýrið. Hann var borinn niður í klefa sinn. En um leið og hann var borinn niður, kallaði hann til okkar: — Missið ekki sjónar af stjörnunni piltar! Ég lét binda mig fastan við stýrið, svo að mér skolaði ekki fyrir borð. Ég stýrði beint eftir stjörnunni, eins og skipstjór- inn hafði sagt mér, og stjarnan vísaði okkur á rétta leið. Við komumst brátt úr allri hættu. Þegar hættan var liðin hjá, fór ég niður í klefa skipstjór- ans. Þá var hann dáinn, og fáni hafði verið breiddur yfir hann. Ég kraup á kné við beð hans með tárvot augu og bað Drott- inn heitt og innilega um að leiða mig eins farsællega i gegnum storma lifsins eins og hann hafði leitt okkur með stjörnunni þessa nótt. Bæn mín var heyrð. Upp frá þeirri stundu hef ég ávallt átt Jesúm Krist, sem leiðarljós lífs míns. HjarSpípan. Það er til gömul helgisaga um fjárhirðana í Betlehem: Er þeir höfðu heyrt boðskap eriglanna, fóru þeir til Betlehem til að sjá barnið. Þegar þeir komu inn í fjárhúsið ætluðu þeir að ganga að jötunni hver á eftir öðrum og gefa barninu ofurlitla gjöf hver. Sá yngsti i hópnum var 13 ára gamall. Þegar hann kom að jötunni, horfði hann frá sér numinn á barnið, sem englarnir höfðu sagt honum frá, og ætl- aði ekki að geta slitið sig frá því. Á meðan hann stóð og horf ði á barnið, spurði hann sjálfan sig: Hvað á ég að gefa? Hann hugsaði sem svo: — Hér er næðingssamt og barnið er illa klætt. Ég ætti að fara úr skykkjunni minni og breiða hana yfir jötuna, þá verður barninu ekki kalt. Drengurinn leit á skykkjuna sína. Hún var bæði gömul og slitin. Nei, hann varð að gefa Jesúbarninu eitthvað betra. Það varð að fá það bezta. Átti hann nokkuð betra en smala- skykkjuna? Jú, í vasanum geymdi hann hjarðpipuna. Þetta var bezta hjarðpípan, sem til var á Betlehemsvöllun- um. Þegar hann blés í hana, þögnuðu allar aðrar hjarðpíp- ur, því að allir vildu heyra tón- ana, sem hann náði úr hjarð- pipunni sinni. Margir fjárhirð- ar höfðu viljað kaupa hana af honum og boðið mikið fé fyrir hana. En drengurinn hafði aldrei viljað selja hana, þótt hann væri fátækur. Hjarðpíp- an var dýrmætasti fjársjóður hans. Þá datt honum í hug: — Á ég að gefa Jesúbarninu hjarðpíp- una mína? Nei það er of mikið! Honum varð aftur litið á barnið, og þá sagði hann við sjálfan sig: — Jú, Jesúbarnið á að fá hana, það á að fá það bezta, sem ég á. En áður en ég gef hana, ætla ég enn einu sinni að leika á hana fallegustu tónana, sem ég get. Því næst fór hjarðsveinninn út í horn í f járhúsinu og tók að leika á hjarðpípuna sína. Hann lagði alla sína ungu sál inn í tónana. Hinir yndislegustu tón- ar fylltu fjárhúsið. Hinir hirðarnir og Jósef hlustuðu i mikilli hrifningu. María spennti greipar og horfði til himins. Henni fannst engla- söngur fylla f járhúsið. Þegar síðustu tónarnir dóu út, gekk drengurinn að jötunni og lagði hjarðpipuna sína við hliðina á Jesúbarninu. Þá rétti Jesúbarnið, fram litlu hendurnar sínar til drengs- ins og brosti sínu fyrsta brosi. Gó3 stúlka. 1 kirkjugarði nokkrum var legsteinn á leiði lítillar telpu. Á steininum stóðu þessi orð: — Það var auðveldara að vera góður, þegar hún var hjá manni. Þetta var sannarlega góður vitnisburður! LJDSBERINN 171

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.