Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 5
smali, urðum við Óðinn enn betri vinir. Reynd- ar átti hann það stundum til að snúa í mig afturendanum, þegar hann sá mig nálgast. En ég vissi, að hann var meinlaus eins oglamb. Gekk ég því hiklaust til hans og lagði aðra höndina upp á lend hans um leið og ég sagði í gaelurómi: „Blessaður karlinn minn, vertu nú góður.“ Gæði hans brugðust mér heldur aldrei. Ég gekk rólega fram með hlið hans, lagði hand- legginn yfir hálsinn og klóraði honum undir faxinu. Þá var björninn unninn. Það var ætíð vani minn að tala mikið við Óðin, einnig þegar ég var send á honum bæjarleið. Sagði ég honum þá oft, hvert ferð- inni væri heitið og lét hann síðan sjálfráðan. Hvort sem það var tilviljun eða vitsmunir, sem réðu, þá brást það ekki, að Óðinn rataði réttu leið án þess að ég tæki í tauminn. Eins og margir hestar, sem hafa góða greind, var Óðinn líka skapstór. Það mátti ekki alltaf mikið út af bera, svo að fyki í hann. Hann var að eðlisfari þroskamikill. En þegar hann reiddist margfölduðust kraftar hans. Ég man vel, hve pabbi og mamma voru ætíð stundum áfram fyrir sláttuvélinni, ef honum fannst ekki félagi hans, sem með honum dróg, gera skyldu sína. Endaði það stundum með því, að hann dróg vélina alla og hinn hestinn líka. Þegar hann var í slíkum ham var tilgangslaust að ætla að halda aftur af honum. Þá reiddist hann aðeins enn meira. Bezt var bara, er verkinu var lokið, að strjúka sveittan kroppinn og gefa honum síðan flat- köku eða deig að launum. Óðinn var mjög fótviss og traustur vatna- hestur. Ef straumurinn var þungur var hann fastur eins og bjarg, og þegar vatnið dýpkaði herti hann stöðugt á sér, svo að öldurnar freyddu á breiðu brjóstinu. Ég man vel, hve pabbi og mamma voru ætíð örugg, ef ég aðeins sat á Óðni. Honum mátti treysta betur en mörgum manninum, enda brást hann aldrei. Óðinn var ákaflega stoltur og vandur að virðingu sinni. Hann gat aldrei þolað, að aðr- ir hestar stæðu honum framar á nokkurn hátt, jafnvel þó að hann sjálfur væri kominn á efri ár. Þegar hann var 22 ára að aldri, rákum við systkinin kindur fjölskyldunnar á afrétt eins og gert var árlega. Ég sat þá á hinum gamla, góða vini mínum, því að betri hest var ekki hægt að kjósa sér til slíkra ferða. Það þurfti ekki einu sinni að stjórna honum. Ef einhver kindin drógst aftur úr, var hann óðar kom- inn þangað. Og þó að hann væri ákafur við öll störf var hann mjög tillitssamur við litlu lömbin. Á heimleið vorum við í samfylgd með hópi manna, sem komið höfðu á afréttina í sömu erindagjörðum og við systkinin. Var þá sprett úr spori, því að ýmsir höfðu gæðinga til reiðar. Alla leið var Óðinn samsíða fyrsta hestinum. Ég óttaðist, að þessi langi sprettur yrði honum, svona gömlum, um megn og ætl- aði að halda aftur af honum. En þá reiddist hann mér svo að um munaði. Hann frýsaði hátt og hristi höfuðið, svo að ennistoppurinn kastaðist til. Ég lét hann því sjálfráðan. Enda vissi hann bezt, hvað hann þoldi, því að hann lét ekki á sjá, er ferðinni var lokið. Aftur á móti varð Óðinn kulvís með aldr- inum. Pabba þótti oft nóg um, þegar hann að vetrarlagi, í góðu veðri, fór inn í hesthús snemma dags með hina hestana á eftir sér. Stundum datt okkur í hug, að það væri heyið í stallinum en ekki kuldinn úti, sem ætti sökina. Það var sama, hve vandlega dyrunum var lokað. Óðinn beitti bæði flipa og tönnum þangaö til honum tókst að opna. Hann skemmdi þó aldrei neitt, heldur opnaði á sama hátt og við, og var furðu fljótur að því. Hann lét sér ekki heldur nægja að komast einn í húsaskjól. Ef hinir hestarnir fylgdu honum ekki strax eftir, stakk hann höfðinu aftur út í dyrnar og hneggjaði hátt til að kalla á þá. Þeir báru sýnilega talsverða virð- ingu fyrir honum, því að þeir hlýddu kalli hans venjulega þegar í stað. Óðinn er hniginn að velli fyrir nokkrum árum. Þrekið bilaði allt í einu, þegar hann var orðinn 23 ára. Ég var þá farinn að heim- an. Mér þótti vænt um að þurfa ekki að vera viðstödd, þegar ævi hans lauk. Þess vegna á ég aðeins minningar um hann sem vitran, hraustan og sterkan stólpagrip, sem ekkert gat bugað. -K ~K

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.