Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 3
hO. árg., 1. tbl. MjésÉeritttt Janúar 1960. > TIL BARNANNA * * JJrá stopnanda cJdjóslh erans Ljósberinn er að byrja fertugasta árið. Hugur minn hvarflar aftur i tímann. Það var í ágústmánuði 1921, sem við Helgi sál. Árnason vorum að bollaleggja það, að skemmtilegt væri, að gefa út litið barnablað, sem helgað væri málefni Jesú Krists, — væri hans málgagn meðal is- lenzkra barna. Ekkert fé var fyrir hendi en við ákváðum að hefja starfið í Jesú nafni, og 1. tölublaðið kom út 6. ágúst 1921. Mig langar lil að biðja Ljósberann að flytja fyrstu ávarpsorðin hans til ís- lenzkra barna. Þau samdi Helgi sál. Árnason. LJÓSBERNN HEILSAR BÖRNUNUM. Kæru börn! IJér heilsar ykkur nýr gesiur, sem kominn er að. heimsækja ykkur. luð lítið auðvitað fyrst á nafnið og ef til vill finnst ykkur hann bera ein- kennilegt nafn, en þegar þið hugsið um, hvaða hlutverk honum er ætlað að vinna, þá mun ykkur finnast nafnið gott og velviðeigandi. Ijjósberinn vill 'bera Ijósgeisla Guðs- ríkis inn i saklausu hjörtun ykkar barn- anna, svo að þar þrífist ekkert Ijótt né syndsamlegt og hlúa þar með að hinum góðu frækornum, sem sáð var í hjörlu ykkar í skírninni, svo þau megi stöðugt va.ra og bera mikinn ávöxt. Ljósberinn vill með smásögum símim og heilræðum, benda ykkur á J e s ú m, bezta vininn, sem þið eiyið, og segja ykk- ur hvernig þið getið orðið Ijósberar fyr- ir hann, sem elskar ykkur svo óumræði- lega mikið. Með Guðs hjálp vill þá Ljósberinn hefja gö'hgu sína til ykkar barnanna, í þvi trausti, að þið takið vel á móti hon- um, og greiðið götu hans. Ekkert fé er fyrir hendi til að gefa hann út, en hann leggur af stað í Jesú nafni. Þannig hljóðar fyrsta ávarpið. Og nú gleður það mig, að sjá hO. árið renna upp. Og Ljósberinn er sannarlega ennþá stefnu sinni trúr. Á umliðnum árum hcf- ur hann eignazt marga góða vini, sem styrkt hafa hann á margan hátt. Ég vona, að þið, kæru kaupendur, munið að styðja Ljósberann með því að vera s k ilví s i r k au p e n d u r, því sannarlega er þörf að flytja ákveðinn boðskaþ Jesú Krists út meðal íslenzkrar æsku. Ég bið svo Guð að blessa Ljósberann og ég óska ykkur öllum gleðilegs árs í Jesú nafni. J ó n H elg a s on. LJDSBERINN 3

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.